Milljóna tjón vegna myglu Una María Óskarsdóttir skrifar 9. júní 2021 09:31 Á undanförnum árum hefur tilfellum vegna raka- og mygluskemmda í húsum fjölgað. Stór vandamál hafa komið upp vegna þessa, m.a. í skólum, á heimilum og vinnustöðum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á fólk og fyrirtæki. Flest verjum við stærstum hluta æfi okkar innanhúss og því skiptir það miklu að loftgæði séu góð og þau skaði ekki heilsu okkar. Óheilnæmt innloft getur t.d. valdið höfuðverk, þreytu, þurrki í augum, sviða í hálsi og nefi og aukið á ofnæmiseinkenni og öndunarfærasjúkdóma. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem almenningur getur kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óheilnæmt loft innandyra. Eitt er að almenningur geti kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óhollt inniloft og annað það að hönnun og bygging húsa sé með þeim hætti að það sá hrein ávísun á myglu. Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjanes er fjallað um myglu og baráttu húseigenda við hönnuði, tryggingafélag og bæjarfélag við bót sinna mála. Niðurstaða dómsins er sú að húseignandinn var talinn eiga 4,5 milljón króna kröfu á hendur vátryggingafélagi hönnuðar hússins vegna myglu sem leiddi af galla í einangrun hússins (kuldabrúar). Ásamt þingmönnum Miðflokksins var sú sem þetta ritar fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum sem lögð var fram á 49. löggjafarþingi 2018–2019. Í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af raka og myglu í húsum er brýnt að sem fyrst verði brugðist við og þar með reynt að koma í veg fyrir fjár- og heilsutjón og fólks sem verður veikt sökum ólofts, raka og myglu. Þeir sem koma að hönnun, byggingu og eftirliti húsbygginga þurfa að vanda vinnu sína og stöðva framleiðslu gallaðs húsnæðis. Höfundur er lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur tilfellum vegna raka- og mygluskemmda í húsum fjölgað. Stór vandamál hafa komið upp vegna þessa, m.a. í skólum, á heimilum og vinnustöðum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á fólk og fyrirtæki. Flest verjum við stærstum hluta æfi okkar innanhúss og því skiptir það miklu að loftgæði séu góð og þau skaði ekki heilsu okkar. Óheilnæmt innloft getur t.d. valdið höfuðverk, þreytu, þurrki í augum, sviða í hálsi og nefi og aukið á ofnæmiseinkenni og öndunarfærasjúkdóma. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem almenningur getur kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óheilnæmt loft innandyra. Eitt er að almenningur geti kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óhollt inniloft og annað það að hönnun og bygging húsa sé með þeim hætti að það sá hrein ávísun á myglu. Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjanes er fjallað um myglu og baráttu húseigenda við hönnuði, tryggingafélag og bæjarfélag við bót sinna mála. Niðurstaða dómsins er sú að húseignandinn var talinn eiga 4,5 milljón króna kröfu á hendur vátryggingafélagi hönnuðar hússins vegna myglu sem leiddi af galla í einangrun hússins (kuldabrúar). Ásamt þingmönnum Miðflokksins var sú sem þetta ritar fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum sem lögð var fram á 49. löggjafarþingi 2018–2019. Í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af raka og myglu í húsum er brýnt að sem fyrst verði brugðist við og þar með reynt að koma í veg fyrir fjár- og heilsutjón og fólks sem verður veikt sökum ólofts, raka og myglu. Þeir sem koma að hönnun, byggingu og eftirliti húsbygginga þurfa að vanda vinnu sína og stöðva framleiðslu gallaðs húsnæðis. Höfundur er lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun