Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 11:30 Kasper Schmeichel horfir á boltann í netinu eftir skalla Finnans Joel Pohjanpalo. AP/Martin Meissner Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið. Eriksen fór í hjartastopp í lok fyrri hálfleiks og tók talsverðan tíma að koma hjarta hans aftur á stað niður á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Danski miðjumaðurinn er sagður vera í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi og hefur verið í sambandi við liðsfélaga sína. Denmark legend Peter Schmeichel says it was "absolutely ridiculous" that Saturday's #Euro2020 match carried on after Christian Eriksen's collapse. #bbceuro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2021 Sonur Peter Schmeichel, Kasper, er markvörður Dana og því einn af þeim leikmönnum liðsins sem þurftu að manna sig upp í að klára leikinn seinna um kvöldið eftir að hafa fengið það staðfest að þetta liti mun betur út hjá Christian Eriksen. Peter Schmeichel vildi koma einu á hreint í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Ég vil að það komi formlega fram að mér finnst það algjörlega fáránlegt hjá UEFA að koma fram með þessa lausn,“ sagði Peter Schmeichel. „Svona hræðilegur hlutur gerist og UEFA gefur leikmönnum tvo möguleika. Þeir þurfa að velja á milli þess að klára þessar 55 mínútur seinna um kvöldið eða koma og spila þær frá hádegi daginn eftir. Ég spyr, hvers konar val er það,“ spurði Schmeichel. 'It was a ridiculous decision by UEFA' - Peter Schmeichel slams decision to continue Denmark Euro 2020 gamehttps://t.co/sOCwvVP0Um pic.twitter.com/QPBdmoLuNt— Independent Sport (@IndoSport) June 13, 2021 „Svo þú ferð aftur á hótelið þitt sem er í tilfelli Dana 45 mínútum í burtu. Þú getur ekkert sofið því það hefur djúp áhrif á þig að lenda í svona áfalli. Fara síðan aftur í liðsrútuna klukkan átta morguninn eftir til að spila þennan leik,“ sagði Schmeichel. „Þetta var ekki möguleiki heldur fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu þurft að vinna að annarri laus og sýna smá samúð. Þeir gerðu það hins vegar ekki. Þetta var fáránlegt og úrslitin í leiknum skipta hér engu máli,“ sagði Schmeichel. „Þetta var mjög, mjög erfitt fyrir leikmennina og ég skildi bara ekki þessa ákvörðun. Leikurinn var algjört aukaatriði á þessari stundu. Hvernig getur þú spilað,“ spurði Peter Schmeichel. Finnar unnu 1-0 sigur á Dönum í leiknum. Eina mark leiksins lak í gegnum hendurnar á Kasper Schmeichel en Danir nýttu sér ekki mikla yfirburði út á velli og klikkuðu meðal annars á vítaspyrnu í leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Eriksen fór í hjartastopp í lok fyrri hálfleiks og tók talsverðan tíma að koma hjarta hans aftur á stað niður á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Danski miðjumaðurinn er sagður vera í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi og hefur verið í sambandi við liðsfélaga sína. Denmark legend Peter Schmeichel says it was "absolutely ridiculous" that Saturday's #Euro2020 match carried on after Christian Eriksen's collapse. #bbceuro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2021 Sonur Peter Schmeichel, Kasper, er markvörður Dana og því einn af þeim leikmönnum liðsins sem þurftu að manna sig upp í að klára leikinn seinna um kvöldið eftir að hafa fengið það staðfest að þetta liti mun betur út hjá Christian Eriksen. Peter Schmeichel vildi koma einu á hreint í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Ég vil að það komi formlega fram að mér finnst það algjörlega fáránlegt hjá UEFA að koma fram með þessa lausn,“ sagði Peter Schmeichel. „Svona hræðilegur hlutur gerist og UEFA gefur leikmönnum tvo möguleika. Þeir þurfa að velja á milli þess að klára þessar 55 mínútur seinna um kvöldið eða koma og spila þær frá hádegi daginn eftir. Ég spyr, hvers konar val er það,“ spurði Schmeichel. 'It was a ridiculous decision by UEFA' - Peter Schmeichel slams decision to continue Denmark Euro 2020 gamehttps://t.co/sOCwvVP0Um pic.twitter.com/QPBdmoLuNt— Independent Sport (@IndoSport) June 13, 2021 „Svo þú ferð aftur á hótelið þitt sem er í tilfelli Dana 45 mínútum í burtu. Þú getur ekkert sofið því það hefur djúp áhrif á þig að lenda í svona áfalli. Fara síðan aftur í liðsrútuna klukkan átta morguninn eftir til að spila þennan leik,“ sagði Schmeichel. „Þetta var ekki möguleiki heldur fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu þurft að vinna að annarri laus og sýna smá samúð. Þeir gerðu það hins vegar ekki. Þetta var fáránlegt og úrslitin í leiknum skipta hér engu máli,“ sagði Schmeichel. „Þetta var mjög, mjög erfitt fyrir leikmennina og ég skildi bara ekki þessa ákvörðun. Leikurinn var algjört aukaatriði á þessari stundu. Hvernig getur þú spilað,“ spurði Peter Schmeichel. Finnar unnu 1-0 sigur á Dönum í leiknum. Eina mark leiksins lak í gegnum hendurnar á Kasper Schmeichel en Danir nýttu sér ekki mikla yfirburði út á velli og klikkuðu meðal annars á vítaspyrnu í leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30
Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40