Hvenær máttu bjóða þig fram? Elín Anna Gísladóttir skrifar 11. júní 2021 07:31 Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar landsins í óða önn að undirbúa framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar og sitt sýnist hverjum um ágæti þess fólks sem er í framboði. Í Bítinu á Bylgjunni í vikunni var viðtal við unga konu sem býður sig fram í prófkjöri og hún spurð hvort að það gengi fyrir hana að fara í framboð, því hún væri með ung börn á framfæri. Ókei, ha? Við skulum stoppa aðeins þarna. Við þessa spurningu var mér strax hugsað til þess hvort að karlkyns frambjóðandi á sama aldri yrði spurður að því sama. Ég hugsa ekki. Annar frambjóðandi á lista sagði í öðru útvarpsviðtali að enginn ætti að fara í framboð fyrr en viðkomandi væri orðinn fjárhagslega sjálfstæður. Þess vegna væri hann í framboði núna. Hvað felst í því að vera fjárhagslega sjálfstæður er spurning sem ég hefði viljað fá svar við frá viðkomandi frambjóðanda. Og enn annar frambjóðandi sagði í viðtali í fjölmiðlum að nú væru börnin orðin svo stór að tækifæri gæfist til þess að bjóða sig fram. Allar þessar athugasemdir fá mig til þess að hugsa hvort það séu fleiri atriði sem fólk telji að séu ekki ásættanleg fyrir frambjóðanda. Ef tekið er mið af þessum ákveðnu athugasemdum þá virðast reglurnar vera eftirfarandi: Ekki eiga of ung börn (ef þú ert kona allavega) Ekki skulda neitt Ekki vera ung manneskja Og svo veltum við fyrir okkur af hverju það sé gjá á milli þings og þjóðar? Af hverju ungt fólk mætir ekki á kjörstað? Sem betur fer þá hugsa ekki allir svona. Það er bráðnauðsynlegt að þingið endurspegli samfélagið og samfélagið okkar er, sem betur fer, fullt af ungu fólki sem á fullt erindi á þing. Viðreisn er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með mikið af ungum frambjóðendum á sínum listum fyrir þingkosningarnar í haust. Ungliðahreyfingin er einnig hluti af þeim hópi sem kom að því að stofna flokkinn (hún var meira að segja stofnuð á undan sjálfum flokknum) og hefur sterka rödd inn í þau mál sem flokkurinn setur fram. Við treystum ungu fólki til ábyrgðar - hvað með þig? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar landsins í óða önn að undirbúa framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar og sitt sýnist hverjum um ágæti þess fólks sem er í framboði. Í Bítinu á Bylgjunni í vikunni var viðtal við unga konu sem býður sig fram í prófkjöri og hún spurð hvort að það gengi fyrir hana að fara í framboð, því hún væri með ung börn á framfæri. Ókei, ha? Við skulum stoppa aðeins þarna. Við þessa spurningu var mér strax hugsað til þess hvort að karlkyns frambjóðandi á sama aldri yrði spurður að því sama. Ég hugsa ekki. Annar frambjóðandi á lista sagði í öðru útvarpsviðtali að enginn ætti að fara í framboð fyrr en viðkomandi væri orðinn fjárhagslega sjálfstæður. Þess vegna væri hann í framboði núna. Hvað felst í því að vera fjárhagslega sjálfstæður er spurning sem ég hefði viljað fá svar við frá viðkomandi frambjóðanda. Og enn annar frambjóðandi sagði í viðtali í fjölmiðlum að nú væru börnin orðin svo stór að tækifæri gæfist til þess að bjóða sig fram. Allar þessar athugasemdir fá mig til þess að hugsa hvort það séu fleiri atriði sem fólk telji að séu ekki ásættanleg fyrir frambjóðanda. Ef tekið er mið af þessum ákveðnu athugasemdum þá virðast reglurnar vera eftirfarandi: Ekki eiga of ung börn (ef þú ert kona allavega) Ekki skulda neitt Ekki vera ung manneskja Og svo veltum við fyrir okkur af hverju það sé gjá á milli þings og þjóðar? Af hverju ungt fólk mætir ekki á kjörstað? Sem betur fer þá hugsa ekki allir svona. Það er bráðnauðsynlegt að þingið endurspegli samfélagið og samfélagið okkar er, sem betur fer, fullt af ungu fólki sem á fullt erindi á þing. Viðreisn er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með mikið af ungum frambjóðendum á sínum listum fyrir þingkosningarnar í haust. Ungliðahreyfingin er einnig hluti af þeim hópi sem kom að því að stofna flokkinn (hún var meira að segja stofnuð á undan sjálfum flokknum) og hefur sterka rödd inn í þau mál sem flokkurinn setur fram. Við treystum ungu fólki til ábyrgðar - hvað með þig? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun