Arðvæðing óheillaspor Drífa Snædal skrifar 11. júní 2021 14:11 Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar. Til að grafa dýpra í þessa umræðu blésu ASÍ og BSRB til fundar með prófessor Szebehely sem hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu í öldrunarþjónustu í þrjá áratugi. Á fundinum kom fram að almenningur í Svíþjóð hefur ítrekað lýst vilja sínum til að öldrunarþjónusta sé á hendi hins opinbera og það á einnig við hér á landi. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn freistast til að bjóða þessa þjónustu út oft í nafni hagræðingar en með alvarlegum afleiðingum. Þannig er gjá á milli stjórnmálanna og almennings. Hin pólitíska breyting átti sér stað á frjálshyggjutímabilinu upp úr 1990 þegar hætt var að líta á almenning sem borgara sem hefðu ákveðin réttindi og farið að líta á fólk sem viðskiptavini. Þá var líka horfið frá þeirri hugmyndafræði að allir hefðu aðgang að sömu góðu þjónustunni og jafnræði ætti að ríkja gagnvart borgurunum. Farið var að líta svo á að þau sem hefðu efni á gætu keypt sig fram fyrir raðir og keypt auka þjónustu. Það varð til þess að grunnþjónustan skertist og misræmi varð í þjónustunni eftir tekjum borgaranna. Þar með var sniðgengin hugmyndafræðin sem norrænu velferðarkerfin byggja á. Hér á landi sjáum við sterka tilhneigingu til að arðvæða þjónustuna, að einkafyrirtæki bjóði í þjónustuna af því þau telja sig geta rekið hana á hagkvæmari hátt en hið opinbera. Reynslan hefur ítrekað sýnt okkur að hagkvæmnin næst í gegnum lægri laun, „auðveldari“ skjólstæðinga, verr menntað starfsfólk, jafnvel þjónustuskerðingu, lakari aðbúnað og undirmönnun. Enda sýnir það sig að í þeim löndum sem hafa sett skýrar kröfur um gæði og mönnun hjúkrunarheimila líkt og í Noregi, sjá einkafyrirtæki sér ekki hag í að koma inn á „markaðinn“. Hér á landi er rík hefð fyrir því að félagasamtök reki öldrunarþjónustu og hefur það oft reynst vel hér á landi. Þessi félög eru hins vegar ekki rekin á viðskiptalegum forsendum og taka ekki hagnað út úr rekstrinum. Þarna verður að gera skýran greinarmun! Ég hef aldrei fengið sannfærandi rök fyrir því að arðvæðing grunnþjónustu sé betri fyrir borgarana, launafólk eða skattgreiðendur. Forðumst arðvæðingu velferðarinnar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar. Til að grafa dýpra í þessa umræðu blésu ASÍ og BSRB til fundar með prófessor Szebehely sem hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu í öldrunarþjónustu í þrjá áratugi. Á fundinum kom fram að almenningur í Svíþjóð hefur ítrekað lýst vilja sínum til að öldrunarþjónusta sé á hendi hins opinbera og það á einnig við hér á landi. Þrátt fyrir það hafa stjórnmálamenn freistast til að bjóða þessa þjónustu út oft í nafni hagræðingar en með alvarlegum afleiðingum. Þannig er gjá á milli stjórnmálanna og almennings. Hin pólitíska breyting átti sér stað á frjálshyggjutímabilinu upp úr 1990 þegar hætt var að líta á almenning sem borgara sem hefðu ákveðin réttindi og farið að líta á fólk sem viðskiptavini. Þá var líka horfið frá þeirri hugmyndafræði að allir hefðu aðgang að sömu góðu þjónustunni og jafnræði ætti að ríkja gagnvart borgurunum. Farið var að líta svo á að þau sem hefðu efni á gætu keypt sig fram fyrir raðir og keypt auka þjónustu. Það varð til þess að grunnþjónustan skertist og misræmi varð í þjónustunni eftir tekjum borgaranna. Þar með var sniðgengin hugmyndafræðin sem norrænu velferðarkerfin byggja á. Hér á landi sjáum við sterka tilhneigingu til að arðvæða þjónustuna, að einkafyrirtæki bjóði í þjónustuna af því þau telja sig geta rekið hana á hagkvæmari hátt en hið opinbera. Reynslan hefur ítrekað sýnt okkur að hagkvæmnin næst í gegnum lægri laun, „auðveldari“ skjólstæðinga, verr menntað starfsfólk, jafnvel þjónustuskerðingu, lakari aðbúnað og undirmönnun. Enda sýnir það sig að í þeim löndum sem hafa sett skýrar kröfur um gæði og mönnun hjúkrunarheimila líkt og í Noregi, sjá einkafyrirtæki sér ekki hag í að koma inn á „markaðinn“. Hér á landi er rík hefð fyrir því að félagasamtök reki öldrunarþjónustu og hefur það oft reynst vel hér á landi. Þessi félög eru hins vegar ekki rekin á viðskiptalegum forsendum og taka ekki hagnað út úr rekstrinum. Þarna verður að gera skýran greinarmun! Ég hef aldrei fengið sannfærandi rök fyrir því að arðvæðing grunnþjónustu sé betri fyrir borgarana, launafólk eða skattgreiðendur. Forðumst arðvæðingu velferðarinnar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun