Hvað hafa fordæmalausu tímarnir kennt okkur? Stöldrum við! Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar 9. júní 2021 07:00 Kröfurnar herja á okkur úr öllum áttum og fyrir mörg okkar er vinnudagurinn sannarlega ekki búinn þegar við stimplum okkur út. Mögulega þarf að klára einhverja vinnu heima, svara nokkrum póstum á milli baða hjá börnunum og aðeins ná upp lestrinum á fréttamiðlunum. Svo þarf að hlusta á hlaðvarpið sem vinnufélaginn mælti með. Þá tekur við fundur hjá einhverju félagasamtakanna, nefndarfundir ýmis konar, foreldrafélagið og bekkjarkvöld. Svo þarf hugsanlega að sinna veikum ættingja, já og klára háskólanámið eða bæta við sig diplómu í fjarnámi með vinnu, að ógleymdri ræktinni og vinahittingum ýmis konar, svo dæmi séu tekin. Þá á jafnframt eftir að finna tíma fyrir gæðastundir með börnunum sem mögulega flækjast með í allt hitt, jafn þreytt og úrill eftir daginn og við sjálf. Sum þeirra þurfa að vísu að skjótast í tómstundirnar á meðan mamma eða pabbi hlaupa í æðibunugangi um ganga matvöruverslana. Þá er það kvöldmaturinn sem á að innihalda staðgóða næringu og mæta þörfum allra í fjölskyldunni. Já og að ógleymdum makanum; það þarf jú að rækta sambandið og viðhalda nándinni. Svo koma upp hlutir sem við getum ekki stjórnað svo sem verkföll, veikindi og heimsfaraldur. Covid ofan á kröfurnar sem fyrir voru Líf okkar flestra var alveg nógu streituvaldandi fyrir — og ekki bætir úr skák að ofan á kröfurnar og verkefnin bætist við heill heimsfaraldur. Faraldurinn hefur sannarlega krafist mikils sveigjanleika af okkur og flækt allt sem talið er upp hér að ofan. Sumir þessara þátta hafa færst á rafrænt form, sem kallar á annars konar álag þar sem heimilið er í senn griðastaður fjölskyldunnar og fundarrými. Þá hefur það einnig skapað álag að þurfa að fylgjast með hvað fellur niður þennan daginn og hvort við sjálf og börnin eigum að mæta í okkar hefðbundnu dagskrá í raun- eða fjarheimum. Þetta allt eru streituvaldar, sér í lagi ef þeir koma í belg og biðu og sjaldan eða aldrei er ráðrúm til að staldra við. Okkur líður líka gjarnan eins og lítið verði við kröfurnar ráðið — við reynum bara að standast þær — jafnvel þjökuð af samviskubiti. Hvað veldur því að sum okkar virðumst taka allt að okkur, þrátt fyrir að ganga á okkur og mögulega ekki finnast við geta sinnt neinu á þann háttinn sem við hefðum helst kosið? Verum bara nógu fjandi dugleg! Mér hefur sjálfsmatið verið hugleikið upp á síðkastið, sér í lagi í samhengi við kröfurnar og streituna í samfélaginu. Sjálfsmatið er í stuttu máli skoðun okkar á okkur sjálfum og það mótast einkum á barndóms- og unglingsárum. Lágt sjálfsmat mótast af ýmis konar neikvæðri reynslu, svo sem áföllum, einelti og erfiðum samböndum við fólk og af þeim skilaboðum sem við fáum frá umhverfi okkar. Við bætist túlkun okkar sjálfra á eigin frammistöðu. Ein leið til að hafa taumhald á neikvæðum hugsunum um okkur sjálf er að vera bara nógu fjandi dugleg — jafn dugleg og það fólk sem við berum okkur saman við. Þetta gerum við oft á tíðum ómeðvitað, án þess að hafa forsendur til að meta raunverulegar aðstæður annarra, oft aðeins fyrir áhrif frá samfélagsmiðlum. Þetta gerum við líka í vinnunni. Sama tilfinning kemur upp þegar við erum beðin um að sitja í foreldraráði, vera virk í starfi félagasamtaka, raða upp stólum fyrir þorrablótið og við hinar ýmsu aðstæður. Við eigum jú að vera svo dugleg og leggja málefnunum lið. Dugleg, eins og öll hin! Hvað hefur Covid kennt okkur? En hefur heimsfaraldurinn mögulega hjálpað okkur lítillega þarna? Höfum við ef til vill lært að takmarka okkur á tímum takmarkana? Getur verið að kröfurnar hafi verið óeðlilegar og óraunhæfar fyrir? Það hefur fátt mátt upp á síðkastið, sem er í sjálfu sér ekki skemmtilegt. Það er þó stundum ágætt að gera tilraunir í lífinu og skoða hlutina frá öðru sjónarhorni, sem COVID hefur sannarlega fengið okkur öll til að gera. Ég geri mér grein fyrir að aðstæður eru gjörólíkar manna á milli, þessi dæmi eru mikil einföldun og ekki í samræmi við upplifanir allra. Mörg okkar þurfa að vinna fleiri en eina vinnu, önnur hafa misst vinnuna og þurfa að lifa allt öðru lífi en ég lýsi hér að ofan. Þrátt fyrir það tel ég mörg okkar kannist við þessa líðan og tilfinningu um að vera bara ekki alveg nógu dugleg, klár, falleg, mjó og með allt á hreinu! Sennilega þurfum við einna helst að vera duglegri við að vera ekki svona dugleg og sættast við að það sé í lagi. Hitt er ómögulegt til lengdar. Lærum af fordæmalausum tímum Ég segi: vöndum okkur þegar hjarðónæmi er náð og hugsum um hvernig við sjálf viljum hafa þetta. Veltum fyrir okkur kröfunum með gagnrýnni augum. Má eitthvað bíða betri tíma? Getum við forgangsraðað með einhverjum hætti? Verður meiri tími þegar börnin eru orðin aðeins eldri? Má þeim stundum leiðast? Hvað gerist ef við missum af fjölskylduboði eða vinahittingi stöku sinnum? Getum við varið minni tíma á samfélagsmiðlum? Er mögulegt að vinna vinnuna bara í vinnunni? Má stundum bara slaka á og hvíla sig án samviskubits? Má skoða kröfurnar í lífinu án stöðugrar sjálfsgagnrýni? Erum við kannski bara alveg nóg? Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál, tveggja barna móðir og eiginkona sem syngur með stórsveit, situr í nefnd, spilar gigg og langar að byrja aftur í skátunum en hefur notið þess upp á síðkastið að slaka meira á og njóta lífsins með kallinum og börnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Kröfurnar herja á okkur úr öllum áttum og fyrir mörg okkar er vinnudagurinn sannarlega ekki búinn þegar við stimplum okkur út. Mögulega þarf að klára einhverja vinnu heima, svara nokkrum póstum á milli baða hjá börnunum og aðeins ná upp lestrinum á fréttamiðlunum. Svo þarf að hlusta á hlaðvarpið sem vinnufélaginn mælti með. Þá tekur við fundur hjá einhverju félagasamtakanna, nefndarfundir ýmis konar, foreldrafélagið og bekkjarkvöld. Svo þarf hugsanlega að sinna veikum ættingja, já og klára háskólanámið eða bæta við sig diplómu í fjarnámi með vinnu, að ógleymdri ræktinni og vinahittingum ýmis konar, svo dæmi séu tekin. Þá á jafnframt eftir að finna tíma fyrir gæðastundir með börnunum sem mögulega flækjast með í allt hitt, jafn þreytt og úrill eftir daginn og við sjálf. Sum þeirra þurfa að vísu að skjótast í tómstundirnar á meðan mamma eða pabbi hlaupa í æðibunugangi um ganga matvöruverslana. Þá er það kvöldmaturinn sem á að innihalda staðgóða næringu og mæta þörfum allra í fjölskyldunni. Já og að ógleymdum makanum; það þarf jú að rækta sambandið og viðhalda nándinni. Svo koma upp hlutir sem við getum ekki stjórnað svo sem verkföll, veikindi og heimsfaraldur. Covid ofan á kröfurnar sem fyrir voru Líf okkar flestra var alveg nógu streituvaldandi fyrir — og ekki bætir úr skák að ofan á kröfurnar og verkefnin bætist við heill heimsfaraldur. Faraldurinn hefur sannarlega krafist mikils sveigjanleika af okkur og flækt allt sem talið er upp hér að ofan. Sumir þessara þátta hafa færst á rafrænt form, sem kallar á annars konar álag þar sem heimilið er í senn griðastaður fjölskyldunnar og fundarrými. Þá hefur það einnig skapað álag að þurfa að fylgjast með hvað fellur niður þennan daginn og hvort við sjálf og börnin eigum að mæta í okkar hefðbundnu dagskrá í raun- eða fjarheimum. Þetta allt eru streituvaldar, sér í lagi ef þeir koma í belg og biðu og sjaldan eða aldrei er ráðrúm til að staldra við. Okkur líður líka gjarnan eins og lítið verði við kröfurnar ráðið — við reynum bara að standast þær — jafnvel þjökuð af samviskubiti. Hvað veldur því að sum okkar virðumst taka allt að okkur, þrátt fyrir að ganga á okkur og mögulega ekki finnast við geta sinnt neinu á þann háttinn sem við hefðum helst kosið? Verum bara nógu fjandi dugleg! Mér hefur sjálfsmatið verið hugleikið upp á síðkastið, sér í lagi í samhengi við kröfurnar og streituna í samfélaginu. Sjálfsmatið er í stuttu máli skoðun okkar á okkur sjálfum og það mótast einkum á barndóms- og unglingsárum. Lágt sjálfsmat mótast af ýmis konar neikvæðri reynslu, svo sem áföllum, einelti og erfiðum samböndum við fólk og af þeim skilaboðum sem við fáum frá umhverfi okkar. Við bætist túlkun okkar sjálfra á eigin frammistöðu. Ein leið til að hafa taumhald á neikvæðum hugsunum um okkur sjálf er að vera bara nógu fjandi dugleg — jafn dugleg og það fólk sem við berum okkur saman við. Þetta gerum við oft á tíðum ómeðvitað, án þess að hafa forsendur til að meta raunverulegar aðstæður annarra, oft aðeins fyrir áhrif frá samfélagsmiðlum. Þetta gerum við líka í vinnunni. Sama tilfinning kemur upp þegar við erum beðin um að sitja í foreldraráði, vera virk í starfi félagasamtaka, raða upp stólum fyrir þorrablótið og við hinar ýmsu aðstæður. Við eigum jú að vera svo dugleg og leggja málefnunum lið. Dugleg, eins og öll hin! Hvað hefur Covid kennt okkur? En hefur heimsfaraldurinn mögulega hjálpað okkur lítillega þarna? Höfum við ef til vill lært að takmarka okkur á tímum takmarkana? Getur verið að kröfurnar hafi verið óeðlilegar og óraunhæfar fyrir? Það hefur fátt mátt upp á síðkastið, sem er í sjálfu sér ekki skemmtilegt. Það er þó stundum ágætt að gera tilraunir í lífinu og skoða hlutina frá öðru sjónarhorni, sem COVID hefur sannarlega fengið okkur öll til að gera. Ég geri mér grein fyrir að aðstæður eru gjörólíkar manna á milli, þessi dæmi eru mikil einföldun og ekki í samræmi við upplifanir allra. Mörg okkar þurfa að vinna fleiri en eina vinnu, önnur hafa misst vinnuna og þurfa að lifa allt öðru lífi en ég lýsi hér að ofan. Þrátt fyrir það tel ég mörg okkar kannist við þessa líðan og tilfinningu um að vera bara ekki alveg nógu dugleg, klár, falleg, mjó og með allt á hreinu! Sennilega þurfum við einna helst að vera duglegri við að vera ekki svona dugleg og sættast við að það sé í lagi. Hitt er ómögulegt til lengdar. Lærum af fordæmalausum tímum Ég segi: vöndum okkur þegar hjarðónæmi er náð og hugsum um hvernig við sjálf viljum hafa þetta. Veltum fyrir okkur kröfunum með gagnrýnni augum. Má eitthvað bíða betri tíma? Getum við forgangsraðað með einhverjum hætti? Verður meiri tími þegar börnin eru orðin aðeins eldri? Má þeim stundum leiðast? Hvað gerist ef við missum af fjölskylduboði eða vinahittingi stöku sinnum? Getum við varið minni tíma á samfélagsmiðlum? Er mögulegt að vinna vinnuna bara í vinnunni? Má stundum bara slaka á og hvíla sig án samviskubits? Má skoða kröfurnar í lífinu án stöðugrar sjálfsgagnrýni? Erum við kannski bara alveg nóg? Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál, tveggja barna móðir og eiginkona sem syngur með stórsveit, situr í nefnd, spilar gigg og langar að byrja aftur í skátunum en hefur notið þess upp á síðkastið að slaka meira á og njóta lífsins með kallinum og börnunum.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar