Þeir sem ekki treysta sér inn eru bólusettir í bílum sínum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 13:52 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir von á um tuttugu þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca síðar í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Búist er við að allir sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu með AstraZeneca hér á landi fái hana í lok júní en þá er von á um tuttugu þúsundum skömmtum af bóluefninu. Um tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá seinni skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bóluefni á leiðinni sem dugi fyrir þennan hóp. „Þetta lítur vel út en við eigum von á stórri sendingu í lok júní en það ætti svona nokkuð held ég að duga fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammtinn.“ Þá verði líklega öllum sem eftir eru boðið í seinni bólusetningu með AstraZeneca. „Þarna í lok mánaðarins þá verður kominn sá tími að það verður í lagi. Þá eru flestir komnir á átta vikurnar allavega“. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Í næstu viku verður bólusetningum haldið áfram mánudag, þriðjudag og miðvikudag með bóluefnum Janssen, Pfizer og Moderna. Í síðustu viku mynduðust miklar raðir þegar verið var að bólusetja. „Við ætlum að reyna að stilla þetta betur. Við biðlum til fólks að fara bara mjög vel eftir tímasetningunni sinni hvenær það sem sagt á að mæta. Þá ætti þetta að ganga bara mjög vel og síðan ætlum við þá að sjá bara í lok dags hvað við eigum mikið eftir af skömmtum og þá frekar að opna þá í lok dags ef það verða einhverjir afgangar hjá okkur.“ Hún biður þá sem hafa ekki mætt á boðuðum tíma að mæta eftir tvö ef þeir ákveða að mæta annan dag. Fólk tekið afsíðis eða bólusett í bílum sínum Nokkuð var um það í síðustu viku að að liði yfir fólk sem var í bólusetningu. „Það er að líða yfir töluvert mikið af fólki. Sérstaklega af yngri kynslóðinni en ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er bara eitthvað sem er viðbúið og við reynum að bregðast vel við því. Það er fullt af sjúkraflutningamönnum með okkur sem að standa á eftir röðinni sem bólusetur. Þeir standa og fylgjast með fólki og grípa inn í þegar einhverjum fer að líða illa.“ Hún segir reynt að koma til móts við alla sem kvíða bólusetningunni „Við erum með nokkrar lausnir. Við getum tekið fólk afsíðis og boðið í bólusetningu og síðan erum við með aðstöðu þarna niðri þar sem er ekki svona mikið fólk og svo höfum við líka boðið upp á bólusetningar út í bíl ef að fólk treystir sér alls ekki einu sinni til að koma inn.“ Þá er um dæmi um það að foreldrar hafi fengið leyfi til að fylgja ungmennum í bólusetningu. „Það ætti að vera alveg í lagi og þá höfum við bara farið fram á það að viðkomandi standi hjá barni eða aðstandenda ef það koma aðstandendur með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Um tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá seinni skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bóluefni á leiðinni sem dugi fyrir þennan hóp. „Þetta lítur vel út en við eigum von á stórri sendingu í lok júní en það ætti svona nokkuð held ég að duga fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammtinn.“ Þá verði líklega öllum sem eftir eru boðið í seinni bólusetningu með AstraZeneca. „Þarna í lok mánaðarins þá verður kominn sá tími að það verður í lagi. Þá eru flestir komnir á átta vikurnar allavega“. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Í næstu viku verður bólusetningum haldið áfram mánudag, þriðjudag og miðvikudag með bóluefnum Janssen, Pfizer og Moderna. Í síðustu viku mynduðust miklar raðir þegar verið var að bólusetja. „Við ætlum að reyna að stilla þetta betur. Við biðlum til fólks að fara bara mjög vel eftir tímasetningunni sinni hvenær það sem sagt á að mæta. Þá ætti þetta að ganga bara mjög vel og síðan ætlum við þá að sjá bara í lok dags hvað við eigum mikið eftir af skömmtum og þá frekar að opna þá í lok dags ef það verða einhverjir afgangar hjá okkur.“ Hún biður þá sem hafa ekki mætt á boðuðum tíma að mæta eftir tvö ef þeir ákveða að mæta annan dag. Fólk tekið afsíðis eða bólusett í bílum sínum Nokkuð var um það í síðustu viku að að liði yfir fólk sem var í bólusetningu. „Það er að líða yfir töluvert mikið af fólki. Sérstaklega af yngri kynslóðinni en ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er bara eitthvað sem er viðbúið og við reynum að bregðast vel við því. Það er fullt af sjúkraflutningamönnum með okkur sem að standa á eftir röðinni sem bólusetur. Þeir standa og fylgjast með fólki og grípa inn í þegar einhverjum fer að líða illa.“ Hún segir reynt að koma til móts við alla sem kvíða bólusetningunni „Við erum með nokkrar lausnir. Við getum tekið fólk afsíðis og boðið í bólusetningu og síðan erum við með aðstöðu þarna niðri þar sem er ekki svona mikið fólk og svo höfum við líka boðið upp á bólusetningar út í bíl ef að fólk treystir sér alls ekki einu sinni til að koma inn.“ Þá er um dæmi um það að foreldrar hafi fengið leyfi til að fylgja ungmennum í bólusetningu. „Það ætti að vera alveg í lagi og þá höfum við bara farið fram á það að viðkomandi standi hjá barni eða aðstandenda ef það koma aðstandendur með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10