Öll þrjú liðin eiga það sameiginlegt að taka þátt í Evrópukeppnum á vegum UEFA síðar í sumar og því ekki seinna vænna en að tryggja öryggi liðanna þegar kemur að því að ferðast út fyrir landsteinana.
Athygli vekur að Stjarnan, fjórða liðið úr Pepsi Max deild karla sem tekur þátt í Evrópukeppni í sumar, virðist ekki hafa fengið bólusetningu á sama tíma og hin þrjú liðin.
Þá vekur einnig athygli að liðin fóru öll í bólusetningu aðeins tveimur dögum fyrir leiki í Pepsi Max deildinni en alls fara þrír leikir fram á morgun, laugardag.
Ástæðan fyrir því að þetta þykir athyglisvert er sú að fólk á það til að vera slappt í 1-2 daga eftir bólusetningar af þessu tagi. Stóra spurningin er því hvort þetta muni hafa áhrif á leiki liðanna á morgun.
- Klukkan 14.00 tekur Breiðablik á móti Fylki. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð2.is.
- Klukkan 17.00 mætast Víkingur og FH. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
- Klukkan 17.00 er einnig leikur Stjörnunnar og Vals á dagskrá. Hann verður sýndur beint á Stöð2.is.