„Við erum komin með gott hjarðónæmi“ Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2021 08:41 Þórólfur Guðnason skilaði tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær. Vísir/Vilhelm „Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að hann myndi gjarnan vilja sjá 60 til 70 prósent þátttöku í bólusetningum í yngsta hópnum, en að það muni nást á næstu tveimur vikum eða svo. Hann segir stöðuna í samfélaginu núna vera mjög góða, þar sem lítið sem ekkert sé að greinast. „Ef við skoðum síðustu vikuna þá hafa verið níu sem hafa greinst hér innanlands og allir í sóttkví. Tiltölulega fáir á landamærunum svo þetta er í góðum málum.“ Hann segir að sömuleiðis gangi vel með bólusetningarnar. „Við sjáum að þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, þar eru langt yfir níutíu prósent, 95 prósent, sem eru búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, og mjög margir fullbólusettir. Svo er hlutfallið heldur lægra hjá þeim yngri, eðlilega, enda höfum við lagt áherslu á hinn hópinn. En undri fjörutíu ára, þá eru um fjörutíu prósent sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það er verið að auka í það, þannig að þetta lítur mjög vel út finnst mér.“ Skilaði tveimur minnisblöðum í gær Þórólfur segir að hann hafi skilað tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær – eitt varðandi takmarkanir innanlands og annað fyrir landamærin. Hann vildi þó ekki segja sérstaklega frá því hvað komi þar fram, en þau verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar á eftir. „Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur hægt en örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið bakslag í þennan yngri aldurshóp. Bæði höfum við fengið að sjá þetta indverska afbrigði, eða Delta-afbrigði eins og það heitir núna. Það er aukning í útbreiðslu í Bretlandi til dæmis á smitum af völdum þessa afbrigðis og hjá yngra fólki. Við viljum bara ekki sjá það gerast hér þegar við erum að komast yfir marklínuna. Við viljum ekki reka tærnar í og detta.“ Hann segist vera mjög glaður með að svo virðist sem að ekki hafi komið upp smit í tengslum við allar útskriftarveislurnar sem hafa verið síðustu vikurnar. Þá segist hann ekki skilja umræðuna um sérstaklega miklar aukaverkanir af bóluefni Janssen. Janssen sé gott bóluefni, líkt og hin sem í notkun er. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Þórólfur segir að hann myndi gjarnan vilja sjá 60 til 70 prósent þátttöku í bólusetningum í yngsta hópnum, en að það muni nást á næstu tveimur vikum eða svo. Hann segir stöðuna í samfélaginu núna vera mjög góða, þar sem lítið sem ekkert sé að greinast. „Ef við skoðum síðustu vikuna þá hafa verið níu sem hafa greinst hér innanlands og allir í sóttkví. Tiltölulega fáir á landamærunum svo þetta er í góðum málum.“ Hann segir að sömuleiðis gangi vel með bólusetningarnar. „Við sjáum að þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, þar eru langt yfir níutíu prósent, 95 prósent, sem eru búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, og mjög margir fullbólusettir. Svo er hlutfallið heldur lægra hjá þeim yngri, eðlilega, enda höfum við lagt áherslu á hinn hópinn. En undri fjörutíu ára, þá eru um fjörutíu prósent sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það er verið að auka í það, þannig að þetta lítur mjög vel út finnst mér.“ Skilaði tveimur minnisblöðum í gær Þórólfur segir að hann hafi skilað tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær – eitt varðandi takmarkanir innanlands og annað fyrir landamærin. Hann vildi þó ekki segja sérstaklega frá því hvað komi þar fram, en þau verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar á eftir. „Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur hægt en örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið bakslag í þennan yngri aldurshóp. Bæði höfum við fengið að sjá þetta indverska afbrigði, eða Delta-afbrigði eins og það heitir núna. Það er aukning í útbreiðslu í Bretlandi til dæmis á smitum af völdum þessa afbrigðis og hjá yngra fólki. Við viljum bara ekki sjá það gerast hér þegar við erum að komast yfir marklínuna. Við viljum ekki reka tærnar í og detta.“ Hann segist vera mjög glaður með að svo virðist sem að ekki hafi komið upp smit í tengslum við allar útskriftarveislurnar sem hafa verið síðustu vikurnar. Þá segist hann ekki skilja umræðuna um sérstaklega miklar aukaverkanir af bóluefni Janssen. Janssen sé gott bóluefni, líkt og hin sem í notkun er. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira