Og ekki bara það. Skáli Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri er á kafi í snjó en um er að ræða fyrsta stopp á Laugavegsgöngunni sem notið hefur aukinna vinsælda undanfarin ár.
Ragnar Axelsson var á ferðinni um hálendið um helgina sem er í þann mund að vakna af vetrardvala. Á myndunum að neðan má sjá Landmannalaugar, Jökulgil og fleiri þekkta staði af hálendinu.









