Vilja fjarlægja minningu um hörmulega atburði og reisa eitthvað fallegt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2021 19:16 Húsið hefur staðið nánast óhreyft frá því það brann 25. júní á síðasta ári. Vísir/Egill Framkvæmdir við að rífa brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1 í vesturbæ Reykjavíkur hófust í dag. Húsið brann seint í júnímánuði á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjú létu lífið. Talsmaður nýrra eigenda hússins segir vonir standa til að hægt verði að klára niðurrif hratt og vel. „Við fengum starfsleyfi á fimmtudaginn og í gær fengum við leyfi til að þrengja götur og tryggja öryggi á svæðinu. Við byrjuðum bara um leið og þau mál voru í höfn,“ segir Runólfur Ágústsson, talsmaður Þorpsins vistfélags, sem keypti Bræðraborgarstíg 1 og 3 í janúar á þessu ári. Niðurrif á Bræðraborgarstíg 1 hófst um klukkan fjögur síðdegis í dag. Hann segir að fljótlega eftir kaupin hafi verið falast eftir leyfi til að fá að hefja framkvæmdir á svæðinu. „Þetta er náttúrulega langt ferli. Blessunarlega er það þannig að svona atburðir eru ekki að gerast á hverjum degi, þannig að það eru kannski ekki til skýrir verkferlar og þess vegna tekur þetta svona langan tíma,“ segir Runólfur. Hann segir marga koma að málinu og leyfisveitingum í tengslum við það. Nefnir þar byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlitið, umhverfisráðuneytið, tryggingafélög og fleiri. Nýtt búsetuform fyrir eldri konur Runólfur hefur áður nefnt að áætlað sé að framkvæmdum varðandi niðurrif hússins verði lokið 17. júní og þá verði búið að jafna það við jörðu. Hann segist vona að þau áform gangi eftir og að unnið sé eins hratt og hægt er. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta taki að minnsta kosti ekki lengri tíma en tvær vikur. Við erum með átta vikna ramma sem við höfum til þess að klára þetta, en við erum að gera ráð fyrir að vinna þetta bara eins hratt og hægt er.“ Þar sem húsið stóð áður mun rísa nýtt hús sem hugsað verður sem húsnæðismöguleiki fyrir eldri konur og byggir á hugmynd sem kallast „baba yaga.“ „Smáíbúðir fyrir eldri konur, femínista, með mikilli sameign. Við erum að vinna þetta í samstarfi við félagsskap sem kallar sig Femínistar 60 plús.“ Runólfur segir að um sé að ræða búsetuform sem hefur rutt sér til rúms á Norðurlöndum, þar sem eldra fólk taki sig til og búi með fólki sem það eigi eitthvað sameiginlegt með. Í þessu tilfelli séu það lífsskoðanir sem ráði för, en Runólfur segir að allur gangur sé á því út frá hverju fólk sem kýs þetta búsetuform velji að byggja sambúðina á. „Til dæmis bara golf, eða hestar eða eitthvað. Þetta er svona kjarnasamfélagshugsjón svokölluð.“ Framkvæmdir við að rífa húsið að Bræðraborgarstíg 1 hófust í dag.Vísir/Egill Vilja reisa eitthvað gott og fallegt Runólfur segist merkja ákveðinn létti hjá fólki í nágrenni Bræðraborgarstígs 1, nú þegar framkvæmdir við að framkvæma brunarústirnar eru hafnar. „Þetta er búið að vera mein þarna og minning um hörmulega atburði. Okkar markmið er að klára þetta hratt og vel um leið og við fengum þessar heimildir, að rífa og þrífa.“ Runólfur segir að síðan verði ráðist beint í uppbyggingu. Markmiðið sé að á svæðinu rísi eitthvað gott og fallegt, sem mótvægi við þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað í húsinu á síðasta ári. „Ég held að við getum sýnt þeim einstaklingum sem þarna misstu lífið mesta virðingu með því,“ segir Runólfur. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
„Við fengum starfsleyfi á fimmtudaginn og í gær fengum við leyfi til að þrengja götur og tryggja öryggi á svæðinu. Við byrjuðum bara um leið og þau mál voru í höfn,“ segir Runólfur Ágústsson, talsmaður Þorpsins vistfélags, sem keypti Bræðraborgarstíg 1 og 3 í janúar á þessu ári. Niðurrif á Bræðraborgarstíg 1 hófst um klukkan fjögur síðdegis í dag. Hann segir að fljótlega eftir kaupin hafi verið falast eftir leyfi til að fá að hefja framkvæmdir á svæðinu. „Þetta er náttúrulega langt ferli. Blessunarlega er það þannig að svona atburðir eru ekki að gerast á hverjum degi, þannig að það eru kannski ekki til skýrir verkferlar og þess vegna tekur þetta svona langan tíma,“ segir Runólfur. Hann segir marga koma að málinu og leyfisveitingum í tengslum við það. Nefnir þar byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlitið, umhverfisráðuneytið, tryggingafélög og fleiri. Nýtt búsetuform fyrir eldri konur Runólfur hefur áður nefnt að áætlað sé að framkvæmdum varðandi niðurrif hússins verði lokið 17. júní og þá verði búið að jafna það við jörðu. Hann segist vona að þau áform gangi eftir og að unnið sé eins hratt og hægt er. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta taki að minnsta kosti ekki lengri tíma en tvær vikur. Við erum með átta vikna ramma sem við höfum til þess að klára þetta, en við erum að gera ráð fyrir að vinna þetta bara eins hratt og hægt er.“ Þar sem húsið stóð áður mun rísa nýtt hús sem hugsað verður sem húsnæðismöguleiki fyrir eldri konur og byggir á hugmynd sem kallast „baba yaga.“ „Smáíbúðir fyrir eldri konur, femínista, með mikilli sameign. Við erum að vinna þetta í samstarfi við félagsskap sem kallar sig Femínistar 60 plús.“ Runólfur segir að um sé að ræða búsetuform sem hefur rutt sér til rúms á Norðurlöndum, þar sem eldra fólk taki sig til og búi með fólki sem það eigi eitthvað sameiginlegt með. Í þessu tilfelli séu það lífsskoðanir sem ráði för, en Runólfur segir að allur gangur sé á því út frá hverju fólk sem kýs þetta búsetuform velji að byggja sambúðina á. „Til dæmis bara golf, eða hestar eða eitthvað. Þetta er svona kjarnasamfélagshugsjón svokölluð.“ Framkvæmdir við að rífa húsið að Bræðraborgarstíg 1 hófust í dag.Vísir/Egill Vilja reisa eitthvað gott og fallegt Runólfur segist merkja ákveðinn létti hjá fólki í nágrenni Bræðraborgarstígs 1, nú þegar framkvæmdir við að framkvæma brunarústirnar eru hafnar. „Þetta er búið að vera mein þarna og minning um hörmulega atburði. Okkar markmið er að klára þetta hratt og vel um leið og við fengum þessar heimildir, að rífa og þrífa.“ Runólfur segir að síðan verði ráðist beint í uppbyggingu. Markmiðið sé að á svæðinu rísi eitthvað gott og fallegt, sem mótvægi við þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað í húsinu á síðasta ári. „Ég held að við getum sýnt þeim einstaklingum sem þarna misstu lífið mesta virðingu með því,“ segir Runólfur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent