Suðurkóreskur dómstóll segir munnmök tveggja karla jaðra við nauðgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2021 12:13 Aðgerðasinnar mótmæla við varnarmálaráðuneytið í Seúl. epa/Yonhap Suðurkóreskur herdómstóll hefur dæmt tvo menn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stundað munnmök. Mennirnir eru sagðir hafa brotið gegn ákvæðum herlaga, sem banna endaþarmsmök og aðrar „ósæmilegar“ athafnir. Í dómsorðinu segir að gjörningur mannanna hafi jaðrað við nauðgun. Dómurinn féll í mars síðastliðnum en atvikin sem mennirnir voru dæmdir fyrir áttu sér stað í desember. Mennirnir voru þá í einangrun ásamt öðrum en tvö kvöld í röð læddist annar inn í tjald til hins, þar sem þeir stunduðu munnmök. Lögmaður mannanna sagði munnmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja og því væru þeir saklausir. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að með munnmökunum hefðu mennirnir brotið hvor á öðrum. Þá jaðraði gjörningurinn við nauðgun, gengi gegn almennu siðferði og væri til þess fallinn að grafa alvarlega undan aga innan hersins. Samkynhneigð er ekki ólögleg í Suður-Kóreu en þykir tabú. Forsetinn Moon Jae-in, fyrrverandi mannréttindalögfræðingur, sagði til að mynda í aðdraganda forsetakosninganna að honum mislíkaði samkynhneigð. Umrætt ákvæði herlaga hefur áður verið notað til að ofsækja samkynhneigða hermenn. Þá hefur verið greint frá því að þeir séu látnir sæta meðferð vegna geðrænna vandamála. Samkvæmt Guardian var liðþjálfinn Byun Hee-soo rekinn úr hernum eftir að hún gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Ástæðan var sögð fötlun. Hún fannst látin fyrr á þessu ári. Ýmis alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að herlögunum verði breytt og ákvæðið tekið út. Suður-Kórea Mannréttindi Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Í dómsorðinu segir að gjörningur mannanna hafi jaðrað við nauðgun. Dómurinn féll í mars síðastliðnum en atvikin sem mennirnir voru dæmdir fyrir áttu sér stað í desember. Mennirnir voru þá í einangrun ásamt öðrum en tvö kvöld í röð læddist annar inn í tjald til hins, þar sem þeir stunduðu munnmök. Lögmaður mannanna sagði munnmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja og því væru þeir saklausir. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að með munnmökunum hefðu mennirnir brotið hvor á öðrum. Þá jaðraði gjörningurinn við nauðgun, gengi gegn almennu siðferði og væri til þess fallinn að grafa alvarlega undan aga innan hersins. Samkynhneigð er ekki ólögleg í Suður-Kóreu en þykir tabú. Forsetinn Moon Jae-in, fyrrverandi mannréttindalögfræðingur, sagði til að mynda í aðdraganda forsetakosninganna að honum mislíkaði samkynhneigð. Umrætt ákvæði herlaga hefur áður verið notað til að ofsækja samkynhneigða hermenn. Þá hefur verið greint frá því að þeir séu látnir sæta meðferð vegna geðrænna vandamála. Samkvæmt Guardian var liðþjálfinn Byun Hee-soo rekinn úr hernum eftir að hún gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Ástæðan var sögð fötlun. Hún fannst látin fyrr á þessu ári. Ýmis alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að herlögunum verði breytt og ákvæðið tekið út.
Suður-Kórea Mannréttindi Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira