Félag atvinnurekenda og sérhagsmunagæsla félagsins Erna Bjarnadóttir skrifar 10. júní 2021 12:30 Í gær, miðvikudaginn 9. júní sl., birti framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) svar sitt við fyrri grein minni þar sem hann framkvæmir eigin úttekt á meintri innanhússrannsókn minni. Framkvæmdastjóri FA verður nú ekki sakaður um að greina hismið frá kjarnanum í þessari grein sinni. Umrædd grein er full af aukaatriðum og fjallar á engan hátt um kjarna málsins, að mínu mati. Í þessari grein verður fjallað um hismið í umfjöllun framkvæmdastjóra FA auk þess sem vikið verður að kjarna málsins. Um hismið – dagsetning fréttatilkynningar FA Í fyrri grein minni var tiltekið, með vísan til fullyrðinga í fréttatilkynningu FA um gerð fríverslunarsamningsins við Bretland, að ljóst mætti vera að FA hefði fengið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli í samningaviðræðunum. Af tilkynningunni mátti ráða að FA hafi vitað nokkuð nákvæmlega hvað samninganefnd Bretlands bauð í samningaviðræðunum. Vekur þetta furðu enda eru samningaviðræður um fríverslun milli tveggja ríkja venjulega bundnar trúnaði. Aðalatriðið í svari framkvæmdastjóra FA hvað þetta atriði varðar eru vangaveltur hans hvenær fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins og bendir framkvæmdastjórinn hróðugur á að fréttatilkynningin hafi birst eftir að fréttir bárust um gerð fríverslunarsamningsins. Nú er rétt að spyrja: Hvaða máli skiptir þetta? Svarið er: Þetta skiptir engu máli. Hver nennir að lesa grein um það á hvaða degi fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins? Aldrei var það gert að umtalsefni í fyrri grein minni hvenær upplýsingar bárust FA heldur var aðalatriði málsins að FA hafði móttekið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli. Það eru allavega meiri upplýsingar en hagsmunaðilar í landbúnaði hafa móttekið, að ekki sé minnst á utanríkismálanefnd Alþingis. Þetta verður að kanna sérstaklega enda verður að telja af þessu ljóst að ekki sitja aðrir hagsmunaðilar við sama borð og FA. Um kjarna málsins – sérhagsmunagæsla FA En hver er þá kjarni málsins? Kjarni málsins er brotakenndur málflutningur FA um fríverslun og sá (mis)skilningur félagsins að það tali fyrir almannahagsmunum. Nægir að vísa til fyrrnefndrar fréttatilkynningar FA sem endar með tilvísun til „vinda fríverslunar og samkeppni“. Þetta eru öfugmæli hvað FA varðar. FA er félag sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, en þeir hagsmunir eru ofsinnis sérhagsmunir eins og sést á valkvæðri frelsisást FA í málefnum fríverslunar. Áhersla FA á fríverslun og samkeppni er brotakennd og tekur einatt mið af hagsmunum félagsmanna FA, en ekki hagsmunum íslensks samfélags. Hér nægir að vísa til umsagnar FA um frumvarp dómsmálaráðherra um að heimilað verði að starfrækja hér á landi netverslanir með áfengi. Tilgangur frumvarpsins er að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendrar verslunar með því að heimila innlenda vefverslun með áfengi. Nú er höfundur þessarar greinar ekki að taka afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra, heldur er hér einungis bent á að ef FA ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér í baráttu félagsins fyrir „vindum fríverslunar og samkeppni“ þá ætti FA að styðja frumvarpið. Það gerir FA hins vegar ekki. Í umsögn FA um þetta frumvarp frá 20. febrúar 2020 kemur fram að félagið styðji markmið frumvarpsins, enda beiti „félagið sér fyrir frelsi og jafnræði í viðskiptum“, en hins vegar sé mörgum spurningum „ósvarað“, ekki síst þar sem frumvarpið muni hafa „víðtæk áhrif á rekstur ÁTVR“. Er gengið svo langt að í umsögn FA er slegið upp fyrirsögninni: „Hvað verður um ÁTVR?“ Svo mörg voru þau orð; FA, kyndilberi frelsis og fríverslunar, hefur áhyggjur af rekstri ÁTVR, einkasölu ríkisins á áfengi. Af hverju er það? Getur það tengst því að það þjónar ekki hagsmunum félagsmanna FA að auka frelsi og taka upp vefverslun með áfengi og að hagsmunagæsla FA markist af því? Almannahagsmunir eru víðtækir Höfundur þessarar greinar telur að löngu sé tímabært að hætt verði að koma fram við FA eins og félagið sé talsmaður almannahagsmuna. Hið rétta er að FA stendur fyrir sérhagsmuni, einkum innflutningsfyrirtækja. Málflutningur FA um óheftan innflutning erlendra vara er í andstöðu við opinbera stefnu stjórnvalda í mörgum skilningi. Í málflutningi FA er t.d. ekkert tillit tekið til matvælaöryggis, þjóðaröryggis, heilbrigðisreglna, landbúnaðarstefnu, byggðastefnu o.m.fl. Þessu er til dæmis kyrfilega til haga haldið í fundaferð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um landið þessa dagana þar sem kynnt er umræðuskjal um mótun framtíðarstefnu fyrir landbúnað. Í huga þeirrar sem þetta ritar er mál að linni. Almannahagsmunir í víðu samhengi verða að ráða í málefnum landbúnaðar og mótun stefnu í milliríkjaviðskiptum Íslands. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Í gær, miðvikudaginn 9. júní sl., birti framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) svar sitt við fyrri grein minni þar sem hann framkvæmir eigin úttekt á meintri innanhússrannsókn minni. Framkvæmdastjóri FA verður nú ekki sakaður um að greina hismið frá kjarnanum í þessari grein sinni. Umrædd grein er full af aukaatriðum og fjallar á engan hátt um kjarna málsins, að mínu mati. Í þessari grein verður fjallað um hismið í umfjöllun framkvæmdastjóra FA auk þess sem vikið verður að kjarna málsins. Um hismið – dagsetning fréttatilkynningar FA Í fyrri grein minni var tiltekið, með vísan til fullyrðinga í fréttatilkynningu FA um gerð fríverslunarsamningsins við Bretland, að ljóst mætti vera að FA hefði fengið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli í samningaviðræðunum. Af tilkynningunni mátti ráða að FA hafi vitað nokkuð nákvæmlega hvað samninganefnd Bretlands bauð í samningaviðræðunum. Vekur þetta furðu enda eru samningaviðræður um fríverslun milli tveggja ríkja venjulega bundnar trúnaði. Aðalatriðið í svari framkvæmdastjóra FA hvað þetta atriði varðar eru vangaveltur hans hvenær fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins og bendir framkvæmdastjórinn hróðugur á að fréttatilkynningin hafi birst eftir að fréttir bárust um gerð fríverslunarsamningsins. Nú er rétt að spyrja: Hvaða máli skiptir þetta? Svarið er: Þetta skiptir engu máli. Hver nennir að lesa grein um það á hvaða degi fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins? Aldrei var það gert að umtalsefni í fyrri grein minni hvenær upplýsingar bárust FA heldur var aðalatriði málsins að FA hafði móttekið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli. Það eru allavega meiri upplýsingar en hagsmunaðilar í landbúnaði hafa móttekið, að ekki sé minnst á utanríkismálanefnd Alþingis. Þetta verður að kanna sérstaklega enda verður að telja af þessu ljóst að ekki sitja aðrir hagsmunaðilar við sama borð og FA. Um kjarna málsins – sérhagsmunagæsla FA En hver er þá kjarni málsins? Kjarni málsins er brotakenndur málflutningur FA um fríverslun og sá (mis)skilningur félagsins að það tali fyrir almannahagsmunum. Nægir að vísa til fyrrnefndrar fréttatilkynningar FA sem endar með tilvísun til „vinda fríverslunar og samkeppni“. Þetta eru öfugmæli hvað FA varðar. FA er félag sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, en þeir hagsmunir eru ofsinnis sérhagsmunir eins og sést á valkvæðri frelsisást FA í málefnum fríverslunar. Áhersla FA á fríverslun og samkeppni er brotakennd og tekur einatt mið af hagsmunum félagsmanna FA, en ekki hagsmunum íslensks samfélags. Hér nægir að vísa til umsagnar FA um frumvarp dómsmálaráðherra um að heimilað verði að starfrækja hér á landi netverslanir með áfengi. Tilgangur frumvarpsins er að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendrar verslunar með því að heimila innlenda vefverslun með áfengi. Nú er höfundur þessarar greinar ekki að taka afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra, heldur er hér einungis bent á að ef FA ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér í baráttu félagsins fyrir „vindum fríverslunar og samkeppni“ þá ætti FA að styðja frumvarpið. Það gerir FA hins vegar ekki. Í umsögn FA um þetta frumvarp frá 20. febrúar 2020 kemur fram að félagið styðji markmið frumvarpsins, enda beiti „félagið sér fyrir frelsi og jafnræði í viðskiptum“, en hins vegar sé mörgum spurningum „ósvarað“, ekki síst þar sem frumvarpið muni hafa „víðtæk áhrif á rekstur ÁTVR“. Er gengið svo langt að í umsögn FA er slegið upp fyrirsögninni: „Hvað verður um ÁTVR?“ Svo mörg voru þau orð; FA, kyndilberi frelsis og fríverslunar, hefur áhyggjur af rekstri ÁTVR, einkasölu ríkisins á áfengi. Af hverju er það? Getur það tengst því að það þjónar ekki hagsmunum félagsmanna FA að auka frelsi og taka upp vefverslun með áfengi og að hagsmunagæsla FA markist af því? Almannahagsmunir eru víðtækir Höfundur þessarar greinar telur að löngu sé tímabært að hætt verði að koma fram við FA eins og félagið sé talsmaður almannahagsmuna. Hið rétta er að FA stendur fyrir sérhagsmuni, einkum innflutningsfyrirtækja. Málflutningur FA um óheftan innflutning erlendra vara er í andstöðu við opinbera stefnu stjórnvalda í mörgum skilningi. Í málflutningi FA er t.d. ekkert tillit tekið til matvælaöryggis, þjóðaröryggis, heilbrigðisreglna, landbúnaðarstefnu, byggðastefnu o.m.fl. Þessu er til dæmis kyrfilega til haga haldið í fundaferð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um landið þessa dagana þar sem kynnt er umræðuskjal um mótun framtíðarstefnu fyrir landbúnað. Í huga þeirrar sem þetta ritar er mál að linni. Almannahagsmunir í víðu samhengi verða að ráða í málefnum landbúnaðar og mótun stefnu í milliríkjaviðskiptum Íslands. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar