Gerendameðvirkni Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 14. júní 2021 17:30 Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi. Við erum alin upp í gerendameðvirkni. Við erum alin upp við að hugsa að gott fólk geri ekki vonda hluti. En staðreyndin er sú að allir, séu þeir í ákveðnum aðstæðum, eru færir um vonda hluti. Við erum fljót að stökkva til og dæma, breyta fólki í skrímsli en það er hættulegt. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og þegar við gerum okkur grein fyrir þessari skrímslavæðingu okkar getum við farið að takast almennilega á við það. Ef við dæmum fólk skrímsli vegna gjörða sinna eiga vinir og vandamenn þeirra erfiðara með að taka undir að þau hafi gert eitthvað rangt. Við þurfum að hætta að hylma yfir með fólki og sætta okkur við að fólkið okkar getur gert eitthvað af sér. Við erum öll fær um ofbeldi. Ég held að það verði auðveldara að láta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og að samborgarar hætti að reyna að hylma yfir og réttlæta gjörðir þeirra af því að þetta er ,,venjulega” svo gott fólk. Ég held líka að um leið og við förum almennt að krefjast þess að fólk beri ábyrgð og takist á við afleiðingar þess að beita ofbeldi að þá muni ofbeldið minnka. Við þurfum gagngera kerfis- og hugsanabreytingu. Við þurfum að átta okkur á að gott fólk getur verið vont líka. Við þurfum að átta okkur á að lífið er ekki svart og hvítt. Við þurfum að takast á við ofbeldi og afleiðingar þess og ekki byrja að vorkenna öllum nema þolandanum. Menn eru fljótir að vorkenna gerandanum og fólkinu hans fyrir fyrir að mannorðið hafi beðið hnekki en vorkenna ekki manneskju sem hefur orðið fyrir ofbeldi heldur líta jafnvel á hana sem skítuga og viðbjóðslega og líta á allar ásakanir sem uppspuna og lygar. Þótt ástvinur þinn beiti einhvern ofbeldi þá gerir það hann ekki að skrímsli, hann er ennþá ástvinur þinn. Þér má þykja vænt um hann. En ástvinur þinn þarf samt að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Annars verða engar breytingar og ofbeldi heldur áfram að dafna og grassera. Ég trúi þolendum. Ég vil að við trúum öll þolendum og því að þó menn séu góðir yfirleitt þá geti þeir líka beitt ofbeldi. Við í sósíalistaflokknum viljum gagngera kerfisbreytingu. Við viljum þolendavænna kerfi og viljum meðal annars setja á laggirnar ofbeldiseftirlit. Kenna fólki að taka eftir ofbeldi í kringum sig. Hjálpa fólki að átta sig á að það er „venjulegt“ fólk sem beitir ofbeldi. Eins og segir í lokaorðum stefnunnar þá er þetta „hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“ Stjórnmálaflokkar geta ekki breytt því hvernig fólk hugsar eða hegðar sér en þeir geta breytt kerfinu og hvernig það virkar. Ofbeldi er alltaf óásættanlegt en við þurfum að átta okkur á því að það eru ekki bara skrímsli sem beita ofbeldi. Þetta er fólk í kringum okkur. Fólk sem við þekkjum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi. Við erum alin upp í gerendameðvirkni. Við erum alin upp við að hugsa að gott fólk geri ekki vonda hluti. En staðreyndin er sú að allir, séu þeir í ákveðnum aðstæðum, eru færir um vonda hluti. Við erum fljót að stökkva til og dæma, breyta fólki í skrímsli en það er hættulegt. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og þegar við gerum okkur grein fyrir þessari skrímslavæðingu okkar getum við farið að takast almennilega á við það. Ef við dæmum fólk skrímsli vegna gjörða sinna eiga vinir og vandamenn þeirra erfiðara með að taka undir að þau hafi gert eitthvað rangt. Við þurfum að hætta að hylma yfir með fólki og sætta okkur við að fólkið okkar getur gert eitthvað af sér. Við erum öll fær um ofbeldi. Ég held að það verði auðveldara að láta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og að samborgarar hætti að reyna að hylma yfir og réttlæta gjörðir þeirra af því að þetta er ,,venjulega” svo gott fólk. Ég held líka að um leið og við förum almennt að krefjast þess að fólk beri ábyrgð og takist á við afleiðingar þess að beita ofbeldi að þá muni ofbeldið minnka. Við þurfum gagngera kerfis- og hugsanabreytingu. Við þurfum að átta okkur á að gott fólk getur verið vont líka. Við þurfum að átta okkur á að lífið er ekki svart og hvítt. Við þurfum að takast á við ofbeldi og afleiðingar þess og ekki byrja að vorkenna öllum nema þolandanum. Menn eru fljótir að vorkenna gerandanum og fólkinu hans fyrir fyrir að mannorðið hafi beðið hnekki en vorkenna ekki manneskju sem hefur orðið fyrir ofbeldi heldur líta jafnvel á hana sem skítuga og viðbjóðslega og líta á allar ásakanir sem uppspuna og lygar. Þótt ástvinur þinn beiti einhvern ofbeldi þá gerir það hann ekki að skrímsli, hann er ennþá ástvinur þinn. Þér má þykja vænt um hann. En ástvinur þinn þarf samt að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Annars verða engar breytingar og ofbeldi heldur áfram að dafna og grassera. Ég trúi þolendum. Ég vil að við trúum öll þolendum og því að þó menn séu góðir yfirleitt þá geti þeir líka beitt ofbeldi. Við í sósíalistaflokknum viljum gagngera kerfisbreytingu. Við viljum þolendavænna kerfi og viljum meðal annars setja á laggirnar ofbeldiseftirlit. Kenna fólki að taka eftir ofbeldi í kringum sig. Hjálpa fólki að átta sig á að það er „venjulegt“ fólk sem beitir ofbeldi. Eins og segir í lokaorðum stefnunnar þá er þetta „hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“ Stjórnmálaflokkar geta ekki breytt því hvernig fólk hugsar eða hegðar sér en þeir geta breytt kerfinu og hvernig það virkar. Ofbeldi er alltaf óásættanlegt en við þurfum að átta okkur á því að það eru ekki bara skrímsli sem beita ofbeldi. Þetta er fólk í kringum okkur. Fólk sem við þekkjum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar