Vestri einum sigri frá Dominos og gömlu þjálfararnir hjálpa til bak við tjöldin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 11:32 Hilmir Hallgrímsson er ungur uppalinn leikmaður hjá Vestra sem er í stóru hlutverki hjá liðinu. Instagram/@vestrikarfa Vestri er 2-1 yfir í úrslitaeinvígi 1. deildar karla í körfubolta og þarf því bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í Domino's deildinni eftir sjö ára fjarveru. Ísfirðingar hafa unnið tvo síðustu leiki þar á meðal tólf stiga sigur í fyrri leik liðanna á Jakanum á Ísafirði, 89-77. Vestramenn eru á heimavelli í kvöld og því í dauðafæri á að tryggja Vestfjörðum aftur lið í efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er búist við mikilli stemmningu í Jakanum á Torfnesi. Vestri endaði í 4. sæti í deildinni en er búin að senda Fjölni og Skallagrím í sumarfrí í úrslitakeppninni. Vestri vann tvö fyrstu einvígin 2-0 og 3-0 sem þýðir að liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Ko rfuknattleiksdeild Vestra (@vestrikarfa) Hinn 33 ára gamli Nemanja Knezevic er í aðalhlutverki hjá liðinu en hann er með 16,5 stig og 17,8 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Knezevic er á sínu fjórða tímabili með liðinu. Tvíburarnir Hugi og Hilmir Hallgrímsson eru á fullu í tveimur úrslitakeppnum á sama tíma en þeir skiptu yfir í Stjörnuna fyrir þetta tímabil. KFÍ fékk sína stráka til að spila með þeim á venslasamningi í 1. deildinni en þeir eru líka í hóp hjá Garðabæjarliðinu í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar. Saman voru þeir með 24 stig í síðasta leik, Hlmar skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar en Hugi var með 14 stig, 5 fráköst og 2 varin skot. Strákarnir eru fæddir árið 2002 og er því enn bara nítján ára gamlir. Vestramenn eru að auglýsa leikinn í kvöld og þar kom fram mjög skemmtileg staðreynd frá undirbúningi fyrsta heimaleiks liðsins í úrslitaeinvíginu. Fjórir fyrrum þjálfarar meistaraflokks Vestra/KFÍ lögðu hönd á plóg við umgjörð síðasta heimaleiks. Guðni Guðnason skrifaði leikskýrslu, Birgir Örn Birgisson grillaði hamborgara af stakri prýði og þeir Baldur Ingi Jónasson og Yngvi Páll Gunnlaugsson tóku til hendinni í uppsetningu og frágangi. Pétur Már Sigurðsson er núverandi þjálfari Vestramanna en hann er annar leikjahæsti maður félagsins í úrvalsdeild á eftir Baldri Inga. Pétur Már spilaði 112 leiki með KFÍ í úrvalsdeildinni á sínum tíma en hann var á Ísafirði í sex tímabil. Dominos-deild karla Vestri Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Ísfirðingar hafa unnið tvo síðustu leiki þar á meðal tólf stiga sigur í fyrri leik liðanna á Jakanum á Ísafirði, 89-77. Vestramenn eru á heimavelli í kvöld og því í dauðafæri á að tryggja Vestfjörðum aftur lið í efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er búist við mikilli stemmningu í Jakanum á Torfnesi. Vestri endaði í 4. sæti í deildinni en er búin að senda Fjölni og Skallagrím í sumarfrí í úrslitakeppninni. Vestri vann tvö fyrstu einvígin 2-0 og 3-0 sem þýðir að liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Ko rfuknattleiksdeild Vestra (@vestrikarfa) Hinn 33 ára gamli Nemanja Knezevic er í aðalhlutverki hjá liðinu en hann er með 16,5 stig og 17,8 fráköst að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Knezevic er á sínu fjórða tímabili með liðinu. Tvíburarnir Hugi og Hilmir Hallgrímsson eru á fullu í tveimur úrslitakeppnum á sama tíma en þeir skiptu yfir í Stjörnuna fyrir þetta tímabil. KFÍ fékk sína stráka til að spila með þeim á venslasamningi í 1. deildinni en þeir eru líka í hóp hjá Garðabæjarliðinu í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar. Saman voru þeir með 24 stig í síðasta leik, Hlmar skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar en Hugi var með 14 stig, 5 fráköst og 2 varin skot. Strákarnir eru fæddir árið 2002 og er því enn bara nítján ára gamlir. Vestramenn eru að auglýsa leikinn í kvöld og þar kom fram mjög skemmtileg staðreynd frá undirbúningi fyrsta heimaleiks liðsins í úrslitaeinvíginu. Fjórir fyrrum þjálfarar meistaraflokks Vestra/KFÍ lögðu hönd á plóg við umgjörð síðasta heimaleiks. Guðni Guðnason skrifaði leikskýrslu, Birgir Örn Birgisson grillaði hamborgara af stakri prýði og þeir Baldur Ingi Jónasson og Yngvi Páll Gunnlaugsson tóku til hendinni í uppsetningu og frágangi. Pétur Már Sigurðsson er núverandi þjálfari Vestramanna en hann er annar leikjahæsti maður félagsins í úrvalsdeild á eftir Baldri Inga. Pétur Már spilaði 112 leiki með KFÍ í úrvalsdeildinni á sínum tíma en hann var á Ísafirði í sex tímabil.
Dominos-deild karla Vestri Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira