Félag atvinnurekenda og sérhagsmunagæsla félagsins Erna Bjarnadóttir skrifar 10. júní 2021 12:30 Í gær, miðvikudaginn 9. júní sl., birti framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) svar sitt við fyrri grein minni þar sem hann framkvæmir eigin úttekt á meintri innanhússrannsókn minni. Framkvæmdastjóri FA verður nú ekki sakaður um að greina hismið frá kjarnanum í þessari grein sinni. Umrædd grein er full af aukaatriðum og fjallar á engan hátt um kjarna málsins, að mínu mati. Í þessari grein verður fjallað um hismið í umfjöllun framkvæmdastjóra FA auk þess sem vikið verður að kjarna málsins. Um hismið – dagsetning fréttatilkynningar FA Í fyrri grein minni var tiltekið, með vísan til fullyrðinga í fréttatilkynningu FA um gerð fríverslunarsamningsins við Bretland, að ljóst mætti vera að FA hefði fengið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli í samningaviðræðunum. Af tilkynningunni mátti ráða að FA hafi vitað nokkuð nákvæmlega hvað samninganefnd Bretlands bauð í samningaviðræðunum. Vekur þetta furðu enda eru samningaviðræður um fríverslun milli tveggja ríkja venjulega bundnar trúnaði. Aðalatriðið í svari framkvæmdastjóra FA hvað þetta atriði varðar eru vangaveltur hans hvenær fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins og bendir framkvæmdastjórinn hróðugur á að fréttatilkynningin hafi birst eftir að fréttir bárust um gerð fríverslunarsamningsins. Nú er rétt að spyrja: Hvaða máli skiptir þetta? Svarið er: Þetta skiptir engu máli. Hver nennir að lesa grein um það á hvaða degi fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins? Aldrei var það gert að umtalsefni í fyrri grein minni hvenær upplýsingar bárust FA heldur var aðalatriði málsins að FA hafði móttekið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli. Það eru allavega meiri upplýsingar en hagsmunaðilar í landbúnaði hafa móttekið, að ekki sé minnst á utanríkismálanefnd Alþingis. Þetta verður að kanna sérstaklega enda verður að telja af þessu ljóst að ekki sitja aðrir hagsmunaðilar við sama borð og FA. Um kjarna málsins – sérhagsmunagæsla FA En hver er þá kjarni málsins? Kjarni málsins er brotakenndur málflutningur FA um fríverslun og sá (mis)skilningur félagsins að það tali fyrir almannahagsmunum. Nægir að vísa til fyrrnefndrar fréttatilkynningar FA sem endar með tilvísun til „vinda fríverslunar og samkeppni“. Þetta eru öfugmæli hvað FA varðar. FA er félag sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, en þeir hagsmunir eru ofsinnis sérhagsmunir eins og sést á valkvæðri frelsisást FA í málefnum fríverslunar. Áhersla FA á fríverslun og samkeppni er brotakennd og tekur einatt mið af hagsmunum félagsmanna FA, en ekki hagsmunum íslensks samfélags. Hér nægir að vísa til umsagnar FA um frumvarp dómsmálaráðherra um að heimilað verði að starfrækja hér á landi netverslanir með áfengi. Tilgangur frumvarpsins er að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendrar verslunar með því að heimila innlenda vefverslun með áfengi. Nú er höfundur þessarar greinar ekki að taka afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra, heldur er hér einungis bent á að ef FA ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér í baráttu félagsins fyrir „vindum fríverslunar og samkeppni“ þá ætti FA að styðja frumvarpið. Það gerir FA hins vegar ekki. Í umsögn FA um þetta frumvarp frá 20. febrúar 2020 kemur fram að félagið styðji markmið frumvarpsins, enda beiti „félagið sér fyrir frelsi og jafnræði í viðskiptum“, en hins vegar sé mörgum spurningum „ósvarað“, ekki síst þar sem frumvarpið muni hafa „víðtæk áhrif á rekstur ÁTVR“. Er gengið svo langt að í umsögn FA er slegið upp fyrirsögninni: „Hvað verður um ÁTVR?“ Svo mörg voru þau orð; FA, kyndilberi frelsis og fríverslunar, hefur áhyggjur af rekstri ÁTVR, einkasölu ríkisins á áfengi. Af hverju er það? Getur það tengst því að það þjónar ekki hagsmunum félagsmanna FA að auka frelsi og taka upp vefverslun með áfengi og að hagsmunagæsla FA markist af því? Almannahagsmunir eru víðtækir Höfundur þessarar greinar telur að löngu sé tímabært að hætt verði að koma fram við FA eins og félagið sé talsmaður almannahagsmuna. Hið rétta er að FA stendur fyrir sérhagsmuni, einkum innflutningsfyrirtækja. Málflutningur FA um óheftan innflutning erlendra vara er í andstöðu við opinbera stefnu stjórnvalda í mörgum skilningi. Í málflutningi FA er t.d. ekkert tillit tekið til matvælaöryggis, þjóðaröryggis, heilbrigðisreglna, landbúnaðarstefnu, byggðastefnu o.m.fl. Þessu er til dæmis kyrfilega til haga haldið í fundaferð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um landið þessa dagana þar sem kynnt er umræðuskjal um mótun framtíðarstefnu fyrir landbúnað. Í huga þeirrar sem þetta ritar er mál að linni. Almannahagsmunir í víðu samhengi verða að ráða í málefnum landbúnaðar og mótun stefnu í milliríkjaviðskiptum Íslands. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í gær, miðvikudaginn 9. júní sl., birti framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) svar sitt við fyrri grein minni þar sem hann framkvæmir eigin úttekt á meintri innanhússrannsókn minni. Framkvæmdastjóri FA verður nú ekki sakaður um að greina hismið frá kjarnanum í þessari grein sinni. Umrædd grein er full af aukaatriðum og fjallar á engan hátt um kjarna málsins, að mínu mati. Í þessari grein verður fjallað um hismið í umfjöllun framkvæmdastjóra FA auk þess sem vikið verður að kjarna málsins. Um hismið – dagsetning fréttatilkynningar FA Í fyrri grein minni var tiltekið, með vísan til fullyrðinga í fréttatilkynningu FA um gerð fríverslunarsamningsins við Bretland, að ljóst mætti vera að FA hefði fengið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli í samningaviðræðunum. Af tilkynningunni mátti ráða að FA hafi vitað nokkuð nákvæmlega hvað samninganefnd Bretlands bauð í samningaviðræðunum. Vekur þetta furðu enda eru samningaviðræður um fríverslun milli tveggja ríkja venjulega bundnar trúnaði. Aðalatriðið í svari framkvæmdastjóra FA hvað þetta atriði varðar eru vangaveltur hans hvenær fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins og bendir framkvæmdastjórinn hróðugur á að fréttatilkynningin hafi birst eftir að fréttir bárust um gerð fríverslunarsamningsins. Nú er rétt að spyrja: Hvaða máli skiptir þetta? Svarið er: Þetta skiptir engu máli. Hver nennir að lesa grein um það á hvaða degi fréttatilkynning FA birtist á heimasíðu félagsins? Aldrei var það gert að umtalsefni í fyrri grein minni hvenær upplýsingar bárust FA heldur var aðalatriði málsins að FA hafði móttekið upplýsingar um það hvað samninganefndum Íslands og Bretlands fór á milli. Það eru allavega meiri upplýsingar en hagsmunaðilar í landbúnaði hafa móttekið, að ekki sé minnst á utanríkismálanefnd Alþingis. Þetta verður að kanna sérstaklega enda verður að telja af þessu ljóst að ekki sitja aðrir hagsmunaðilar við sama borð og FA. Um kjarna málsins – sérhagsmunagæsla FA En hver er þá kjarni málsins? Kjarni málsins er brotakenndur málflutningur FA um fríverslun og sá (mis)skilningur félagsins að það tali fyrir almannahagsmunum. Nægir að vísa til fyrrnefndrar fréttatilkynningar FA sem endar með tilvísun til „vinda fríverslunar og samkeppni“. Þetta eru öfugmæli hvað FA varðar. FA er félag sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, en þeir hagsmunir eru ofsinnis sérhagsmunir eins og sést á valkvæðri frelsisást FA í málefnum fríverslunar. Áhersla FA á fríverslun og samkeppni er brotakennd og tekur einatt mið af hagsmunum félagsmanna FA, en ekki hagsmunum íslensks samfélags. Hér nægir að vísa til umsagnar FA um frumvarp dómsmálaráðherra um að heimilað verði að starfrækja hér á landi netverslanir með áfengi. Tilgangur frumvarpsins er að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendrar verslunar með því að heimila innlenda vefverslun með áfengi. Nú er höfundur þessarar greinar ekki að taka afstöðu til frumvarps dómsmálaráðherra, heldur er hér einungis bent á að ef FA ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér í baráttu félagsins fyrir „vindum fríverslunar og samkeppni“ þá ætti FA að styðja frumvarpið. Það gerir FA hins vegar ekki. Í umsögn FA um þetta frumvarp frá 20. febrúar 2020 kemur fram að félagið styðji markmið frumvarpsins, enda beiti „félagið sér fyrir frelsi og jafnræði í viðskiptum“, en hins vegar sé mörgum spurningum „ósvarað“, ekki síst þar sem frumvarpið muni hafa „víðtæk áhrif á rekstur ÁTVR“. Er gengið svo langt að í umsögn FA er slegið upp fyrirsögninni: „Hvað verður um ÁTVR?“ Svo mörg voru þau orð; FA, kyndilberi frelsis og fríverslunar, hefur áhyggjur af rekstri ÁTVR, einkasölu ríkisins á áfengi. Af hverju er það? Getur það tengst því að það þjónar ekki hagsmunum félagsmanna FA að auka frelsi og taka upp vefverslun með áfengi og að hagsmunagæsla FA markist af því? Almannahagsmunir eru víðtækir Höfundur þessarar greinar telur að löngu sé tímabært að hætt verði að koma fram við FA eins og félagið sé talsmaður almannahagsmuna. Hið rétta er að FA stendur fyrir sérhagsmuni, einkum innflutningsfyrirtækja. Málflutningur FA um óheftan innflutning erlendra vara er í andstöðu við opinbera stefnu stjórnvalda í mörgum skilningi. Í málflutningi FA er t.d. ekkert tillit tekið til matvælaöryggis, þjóðaröryggis, heilbrigðisreglna, landbúnaðarstefnu, byggðastefnu o.m.fl. Þessu er til dæmis kyrfilega til haga haldið í fundaferð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um landið þessa dagana þar sem kynnt er umræðuskjal um mótun framtíðarstefnu fyrir landbúnað. Í huga þeirrar sem þetta ritar er mál að linni. Almannahagsmunir í víðu samhengi verða að ráða í málefnum landbúnaðar og mótun stefnu í milliríkjaviðskiptum Íslands. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar