Starfsfólk, hluthafar, fjölmiðlar og fleiri eiga að geta nýtt skýrslurnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júní 2021 07:00 Berglind Ósk Ólafsdóttir hjá BYKO, Tómas Möller formaður dómnefndar um val á Sjálfbærniskýrslu ársins 2021 og formaður FESTU, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar. „Þó samfélagsskýrslur þurfi að vera nokkuð ítarlegar, rökstuddar og byggðar á vísindalegum grunni má það ekki taka lesandann of langan tíma að fá skýra heildarmynd,“ segir Tómas Möller, formaður dómnefndar um val á Samfélagsskýrslu ársins 2021. Verðlaunin hlutu að þessu sinni fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun, en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunahafar eru tveir. Að verðlaununum standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. Tilkynnt var um val verðlaunahafa 8.júní í Húsi Atvinnulífsins, þaðan sem viðburðinum var streymt. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um Samfélagsskýrslu ársins 2021. Covid sýnt mikilvægi virðiskeðjunnar Með Tómasi sátu í dómnefnd þau Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala og Kjartan Sigurðsson lektor við Háskólann í Twente í Hollandi. Tómas og Kjartan tóku báðir þátt í panel umræðum á viðurkenningarviðburðinum í vikunni, en Hulda er stödd erlendis. Að sögn Tómasar horfði nefndin meðal annars á það, með hvaða hætti fyrirtækin sem urðu fyrir valinu, skýra stöðu sína í virðiskeðju sinni: „Hvernig þau hafa áhrif á birgja sína en ekki síður hvernig þau tala til viðskiptavina sinna,“ segir Tómas og bætir við: „Við höfum kynnst því vel í heimsfaraldrinum hvað aðföng til framleiðslu og þjónustu koma víða að. Hvert og eitt fyrirtæki þarf í auknum mæli að líta til samfélagslegra- og umhverfislegra áhrifa þeirra fyrirtækja sem þau kaupa aðföng frá, samhliða því að þekkja og stýra þessum þáttum í kjarnastarfsemi sinni.“ Tómas segir að í þessu geti falist bæði viðskiptatækifæri en eins tækifæri til að hafa jákvæð áhrif. Við val á Samfélagsskýrslu ársins 2021 segir Tómas það skipta máli að skýrslurnar gefi sem gleggstu mynd af starfsemi félags með tilliti til samfélagsábyrgðar. Markmið er að breiður hópur haghafa fyrirtækjanna, eins og starfsmenn, viðskiptavinir, hluthafar og fjölmiðlar geti nýtt sér upplýsingarnar til gagns og metið hvernig fyrirtæki takast á við áskoranir varðandi sjálfbærni,“ segir Tómas. Þá segir Tómas það skipta máli að skýrslurnar kynni langtímasýn varðandi samfélagsábyrgð, að eignarhald innan fyrirtækja sé skýrt og verkefnið njóti stuðnings æðstu stjórnenda. Konráð S. Guðjónsson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands var fundarstjóri á viðurkenningarhátíð Samfélagsskýrslu ársins 2021. Í panel tóku þátt í umræðum Tómas Möller formaður dómnefndar, Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Kjartan Sigurðsson úr dómnefnd og Sigurður Pálsson forstjóri BYKO. Umræðum panel stjórnaði Íris Björnsdóttir forstöðumaður viðskiptaþróunar og rekstar hjá Nasdaq Iceland.Vísir/HAG Viðurkenningarhátíð Samfélagsskýrslu ársins 2021 var haldin í Húsi Atvinnulífsins.Vísir/HAG Viðurkenningarhátíðinni Samfélagsskýrslu ársins 2021 var streymt síðastliðinn þriðjudag frá Húsi Atvinnulífsins.Vísir/HAG Landsvirkjun og BYKO hlutu verðlaun fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021.Vísir/HAG En skipta verðlaun máli? Á síðustu árum hefur viðurkenningum af alls kyns toga fjölgað í atvinnulífinu. Sem dæmi má nefna ýmiss jafnréttisverðlaun sem nú eru veitt, mat á Framúrskarandi fyrirtækjum og eins eru fleiri viðurkenningar nú en áður fyrir nýsköpunarverkefni og frumkvöðla. En skipta verðlaun máli og hvaða þýðingu hafa þau í raun? Er ástæða til að veita viðurkenningar í atvinnulífinu og hvernig sjáum við ávinninginn af þeim? Atvinnulífið bað verðlaunahafa og formann dómnefndar um að svara eftirfarandi spurningu: Hvers vegna telur þú viðurkenningu sem þessa skipta máli? Staðfesting á að fyrirtæki á réttri leið Berglind Ósk Ólafsdóttir.Vísir/Aðsent Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, BYKO: „Viðurkenning sem þessi skiptir gríðarlegu miklu máli. Bæði er þetta staðfesting á því að fyrirtæki eru á réttri leið, staðfesting að fyrirtæki sé sýnilegt í sjálfbærnimálum og hvatning til að gera enn betur til framtíðar. Við í BYKO viljum vera fyrirmynd og hvatning fyrir önnur fyrirtæki í átt að sjálfbærni, við berum ábyrgð í virðiskeðjunni og með því að bregðast við loftlagsáhrifum getum við dregið úr losun, boðið viðskiptavinum okkar upp á vistvænni byggingarefni, stuðlað að fræðslu út á markaðinn, hugað að velferð starfsfólks okkar og öryggi og skapað virði fyrir fyrirtækið.“ Sigurður Pálsson forstjóri BYKO tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins.Vísir/HAG Staðfesting á að starfið að skila sér Hörður Arnarson.Vísir/Aðsent Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Það má segja að ákveðin vitundarvakning og viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu, hér heima og í öllum heiminum, á síðustu árum. Nú er runnin upp öld sjálfbærninnar. Við horfum á alla starfsemi samfélagsins út frá víðara sjónarhorni en áður. Þar á ég við hinar þrjár víddir sjálfbærrar þróunar: efnahag, samfélag og umhverfi. Þetta helgast auðvitað af því að við viljum skila heiminum til afkomenda okkar í betra ástandi en við tókum við honum. Nú gerum við kröfu um að öll starfsemi uppfylli þær kröfur að vera efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbær. Hún má með öðrum orðum ekki ganga á fjárhagslega verðmæti, hún má ekki koma niður á umhverfinu og hún má ekki bitna á samfélaginu. Þetta eru auðvitað sjálfsagðir mælikvarðar og það er fagnaðarefni að ekki skuli vera ágreiningur um þessi markmið. Það er þess vegna einkar ánægjulegt að hljóta viðurkenningu sem þessa, og staðfesting á því að starf okkar er að skila sér, bæði sem okkar framlag til sjálfbærari veraldar og einnig vonandi sem innblástur fyrir önnur fyrirtæki sem vilja gera vel í þessum mikilvæga málaflokki.“ Hörður Arnarson forstjóri tók við verðlaunum fyrir hönd Landsvirkjunar.Vísir/HAG Aðgangur að fyrirmyndum mikilvægur Tómas Möller. Tómas Möller, formaður dómefndar: „Þróun í vinnu við samfélagsábyrgð fyrirtækja og gerð samfélagsskýrslna er á fleygiferð. Um það vitna bæði fjölbreytileikinn í gerð skýrslna sem voru tilnefndar en líka þau viðmið sem fyrirtæki styðjast við, svo sem GRI, UN Global Compact og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Viðurkenningar eins og við erum að veita hér fyrir samfélagsskýrslur beina kastljósinu að fyrirtækjum sem standa sig vel, sýna metnaðarfulla vinnu sem byggir á fyrrgreindum áherslum og veita öðrum innblástur. Um er að ræða upplýsingar um lykilþætti í starfsemi fyrirtækjanna sem eru utan hefðbundinna upplýsinga í ársreikningum. Þessar upplýsingar, sem stundum er nefndar ófjárhagslegar upplýsingar, geta verið lykilupplýsingar við að meta samkeppnisstöðu og framtíðarhorfur fyrirtækja. Reglur varðandi slíka upplýsingagjöf hafa þróast mjög hratt síðustu misserin. Þær byggja að verulegu leyti á löggjöf ESB og öðrum erlendum stöðlum og viðmiðum. Þessar reglur hafa að hluta til verið innleiddar í íslenska löggjöf en þeirra mun gæta enn frekar á komandi misserum. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja gera vel á þessu sviði að hafa aðgang að fyrirmyndum og hafa vettvang þar sem samfélagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja er til umræðu.“ Tómas Möller var formaður dómnefndar um val á Samfélagsskýrslu ársins 2021.Vísir/HAG Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. 