Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 13. júní 2021 14:27 Hjarta Christian Eriksen stöðvaðist í gærkvöldi í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumeistaramótinu. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. Þessu greinir fréttamaðurinn Mattias Karén frá á Twitter. Hann hefur eftir Boesen að Eriksen hafi verið dáinn áður en tókst að endurlífga hann. „Við náðum honum aftur eftir að hafa beitt hjartastuðtækinu einu sinni á hann. Það er nokkuð fljótt… Hversu nálægt vorum við því að missa hann? Ég veit það ekki.“ Eriksen hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken íþróttaleikvanginum í Kaupmannahöfn í gær. Liðsfélagar Eriksen voru fljótir að koma honum til hjálpar og hófu þeir endurlífgunartilraunir áður en sjúkraliðar flikktust inn á völlinn. Leikurinn var blásinn af og Eriksen fluttur með hraði á spítalann. Enn er ekki ljóst hvert ástand Eriksens er en í gærkvöldi bárust fregnir þess efnis að hann væri með meðvitund og gæti talað. Denmark s team doctor Morten Boesen has confirmed Christian Eriksen suffered cardiac arrest and that he was gone before he was resuscitated.Boesen says we got him back after one defib. That s quite fast. ... How close were we? I don't know. #EURO2020— Mattias Karén (@MattiasKaren) June 13, 2021 Fáránleg ákvörðun hjá UEFA Peter Schmeichel er ekki sáttur við evrópska knattspyrnusambandið. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður danska landsliðsins, var virkilega ósáttur með evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Það kemur eitthvað hræðileg fyrir og UEFA gefur leikmönnunum val um að fara og klára leikinn eða koma aftur um hádegi daginn eftir og klára hann þá. Hvers konar valkostir eru það?“ spurði Schmeichel í samtali við BBC. „Þetta var fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu átt að reyna að finna aðrar lausnir og sýna smá samúð, en þeir gerðu það ekki.“ Annar fyrrverandi leikmaður danska landsliðsins, Michail Laudrup, tók í sama streng og kollegi hans í samtali við TV3+. „Leikmennirnir þurfa að taka ákvörðun mjög fljótlega eftir svona tilfinningaríkan atburð og mér finnst það rangt. Þarna átti UEFA að segja: Við spilum ekki meira í kvöld og við skoðum seinna hvaða möguleikar eru í boði.“ „Ég virði þá staðreynd að leikmennirnir tóku ákvörðunina með finnska liðinu. En þegar eitthvað svona kemur fyrir þá taka tilfinningarnar yfir og þú ert ekki í aðstöðu til að taka mikilvægar ákvarðanir.“ „Það þarf einhvern sem segir stopp og svo skoðum við þetta. Og með „við“ á ég við UEFA.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Formúla 1 City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Fótbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Fótbolti Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Fótbolti Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Handbolti „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Körfubolti Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Dagskráin í dag: Gummi með átján bolta á lofti á lokakvöldi Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Leikmaður Athletic Bilbao stöðvaði vopnaði innbrotsþjófa Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Sjá meira
Þessu greinir fréttamaðurinn Mattias Karén frá á Twitter. Hann hefur eftir Boesen að Eriksen hafi verið dáinn áður en tókst að endurlífga hann. „Við náðum honum aftur eftir að hafa beitt hjartastuðtækinu einu sinni á hann. Það er nokkuð fljótt… Hversu nálægt vorum við því að missa hann? Ég veit það ekki.“ Eriksen hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken íþróttaleikvanginum í Kaupmannahöfn í gær. Liðsfélagar Eriksen voru fljótir að koma honum til hjálpar og hófu þeir endurlífgunartilraunir áður en sjúkraliðar flikktust inn á völlinn. Leikurinn var blásinn af og Eriksen fluttur með hraði á spítalann. Enn er ekki ljóst hvert ástand Eriksens er en í gærkvöldi bárust fregnir þess efnis að hann væri með meðvitund og gæti talað. Denmark s team doctor Morten Boesen has confirmed Christian Eriksen suffered cardiac arrest and that he was gone before he was resuscitated.Boesen says we got him back after one defib. That s quite fast. ... How close were we? I don't know. #EURO2020— Mattias Karén (@MattiasKaren) June 13, 2021 Fáránleg ákvörðun hjá UEFA Peter Schmeichel er ekki sáttur við evrópska knattspyrnusambandið. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður danska landsliðsins, var virkilega ósáttur með evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Það kemur eitthvað hræðileg fyrir og UEFA gefur leikmönnunum val um að fara og klára leikinn eða koma aftur um hádegi daginn eftir og klára hann þá. Hvers konar valkostir eru það?“ spurði Schmeichel í samtali við BBC. „Þetta var fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu átt að reyna að finna aðrar lausnir og sýna smá samúð, en þeir gerðu það ekki.“ Annar fyrrverandi leikmaður danska landsliðsins, Michail Laudrup, tók í sama streng og kollegi hans í samtali við TV3+. „Leikmennirnir þurfa að taka ákvörðun mjög fljótlega eftir svona tilfinningaríkan atburð og mér finnst það rangt. Þarna átti UEFA að segja: Við spilum ekki meira í kvöld og við skoðum seinna hvaða möguleikar eru í boði.“ „Ég virði þá staðreynd að leikmennirnir tóku ákvörðunina með finnska liðinu. En þegar eitthvað svona kemur fyrir þá taka tilfinningarnar yfir og þú ert ekki í aðstöðu til að taka mikilvægar ákvarðanir.“ „Það þarf einhvern sem segir stopp og svo skoðum við þetta. Og með „við“ á ég við UEFA.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Formúla 1 City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Fótbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Fótbolti Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Fótbolti Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Handbolti „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Körfubolti Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Dagskráin í dag: Gummi með átján bolta á lofti á lokakvöldi Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Leikmaður Athletic Bilbao stöðvaði vopnaði innbrotsþjófa Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Sjá meira
Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53
Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30