Konur standast helst ekki áttatíu kíló í bekkpressu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2021 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að unnið sé að endurskoðun á inntökuskilyrðum í sérsveitina. Til stendur að endurskoða inntökuskilyrði í sérsveitina í ljósi þess að engin kona hefur komist í sveitina. Ríkislögreglustjóri segir að konur verði hvattar til að gefa kost á sér. Sérstök úttekt var gerð hjá embætti Ríkislögreglustjóra á dögunum. „ Þá kom ýmislegt í ljós. Margt er í jákvæðum farvegi en annað þarf að skoða betur og það er til dæmis inngönguskilyrðin í sérsveitina,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Sérsveitarmenn eru eina vopnaða lögreglusveit landsins. Um er að ræða hreyfanlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin aðstoðar lögregluliðin á landinu, annast meðal annars handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála. Engar konur í sérsveitinni Sérsveit ríkislögreglustjóra auglýsti á dögunum eftir umsækjendum í fjögur laus pláss í sveitinni. Engar konur eru í sérsveitinni en í auglýsingunni eru konur hvattar til að sækja um. „Það er kannski ekki alveg raunhæft eins og staðan er af því að til þess að uppfylla skilyrði sem sérsveitarmenn að þá þarftu að hafa lokið nýliðanámskeiði og það voru ekki konur sem luku því þetta árið en við viljum horfa til þess að það séu ekki útilokandi þættir í inntökuskilyrðinum,“ segir Sigríður Björk. Líkamsbygging karla og kvenna mismunandi Konur nái ekki að standast sum skilyrðin. „Það sem við höfum heyrt mest af er þessi talsverða þyngd í bekkpressu, áttatíu kíló, og samhliða hlaup. Þannig þú þarft bæði að vera mjög sterkur og einnig að geta hlaupið mjög hratt og það er mismunandi hvernig líkamsbygging karla og kvenna er mismunandi. Þess vegna þarf bara að meta það hvort þessar kröfur endurspegla þær raunkröfur sem þarf að gera til fólks sem gegnir þessum störfum og hvort það megi þá prófa það með öðrum hætti,“ segir Sigríður en uppfylla þarf mjög strangar kröfur til að komast í sérsveitina. Þetta eru meðal annars inntökuskilyrði. 3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur. Ekkert sem mælir gegn konum í sérsveitinni „Það er ekki þar með sagt að við séum að fara minnka kröfurnar heldur erum við að fara breyta þeim út frá eðli verkefna,“ segir Sigríður. Unnið sé að því að endurskoða inntökuskilyrðin. „Sérsveitin á náttúrulega bara að rúma okkar fólk sem hefur hæfni og getu á þessu sviði og ég sé ekkert sem mælir gegn því að það séu konur. Við eigum að hafa konur og karla í okkar störfum. Við erum að þjóna almenningi sem eru bæði konur og karlar,“ segir Sigríður Björk. Miðað verði við framkvæmdina á hinum Norðurlöndnunum. „Kröfurnar eru að taka breytingum hjá þeim sem við miðum okkur við. Við munum skoða það og hvetja þá eindregið konur jafnt sem karla til að gefa kost á sér í þessa þjálfun og að taka prófið inn í sérsveit,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Sérstök úttekt var gerð hjá embætti Ríkislögreglustjóra á dögunum. „ Þá kom ýmislegt í ljós. Margt er í jákvæðum farvegi en annað þarf að skoða betur og það er til dæmis inngönguskilyrðin í sérsveitina,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Sérsveitarmenn eru eina vopnaða lögreglusveit landsins. Um er að ræða hreyfanlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin aðstoðar lögregluliðin á landinu, annast meðal annars handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála. Engar konur í sérsveitinni Sérsveit ríkislögreglustjóra auglýsti á dögunum eftir umsækjendum í fjögur laus pláss í sveitinni. Engar konur eru í sérsveitinni en í auglýsingunni eru konur hvattar til að sækja um. „Það er kannski ekki alveg raunhæft eins og staðan er af því að til þess að uppfylla skilyrði sem sérsveitarmenn að þá þarftu að hafa lokið nýliðanámskeiði og það voru ekki konur sem luku því þetta árið en við viljum horfa til þess að það séu ekki útilokandi þættir í inntökuskilyrðinum,“ segir Sigríður Björk. Líkamsbygging karla og kvenna mismunandi Konur nái ekki að standast sum skilyrðin. „Það sem við höfum heyrt mest af er þessi talsverða þyngd í bekkpressu, áttatíu kíló, og samhliða hlaup. Þannig þú þarft bæði að vera mjög sterkur og einnig að geta hlaupið mjög hratt og það er mismunandi hvernig líkamsbygging karla og kvenna er mismunandi. Þess vegna þarf bara að meta það hvort þessar kröfur endurspegla þær raunkröfur sem þarf að gera til fólks sem gegnir þessum störfum og hvort það megi þá prófa það með öðrum hætti,“ segir Sigríður en uppfylla þarf mjög strangar kröfur til að komast í sérsveitina. Þetta eru meðal annars inntökuskilyrði. 3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur. Ekkert sem mælir gegn konum í sérsveitinni „Það er ekki þar með sagt að við séum að fara minnka kröfurnar heldur erum við að fara breyta þeim út frá eðli verkefna,“ segir Sigríður. Unnið sé að því að endurskoða inntökuskilyrðin. „Sérsveitin á náttúrulega bara að rúma okkar fólk sem hefur hæfni og getu á þessu sviði og ég sé ekkert sem mælir gegn því að það séu konur. Við eigum að hafa konur og karla í okkar störfum. Við erum að þjóna almenningi sem eru bæði konur og karlar,“ segir Sigríður Björk. Miðað verði við framkvæmdina á hinum Norðurlöndnunum. „Kröfurnar eru að taka breytingum hjá þeim sem við miðum okkur við. Við munum skoða það og hvetja þá eindregið konur jafnt sem karla til að gefa kost á sér í þessa þjálfun og að taka prófið inn í sérsveit,“ segir Sigríður Björk.
3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur.
Lögreglan Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira