Tækifærin í Brexit? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2021 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli ríkjanna tæki gildi. Í kjölfarið var undirritað bráðabirgðasamkomulag um óbreytt ástand meðan á samningaviðræðum stæði. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í september í fyrra. Ég viðurkenni að ég hef fylgst með framvindu þessa máls, forvitin um það hvernig ráðherra hygðist tryggja okkur betri samning en þann sem var í gildi á meðan að Bretland var hluti af Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur talað fjálglega um tvíhliða samninga og að Ísland geti náð betri samningum eitt og sér en í samfloti með öðrum Evrópuríkjum. Tímamótasamningur í höfn? Á föstudaginn dró svo til tíðinda. Samningur EFTA-ríkjanna við bresk stjórnvöld var í höfn. Samningur sem veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum. Utanríkisráðherra, sem þá stóð í ströngu í prófkjörsbaráttu í Reykjavík, var ekki lengi að stíga fram og lýsa yfir að um tímamótasamning væri að ræða sem muni marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Stórt mál vissulega, sem ráðherra kaus að tilkynna í fjölmiðlum án aðkomu utanríkismálanefndar Alþingis eða samráðs við aðra hagsmunaaðila. Hagsmunir Íslendinga í utanríkismálum mega ekki hanga saman við það hvort ráðherra standi í mikilvægu prófkjöri eða ekki. Niðurstaðan: Vöruviðskipti þau sömu Hvað kemur í ljós þegar nýi samningurinn er rýndur? Hver er niðurstaðan og afrek utanríkisráðherra? Jú, í nýjum drögum að fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands er kveðið á um innflutning á 19 tonnum af hvers konar osti, samanborið við 19 tonn í bráðabirgðasamningi. 11 tonnum af osti með verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna samanborið við 11 tonnum í bráðabirgðasamningi og 18,3 tonn af unnum kjötvörum, samanborið við 18,3 tonn í bráðabirgðasamningi. Sem sagt sama staða. En þá hlýtur tímamótsamningurinn að vera falinn í auknum útflutningstækifærum fyrir okkur Íslendinga. Skoðum málið. Jú, í samningnum er kveðið á um útflutning á 692 tonnum af lambakjöti, samanborið við 692 tonnum af lambakjöti í bráðabirgðasamningi, 329 tonnum af skyri samanborið við 329 tonnum af skyri og hvað varðar sjávarútveginn er ekkert kveðið á um fjölda tonna í samantekt um helstu þætti samningsins. En staðan virðist vera óbreytt miðað við stöðuna eins og hún var áður innan ESB. Ráðherra glataði tækifærinu Félag atvinnurekenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt fríverslunarsamninginn harðlega. Þau telja að stjórnvöld hafi þarna farið á mis við tækifæri til að auka fríverslun við búvörur og sjávarútveg. Þess má geta að 60% af vöruflutningi Íslands til Bretlands eru sjávarafurðir. Tækifærin voru ekki gripin og verðmætin sem hefði verið hægt að sækja, verða ekki til. Svör ráðherra við gagnrýninni eru á þann veg að það séu ekki margir stjórnmálamenn sem hafi unnið jafn ötullega að aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum og hann. Og að þetta hafi verið einmanaleg barátta til þessa. Það er ekki nema von, þar sem að hann virðist ekki hafa viljað eiga samráð eða samtal við hagsmunasamtök um þennan veigamikla samning. Einu hagsmunaaðilarnir sem virðast hafa fengið sæti við borð ráðherra voru Bændasamtökin. Ekki fulltrúar verslunarinnar, neytenda, sjávarútvegsins eða Samkeppniseftirlitið – hvað þá sjálft Alþingi Íslendinga. Nýtum fullveldið Allt tal utanríkisráðherra um tækifærin í Brexit standast ekki skoðun. Það sem hann hefur afrekað er að tryggja nákvæmlega sama ástand og ríkti áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Allt tal um að við sem fullvalda þjóð gætum náð betri samningum upp á eigin spýtur með tvíhliða samningum er því hjómið eitt. Þessi samningur var ágætis prófraun. En á endanum fengum við samning í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin. Við eigum að nýta fullveldið okkar til að vera þjóð meðal þjóða og eiga sæti við borðið. Utanríkisráðherra segist hafa haft þennan samning sem forgangsmál í ráðherratíð sinni. Það er ekki að sjá að það hafi skilað einhverjum sérstökum árangri. Það var nefnilega þetta með tækifærin í Brexit. