Líklega fundað fram á nótt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 18:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra situr væntanlega sinn síðasta þingfund á kjörtímabilinu í dag en gert er ráð fyrir að Alþingi ljúki störfum í kvöld eða nótt. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. Þingheimur kom sér saman um þinglok í gær en Alþingi á að ljúka störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og er búist við að hann geti jafnvel staðið fram eftir nóttu. „Þetta kjörtímabil hefur verið mjög óvenjulegt og síðari hluti þess hefur einkennst af heimsfaraldri, sóttvarnarráðstöfunum og efnahagsaðgerðum til að bregðast við heimsfaraldri. Þannig að þegar ég horfi til baka á kjörtímabilið finnst mér í rauninni ótrúlega mörg mál hafa náð fram að ganga samhliða því að standa í þessum stórræðum sem ég held, að ég tel, hafi tekist mjög vel til hvort sem er í sóttvarnaráðstöfnunum eða efnahagsaðgerðum. Hins vegar er það þannig eins og með hálendisþjóðgarð þegar um er að ræða mjög stórt mál sem bárust mjög margar umsagnir um, á annað hundrað umsagnir, þá liggur alveg fyrir að það þarf tíma og meltingu í þinginu og ég í sjálfu sér segi það að sjálfsögðu hefði ég viljað ljúka þessu máli en ég lít svo á að þetta mál sé ekki farið neitt. Við höldum bara áfram að vinna að því á næsta kjörtímabili,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá náði frumvarp Katrín um breytingar á stjórnarskrá heldur ekki fram að ganga. „Þrátt fyrir alla þessa vinnu þá liggur líka fyrir að það náðist ekki samstaða um nema mjög afmörkuð ákvæði. Það er að segja eingöngu ákvæði um íslenska tungu sem að hefði verið töluvert veigalítill árangur af öllu þessu starfi og auðvitað vekur það manni svona þá hugsun að núverandi breytingarákvæði þar sem gert er ráð fyrir að þing klári stjórnarskrárákvæði í blálokin á kjörtímabili korter í kosningar það er ekki að hjálpa til.“ Þó að stór mál hafi ekki náð í gegn á þinginu segir Katrín vel koma til greina að flokkarnir þrír sem nú mynda ríkisstjórn haldi áfram samstarfi sínu eftir kosningar í haust fái þeir meirihluta á þingi. „Það kemur vel til greina. Við í Vinstri hreyfingunni –Grænu framboði nálgumst það verkefni einfaldlega út frá því að við setjum okkur ákveðin málefnaleg markmið og erum reiðubúin að vinna með þeim sem eru reiðubúnir að vinna með okkur að þeim markmiðum þannig að við teljum að árangurinn sé góður fyrir samfélagið og Ísland.“ Alþingi Hálendisþjóðgarður Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24 Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Þingheimur kom sér saman um þinglok í gær en Alþingi á að ljúka störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og er búist við að hann geti jafnvel staðið fram eftir nóttu. „Þetta kjörtímabil hefur verið mjög óvenjulegt og síðari hluti þess hefur einkennst af heimsfaraldri, sóttvarnarráðstöfunum og efnahagsaðgerðum til að bregðast við heimsfaraldri. Þannig að þegar ég horfi til baka á kjörtímabilið finnst mér í rauninni ótrúlega mörg mál hafa náð fram að ganga samhliða því að standa í þessum stórræðum sem ég held, að ég tel, hafi tekist mjög vel til hvort sem er í sóttvarnaráðstöfnunum eða efnahagsaðgerðum. Hins vegar er það þannig eins og með hálendisþjóðgarð þegar um er að ræða mjög stórt mál sem bárust mjög margar umsagnir um, á annað hundrað umsagnir, þá liggur alveg fyrir að það þarf tíma og meltingu í þinginu og ég í sjálfu sér segi það að sjálfsögðu hefði ég viljað ljúka þessu máli en ég lít svo á að þetta mál sé ekki farið neitt. Við höldum bara áfram að vinna að því á næsta kjörtímabili,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá náði frumvarp Katrín um breytingar á stjórnarskrá heldur ekki fram að ganga. „Þrátt fyrir alla þessa vinnu þá liggur líka fyrir að það náðist ekki samstaða um nema mjög afmörkuð ákvæði. Það er að segja eingöngu ákvæði um íslenska tungu sem að hefði verið töluvert veigalítill árangur af öllu þessu starfi og auðvitað vekur það manni svona þá hugsun að núverandi breytingarákvæði þar sem gert er ráð fyrir að þing klári stjórnarskrárákvæði í blálokin á kjörtímabili korter í kosningar það er ekki að hjálpa til.“ Þó að stór mál hafi ekki náð í gegn á þinginu segir Katrín vel koma til greina að flokkarnir þrír sem nú mynda ríkisstjórn haldi áfram samstarfi sínu eftir kosningar í haust fái þeir meirihluta á þingi. „Það kemur vel til greina. Við í Vinstri hreyfingunni –Grænu framboði nálgumst það verkefni einfaldlega út frá því að við setjum okkur ákveðin málefnaleg markmið og erum reiðubúin að vinna með þeim sem eru reiðubúnir að vinna með okkur að þeim markmiðum þannig að við teljum að árangurinn sé góður fyrir samfélagið og Ísland.“
Alþingi Hálendisþjóðgarður Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24 Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24
Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18