9. júní 2021 07:00 Bein útsending: Verðlaunað fyrir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021. Beint streymi verður frá athöfninni og umræðum hér á Vísi. 8. júní 2021 11:31 Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00 Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Verðlaunin hlutu að þessu sinni fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun, en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunahafar eru tveir. Að verðlaununum standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. Tilkynnt var um val verðlaunahafa 8.júní í Húsi Atvinnulífsins, þaðan sem viðburðinum var streymt. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um Samfélagsskýrslu ársins 2021. Covid sýnt mikilvægi virðiskeðjunnar Með Tómasi sátu í dómnefnd þau Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala og Kjartan Sigurðsson lektor við Háskólann í Twente í Hollandi. Tómas og Kjartan tóku báðir þátt í panel umræðum á viðurkenningarviðburðinum í vikunni, en Hulda er stödd erlendis. Að sögn Tómasar horfði nefndin meðal annars á það, með hvaða hætti fyrirtækin sem urðu fyrir valinu, skýra stöðu sína í virðiskeðju sinni: „Hvernig þau hafa áhrif á birgja sína en ekki síður hvernig þau tala til viðskiptavina sinna,“ segir Tómas og bætir við: „Við höfum kynnst því vel í heimsfaraldrinum hvað aðföng til framleiðslu og þjónustu koma víða að. Hvert og eitt fyrirtæki þarf í auknum mæli að líta til samfélagslegra- og umhverfislegra áhrifa þeirra fyrirtækja sem þau kaupa aðföng frá, samhliða því að þekkja og stýra þessum þáttum í kjarnastarfsemi sinni.“ Tómas segir að í þessu geti falist bæði viðskiptatækifæri en eins tækifæri til að hafa jákvæð áhrif. Við val á Samfélagsskýrslu ársins 2021 segir Tómas það skipta máli að skýrslurnar gefi sem gleggstu mynd af starfsemi félags með tilliti til samfélagsábyrgðar. Markmið er að breiður hópur haghafa fyrirtækjanna, eins og starfsmenn, viðskiptavinir, hluthafar og fjölmiðlar geti nýtt sér upplýsingarnar til gagns og metið hvernig fyrirtæki takast á við áskoranir varðandi sjálfbærni,“ segir Tómas. Þá segir Tómas það skipta máli að skýrslurnar kynni langtímasýn varðandi samfélagsábyrgð, að eignarhald innan fyrirtækja sé skýrt og verkefnið njóti stuðnings æðstu stjórnenda. Konráð S. Guðjónsson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands var fundarstjóri á viðurkenningarhátíð Samfélagsskýrslu ársins 2021. Í panel tóku þátt í umræðum Tómas Möller formaður dómnefndar, Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Kjartan Sigurðsson úr dómnefnd og Sigurður Pálsson forstjóri BYKO. Umræðum panel stjórnaði Íris Björnsdóttir forstöðumaður viðskiptaþróunar og rekstar hjá Nasdaq Iceland.Vísir/HAG Viðurkenningarhátíð Samfélagsskýrslu ársins 2021 var haldin í Húsi Atvinnulífsins.Vísir/HAG Viðurkenningarhátíðinni Samfélagsskýrslu ársins 2021 var streymt síðastliðinn þriðjudag frá Húsi Atvinnulífsins.Vísir/HAG Landsvirkjun og BYKO hlutu verðlaun fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021.Vísir/HAG En skipta verðlaun máli? Á síðustu árum hefur viðurkenningum af alls kyns toga fjölgað í atvinnulífinu. Sem dæmi má nefna ýmiss jafnréttisverðlaun sem nú eru veitt, mat á Framúrskarandi fyrirtækjum og eins eru fleiri viðurkenningar nú en áður fyrir nýsköpunarverkefni og frumkvöðla. En skipta verðlaun máli og hvaða þýðingu hafa þau í raun? Er ástæða til að veita viðurkenningar í atvinnulífinu og hvernig sjáum við ávinninginn af þeim? Atvinnulífið bað verðlaunahafa og formann dómnefndar um að svara eftirfarandi spurningu: Hvers vegna telur þú viðurkenningu sem þessa skipta máli? Staðfesting á að fyrirtæki á réttri leið Berglind Ósk Ólafsdóttir.Vísir/Aðsent Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, BYKO: „Viðurkenning sem þessi skiptir gríðarlegu miklu máli. Bæði er þetta staðfesting á því að fyrirtæki eru á réttri leið, staðfesting að fyrirtæki sé sýnilegt í sjálfbærnimálum og hvatning til að gera enn betur til framtíðar. Við í BYKO viljum vera fyrirmynd og hvatning fyrir önnur fyrirtæki í átt að sjálfbærni, við berum ábyrgð í virðiskeðjunni og með því að bregðast við loftlagsáhrifum getum við dregið úr losun, boðið viðskiptavinum okkar upp á vistvænni byggingarefni, stuðlað að fræðslu út á markaðinn, hugað að velferð starfsfólks okkar og öryggi og skapað virði fyrir fyrirtækið.“ Sigurður Pálsson forstjóri BYKO tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins.Vísir/HAG Staðfesting á að starfið að skila sér Hörður Arnarson.Vísir/Aðsent Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Það má segja að ákveðin vitundarvakning og viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu, hér heima og í öllum heiminum, á síðustu árum. Nú er runnin upp öld sjálfbærninnar. Við horfum á alla starfsemi samfélagsins út frá víðara sjónarhorni en áður. Þar á ég við hinar þrjár víddir sjálfbærrar þróunar: efnahag, samfélag og umhverfi. Þetta helgast auðvitað af því að við viljum skila heiminum til afkomenda okkar í betra ástandi en við tókum við honum. Nú gerum við kröfu um að öll starfsemi uppfylli þær kröfur að vera efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbær. Hún má með öðrum orðum ekki ganga á fjárhagslega verðmæti, hún má ekki koma niður á umhverfinu og hún má ekki bitna á samfélaginu. Þetta eru auðvitað sjálfsagðir mælikvarðar og það er fagnaðarefni að ekki skuli vera ágreiningur um þessi markmið. Það er þess vegna einkar ánægjulegt að hljóta viðurkenningu sem þessa, og staðfesting á því að starf okkar er að skila sér, bæði sem okkar framlag til sjálfbærari veraldar og einnig vonandi sem innblástur fyrir önnur fyrirtæki sem vilja gera vel í þessum mikilvæga málaflokki.“ Hörður Arnarson forstjóri tók við verðlaunum fyrir hönd Landsvirkjunar.Vísir/HAG Aðgangur að fyrirmyndum mikilvægur Tómas Möller. Tómas Möller, formaður dómefndar: „Þróun í vinnu við samfélagsábyrgð fyrirtækja og gerð samfélagsskýrslna er á fleygiferð. Um það vitna bæði fjölbreytileikinn í gerð skýrslna sem voru tilnefndar en líka þau viðmið sem fyrirtæki styðjast við, svo sem GRI, UN Global Compact og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Viðurkenningar eins og við erum að veita hér fyrir samfélagsskýrslur beina kastljósinu að fyrirtækjum sem standa sig vel, sýna metnaðarfulla vinnu sem byggir á fyrrgreindum áherslum og veita öðrum innblástur. Um er að ræða upplýsingar um lykilþætti í starfsemi fyrirtækjanna sem eru utan hefðbundinna upplýsinga í ársreikningum. Þessar upplýsingar, sem stundum er nefndar ófjárhagslegar upplýsingar, geta verið lykilupplýsingar við að meta samkeppnisstöðu og framtíðarhorfur fyrirtækja. Reglur varðandi slíka upplýsingagjöf hafa þróast mjög hratt síðustu misserin. Þær byggja að verulegu leyti á löggjöf ESB og öðrum erlendum stöðlum og viðmiðum. Þessar reglur hafa að hluta til verið innleiddar í íslenska löggjöf en þeirra mun gæta enn frekar á komandi misserum. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja gera vel á þessu sviði að hafa aðgang að fyrirmyndum og hafa vettvang þar sem samfélagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja er til umræðu.“ Tómas Möller var formaður dómnefndar um val á Samfélagsskýrslu ársins 2021.Vísir/HAG
Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. 9. júní 2021 07:00 Bein útsending: Verðlaunað fyrir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021. Beint streymi verður frá athöfninni og umræðum hér á Vísi. 8. júní 2021 11:31 Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00 Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. 9. júní 2021 07:00
Bein útsending: Verðlaunað fyrir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021. Beint streymi verður frá athöfninni og umræðum hér á Vísi. 8. júní 2021 11:31
Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00
Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00
„Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00