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Brexit Bretland Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli ríkjanna tæki gildi. Í kjölfarið var undirritað bráðabirgðasamkomulag um óbreytt ástand meðan á samningaviðræðum stæði. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í september í fyrra. Ég viðurkenni að ég hef fylgst með framvindu þessa máls, forvitin um það hvernig ráðherra hygðist tryggja okkur betri samning en þann sem var í gildi á meðan að Bretland var hluti af Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur talað fjálglega um tvíhliða samninga og að Ísland geti náð betri samningum eitt og sér en í samfloti með öðrum Evrópuríkjum. Tímamótasamningur í höfn? Á föstudaginn dró svo til tíðinda. Samningur EFTA-ríkjanna við bresk stjórnvöld var í höfn. Samningur sem veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum. Utanríkisráðherra, sem þá stóð í ströngu í prófkjörsbaráttu í Reykjavík, var ekki lengi að stíga fram og lýsa yfir að um tímamótasamning væri að ræða sem muni marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Stórt mál vissulega, sem ráðherra kaus að tilkynna í fjölmiðlum án aðkomu utanríkismálanefndar Alþingis eða samráðs við aðra hagsmunaaðila. Hagsmunir Íslendinga í utanríkismálum mega ekki hanga saman við það hvort ráðherra standi í mikilvægu prófkjöri eða ekki. Niðurstaðan: Vöruviðskipti þau sömu Hvað kemur í ljós þegar nýi samningurinn er rýndur? Hver er niðurstaðan og afrek utanríkisráðherra? Jú, í nýjum drögum að fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands er kveðið á um innflutning á 19 tonnum af hvers konar osti, samanborið við 19 tonn í bráðabirgðasamningi. 11 tonnum af osti með verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna samanborið við 11 tonnum í bráðabirgðasamningi og 18,3 tonn af unnum kjötvörum, samanborið við 18,3 tonn í bráðabirgðasamningi. Sem sagt sama staða. En þá hlýtur tímamótsamningurinn að vera falinn í auknum útflutningstækifærum fyrir okkur Íslendinga. Skoðum málið. Jú, í samningnum er kveðið á um útflutning á 692 tonnum af lambakjöti, samanborið við 692 tonnum af lambakjöti í bráðabirgðasamningi, 329 tonnum af skyri samanborið við 329 tonnum af skyri og hvað varðar sjávarútveginn er ekkert kveðið á um fjölda tonna í samantekt um helstu þætti samningsins. En staðan virðist vera óbreytt miðað við stöðuna eins og hún var áður innan ESB. Ráðherra glataði tækifærinu Félag atvinnurekenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt fríverslunarsamninginn harðlega. Þau telja að stjórnvöld hafi þarna farið á mis við tækifæri til að auka fríverslun við búvörur og sjávarútveg. Þess má geta að 60% af vöruflutningi Íslands til Bretlands eru sjávarafurðir. Tækifærin voru ekki gripin og verðmætin sem hefði verið hægt að sækja, verða ekki til. Svör ráðherra við gagnrýninni eru á þann veg að það séu ekki margir stjórnmálamenn sem hafi unnið jafn ötullega að aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum og hann. Og að þetta hafi verið einmanaleg barátta til þessa. Það er ekki nema von, þar sem að hann virðist ekki hafa viljað eiga samráð eða samtal við hagsmunasamtök um þennan veigamikla samning. Einu hagsmunaaðilarnir sem virðast hafa fengið sæti við borð ráðherra voru Bændasamtökin. Ekki fulltrúar verslunarinnar, neytenda, sjávarútvegsins eða Samkeppniseftirlitið – hvað þá sjálft Alþingi Íslendinga. Nýtum fullveldið Allt tal utanríkisráðherra um tækifærin í Brexit standast ekki skoðun. Það sem hann hefur afrekað er að tryggja nákvæmlega sama ástand og ríkti áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Allt tal um að við sem fullvalda þjóð gætum náð betri samningum upp á eigin spýtur með tvíhliða samningum er því hjómið eitt. Þessi samningur var ágætis prófraun. En á endanum fengum við samning í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin. Við eigum að nýta fullveldið okkar til að vera þjóð meðal þjóða og eiga sæti við borðið. Utanríkisráðherra segist hafa haft þennan samning sem forgangsmál í ráðherratíð sinni. Það er ekki að sjá að það hafi skilað einhverjum sérstökum árangri. Það var nefnilega þetta með tækifærin í Brexit. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar