Ríkið gefur ríkum karli hús Gunnar Smári Egilsson skrifar 14. júní 2021 10:20 Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið? Svarið er: Það er ekki hægt. Í öllum tilfellum er það hagkvæmara fyrir ríkið að eiga sínar eigin húseignir. Það segir sig sjálft. Ríkiseignir hafna nú, fyrir hönd fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar og svo Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi. Um er að ræða samning til þrjátíu ára með framlengingarákvæði en húsnæðið er rúmlega 11.700 fermetrar. Þessi húsakynni er ætlað að hýsa Skattinn og Fjársýslu ríkisins. Íþaka sem leigir skattinum reiknar það út að leigutekjur standi undir öllum framkvæmda- og rekstrarkostnaði við húsið á þessum árum og gott betur; félagið mun fá góðar tekjur af Ríkisskattstjóra á leigutímanum og eiga svo þetta hús skuldlaust við lok þessa samnings. Þá mun Ríkisskattstjóri annað hvort leigja áfram og gefa Íþöku stórar upphæðir mánaðarlega, fé sem stofnunin þyrfti engum að greiða ef hún hefði byggt sitt eigið hús, eða fara til næsta gæðings stjórnmálanna og gefa þeim nýtt hús með jafn vitlausum samningi. Eigandi Íþöku er Pétur Guðmundsson í Eykt sem rekur fasteignafélög sem hafa skilað 1,5 til 2,5 milljörðum í hagnað á undanförnum árum. Pétur hagnaðist gríðarlega þegar Reykjavíkurborg ákvað að leigja af honum í Borgartúni í stað þess að byggja sjálf yfir skrifstofur sínar, sem er alltaf og ætíð skynsamlegra af opinberum aðilum sem eru að leita að framtíðarhúsnæði fyrir stofnanir sínar. Á móti þessari alkunnu skynsemi stillir stjórnmálafólk öfgatrú sinni um að hlutverk stjórnmálanna sé fyrst og síðast að flytja fé úr almannasjóðum til hinna fáu ríku. Þetta stjórnmálafólk þykist trúa því að þar eigi féð heima; að almenningur sé dauðinn og allar eignir, auðlindir og sjóðir skemmist undir honum en lifni hins vegar við og blómstri ef hinum ríku sé fært þetta á silfurfati. Þetta er auðvitað klikkað. En klikkaðasta af öllu er að þið látið þetta yfir ykkur ganga. Enginn frétt í fjölmiðlunum segir í dag: Með leigusamningi sínum fyrir skattinn gefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur einhverjum Pétri Guðmundssyni heilt hús að gjöf frá almenningi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Fasteignamarkaður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið? Svarið er: Það er ekki hægt. Í öllum tilfellum er það hagkvæmara fyrir ríkið að eiga sínar eigin húseignir. Það segir sig sjálft. Ríkiseignir hafna nú, fyrir hönd fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar og svo Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi. Um er að ræða samning til þrjátíu ára með framlengingarákvæði en húsnæðið er rúmlega 11.700 fermetrar. Þessi húsakynni er ætlað að hýsa Skattinn og Fjársýslu ríkisins. Íþaka sem leigir skattinum reiknar það út að leigutekjur standi undir öllum framkvæmda- og rekstrarkostnaði við húsið á þessum árum og gott betur; félagið mun fá góðar tekjur af Ríkisskattstjóra á leigutímanum og eiga svo þetta hús skuldlaust við lok þessa samnings. Þá mun Ríkisskattstjóri annað hvort leigja áfram og gefa Íþöku stórar upphæðir mánaðarlega, fé sem stofnunin þyrfti engum að greiða ef hún hefði byggt sitt eigið hús, eða fara til næsta gæðings stjórnmálanna og gefa þeim nýtt hús með jafn vitlausum samningi. Eigandi Íþöku er Pétur Guðmundsson í Eykt sem rekur fasteignafélög sem hafa skilað 1,5 til 2,5 milljörðum í hagnað á undanförnum árum. Pétur hagnaðist gríðarlega þegar Reykjavíkurborg ákvað að leigja af honum í Borgartúni í stað þess að byggja sjálf yfir skrifstofur sínar, sem er alltaf og ætíð skynsamlegra af opinberum aðilum sem eru að leita að framtíðarhúsnæði fyrir stofnanir sínar. Á móti þessari alkunnu skynsemi stillir stjórnmálafólk öfgatrú sinni um að hlutverk stjórnmálanna sé fyrst og síðast að flytja fé úr almannasjóðum til hinna fáu ríku. Þetta stjórnmálafólk þykist trúa því að þar eigi féð heima; að almenningur sé dauðinn og allar eignir, auðlindir og sjóðir skemmist undir honum en lifni hins vegar við og blómstri ef hinum ríku sé fært þetta á silfurfati. Þetta er auðvitað klikkað. En klikkaðasta af öllu er að þið látið þetta yfir ykkur ganga. Enginn frétt í fjölmiðlunum segir í dag: Með leigusamningi sínum fyrir skattinn gefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur einhverjum Pétri Guðmundssyni heilt hús að gjöf frá almenningi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar