Handbolti

Aron spilaði ekki er Barcelona tryggði sér sæti í úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Barcelona er komið í úrslit.
Barcelona er komið í úrslit. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH

Barcelona vann Nantes 31-26 í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Aron Pálmarsson lék ekki með liðinu.

Barcelona hefur verið óstöðvandi það sem af er tímabili og kom Nantes engum vörnum við í dag. Leikurinn var þó nokkuð jafn framan af en munurinn var þó tvö mörk í hálfleik, staðan þá 15-13.

Í síðari hálfleik bættu Börsungar í og unnu á endanum sannfærandi fimm marka sigur, 31-26.

Dika Mem var markahæstur hjá Börsungum með fimm mörk. Þar á eftir kom Jure Dolenec með fjögur mörk í fjórum skotum.

Barcelona mætir Álaborg í úrslitum en Aron gengur til liðs við danska félagið að þessari leiktíð lokinni.


Tengdar fréttir

Álaborg í úrslit eftir sigur gegn frönsku risunum

Álaborg vann í dag frækinn tveggja marka sigur gegn PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Lokatölur 35-33 og Álaborg mætir annað hvort Nantes eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×