Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2021 20:06 Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins, sem gekk með hóp síðasta föstudag. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund með fjölmörgum stoppum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar. Fyrsta Sælkerarölt sumarsins í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð var á föstudaginn en göngurnar verða alla föstudaga í sumar klukkan 11:00 og kostar ekkert að taka þátt. Sælkeraröltið sló í gegn síðasta sumar og því var ákveðið að ganga líka í sumar. Gangan hefst við veitingastaðinn Mika þar sem allir fá að smakka á konfekti búið til á staðnum. Því næst er haldið að hvernum í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð, sem hún bakar í hvernum þar. Eftir það er farið í gróðrarstöðina Daga þar sem göngufólk fær að smakka á íslenskum jarðarberjum, hindberjum og brómberjum og gangan endar svo á Friðheimum þar sem stærsta tómataframleiðsla landsins fer fram. Knútur Rafn að fara yfir fjallahringinn séð frá Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Flestir, sem keyra í gegnum Reykholt keyra bara í gegnum þorpið en hér er svo margt að skoða og gaman að sjá og því mjög gaman að taka þátt í göngum sumarsins með okkur heimafólki. Staðurinn er náttúrulega merkilegur því hér er mikill jarðhiti og heilmikil saga líka, þannig að við erum að fara í gegnum það í göngunum. Félagsheimilið Aratunga er eitthvað sem margir þekkja, muna eftir og eiga góðar minningar frá og svo eru náttúrlega hér öflug fyrirtæki, mikil garðyrkja og mjög mikil uppbygging á síðustu árum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins. Sigrún Erna, sem bakar rúgbrauð í hvernum í Reykholti býður göngugörpum upp á rúgbrauðið sitt með smjöri. Hún bakar þau í fernum í hvernum í um sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærstu ræktendur tómata, gúrkna og blóma eru með sína starfsemi í Reykholti en þá erum við að tala um gróðrarstöðvarnar Friðheima, Gufuhlíð og Espiflöt. Þið eruð greinilega að gera mjög góða hluti með þessum göngum? „Já, þetta er allavega ótrúlega skemmtilegt verkefni og við höfum fengið rosalega flott viðbrögð, ég hvet fólk til að koma á föstudögum og ganga með okkur,“ bætir Knútur við. Skrá þarf í göngurnar fyrir fram í gegnum netfangið fridheimar@fridheimar.is Þátttakendur í göngunum fá að smakka á íslenskum jarðarberjum, sem eru mikið lostæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið upp á konfekt frá Mika, sem þykir einstaklega gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Fyrsta Sælkerarölt sumarsins í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð var á föstudaginn en göngurnar verða alla föstudaga í sumar klukkan 11:00 og kostar ekkert að taka þátt. Sælkeraröltið sló í gegn síðasta sumar og því var ákveðið að ganga líka í sumar. Gangan hefst við veitingastaðinn Mika þar sem allir fá að smakka á konfekti búið til á staðnum. Því næst er haldið að hvernum í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð, sem hún bakar í hvernum þar. Eftir það er farið í gróðrarstöðina Daga þar sem göngufólk fær að smakka á íslenskum jarðarberjum, hindberjum og brómberjum og gangan endar svo á Friðheimum þar sem stærsta tómataframleiðsla landsins fer fram. Knútur Rafn að fara yfir fjallahringinn séð frá Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Flestir, sem keyra í gegnum Reykholt keyra bara í gegnum þorpið en hér er svo margt að skoða og gaman að sjá og því mjög gaman að taka þátt í göngum sumarsins með okkur heimafólki. Staðurinn er náttúrulega merkilegur því hér er mikill jarðhiti og heilmikil saga líka, þannig að við erum að fara í gegnum það í göngunum. Félagsheimilið Aratunga er eitthvað sem margir þekkja, muna eftir og eiga góðar minningar frá og svo eru náttúrlega hér öflug fyrirtæki, mikil garðyrkja og mjög mikil uppbygging á síðustu árum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins. Sigrún Erna, sem bakar rúgbrauð í hvernum í Reykholti býður göngugörpum upp á rúgbrauðið sitt með smjöri. Hún bakar þau í fernum í hvernum í um sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærstu ræktendur tómata, gúrkna og blóma eru með sína starfsemi í Reykholti en þá erum við að tala um gróðrarstöðvarnar Friðheima, Gufuhlíð og Espiflöt. Þið eruð greinilega að gera mjög góða hluti með þessum göngum? „Já, þetta er allavega ótrúlega skemmtilegt verkefni og við höfum fengið rosalega flott viðbrögð, ég hvet fólk til að koma á föstudögum og ganga með okkur,“ bætir Knútur við. Skrá þarf í göngurnar fyrir fram í gegnum netfangið fridheimar@fridheimar.is Þátttakendur í göngunum fá að smakka á íslenskum jarðarberjum, sem eru mikið lostæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið upp á konfekt frá Mika, sem þykir einstaklega gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira