Húsnæðisvandinn Jón Pétursson og Brynjólfur Þorkell Brynjófsson skrifa 15. júní 2021 13:00 Um þróun byggðar og framtíðarsýn eru deildar meiningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mikil áhersla verið á að þétta byggð gjarnan með þeim rökum að lítið sé til af byggingalandi. Þetta á við í sumum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Sé litið á höfuðborgarsvæðið í heild á þetta alls ekki við. Til þess að setja hlutina í samhengi, og án þess að ætlunin sé að gagnrýna þá er stunda golfíþróttina, er rétt að benda á að flatarmál golfvalla innan höfuðborgarsvæðisins er 50% meira en flatarmál Reykjavíkurflugvallar. Geldinganesið eitt og sér er 400 hektarar og nefna má að gríðarlegt landsvæði er óbyggt allt í kring um Úlfarsfell. Í dag er gjarnan miðað við að hægt sé að fara með byggð upp í 120 metra hæð yfir sjávarmál. Óbyggt land undir 120 metrum er að flatarmáli eftir sveitarfélögum: Garðabær 2286 ha, Kópavogsbær 299 ha, Mosfellsbær 3575 ha, Hafnarfjarðarkaupstaður 5221 ha, Seltjarnarneskaupstaður 60 ha, Reykjavíkurborg 6075 ha. Vitanlega er ekki hægt að byggja á öllu þessu landi fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar ekki hægt að bera fyrir sig skorti á landi þegar færð eru rök fyrir nauðsyn þéttingar byggðar. Hvernig kemurðu fimm fílum inn í Volkswagen bjöllu? Svarið við brandaranum tveir fram í og þrír aftur í er absúrd en minnir óneitanlega á annan brandara. Hvernig kemurðu borgarlínu fyrir í Reykjavík? Svarið við þeirri spurningu er: þrengja að umferð, neyða borgara til að leggja bílum, byggja dýr háhýsi sem næst vegstæðinu sem einungis efnafólk getur keypt. Sé markmið borgarlínu að draga úr mengun mun það markmið nást með tækniframförum. Ætli menn sér að draga úr umferð með því að vega að athafnarfrelsi er það óþarfi, „vinna að heiman“ mun leysa umferðarvanda að miklu leyti í framtíðinni svo ekki sé minnst á ljósastýringar og hreyfanlegan vinnutíma. Hver græðir mest á borgarlínu? Einföld spurning en flókið svar. Borgarlína er verkefni sem skattborgarar þurfa að leggja til meðgjöf í ár eða áratugi eftir að framkvæmd lýkur. Sú meðgjöf er fyrir utan beinan og afleiddan kostnað við framkvæmdina sjálfa. Þeir sem komast á spenann og hanna og byggja línuna munu eflaust hagnast vel. Vel að merkja er ekkert að því að menn græði það er hins vegar mest um vert að þeir sem borga brúsann af risaframkvæmd hafi eitthvað um hlutina það að segja. Það eru landsmenn allir. Hverjir tapa? Flókið svar en í einföldustu mynd tapa þeir sem eru að berjast við að koma yfir sig þaki. Ástæðan er í grunninn einföld. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, en skipulagsvald sem hefur það að markmiði að bjóða lítið land til bygginga, hefur mest áhrif á verð lóða og þar með húsnæðis. Húsnæði á skipulögðum þéttingasvæðum verður dýrt. Lögmálið um framboð og eftirspurn þekkja flestir. Með því að skapa umfram framboð lækkar verð. Verð á íbúðarhúsnæði og framboð hefur áhrif á leiguverð. Má þétta byggð? Að sjálfsögðu. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera fleira. Það verður að vera til nægjanlegt byggingarland undir hagkvæmar íbúðir. Einstaklingum þarf að standa til boða að geta byggt. Þeir sem vilja búa þétt og borga okurverð fyrir eignir þar mega hafa það val. Unga fólkið þar hins vegar að geta keypt eða leigt húsnæði á eðlilegu verði. Girðið ykkur í brók! Borgarmeirihluti Reykjavíkur og nágrannasveitafélögin eru ekki að þjóna hagsmunum íbúa. Allt of litlu landi er úthlutað. Draumsýn um að byggja borgarlínu með háhýsahverfum í kring um hana þjónar ekki hagsmunum ungs fólks og tekjulágra. Afleiðingarnar eru þær að ungt og efnaminna fólk flýr í auknum mæli af höfuðborgarsvæðinu. Jón Pétursson er fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Húsnæðismál Jón Pétursson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þróun byggðar og framtíðarsýn eru deildar meiningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mikil áhersla verið á að þétta byggð gjarnan með þeim rökum að lítið sé til af byggingalandi. Þetta á við í sumum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Sé litið á höfuðborgarsvæðið í heild á þetta alls ekki við. Til þess að setja hlutina í samhengi, og án þess að ætlunin sé að gagnrýna þá er stunda golfíþróttina, er rétt að benda á að flatarmál golfvalla innan höfuðborgarsvæðisins er 50% meira en flatarmál Reykjavíkurflugvallar. Geldinganesið eitt og sér er 400 hektarar og nefna má að gríðarlegt landsvæði er óbyggt allt í kring um Úlfarsfell. Í dag er gjarnan miðað við að hægt sé að fara með byggð upp í 120 metra hæð yfir sjávarmál. Óbyggt land undir 120 metrum er að flatarmáli eftir sveitarfélögum: Garðabær 2286 ha, Kópavogsbær 299 ha, Mosfellsbær 3575 ha, Hafnarfjarðarkaupstaður 5221 ha, Seltjarnarneskaupstaður 60 ha, Reykjavíkurborg 6075 ha. Vitanlega er ekki hægt að byggja á öllu þessu landi fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar ekki hægt að bera fyrir sig skorti á landi þegar færð eru rök fyrir nauðsyn þéttingar byggðar. Hvernig kemurðu fimm fílum inn í Volkswagen bjöllu? Svarið við brandaranum tveir fram í og þrír aftur í er absúrd en minnir óneitanlega á annan brandara. Hvernig kemurðu borgarlínu fyrir í Reykjavík? Svarið við þeirri spurningu er: þrengja að umferð, neyða borgara til að leggja bílum, byggja dýr háhýsi sem næst vegstæðinu sem einungis efnafólk getur keypt. Sé markmið borgarlínu að draga úr mengun mun það markmið nást með tækniframförum. Ætli menn sér að draga úr umferð með því að vega að athafnarfrelsi er það óþarfi, „vinna að heiman“ mun leysa umferðarvanda að miklu leyti í framtíðinni svo ekki sé minnst á ljósastýringar og hreyfanlegan vinnutíma. Hver græðir mest á borgarlínu? Einföld spurning en flókið svar. Borgarlína er verkefni sem skattborgarar þurfa að leggja til meðgjöf í ár eða áratugi eftir að framkvæmd lýkur. Sú meðgjöf er fyrir utan beinan og afleiddan kostnað við framkvæmdina sjálfa. Þeir sem komast á spenann og hanna og byggja línuna munu eflaust hagnast vel. Vel að merkja er ekkert að því að menn græði það er hins vegar mest um vert að þeir sem borga brúsann af risaframkvæmd hafi eitthvað um hlutina það að segja. Það eru landsmenn allir. Hverjir tapa? Flókið svar en í einföldustu mynd tapa þeir sem eru að berjast við að koma yfir sig þaki. Ástæðan er í grunninn einföld. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, en skipulagsvald sem hefur það að markmiði að bjóða lítið land til bygginga, hefur mest áhrif á verð lóða og þar með húsnæðis. Húsnæði á skipulögðum þéttingasvæðum verður dýrt. Lögmálið um framboð og eftirspurn þekkja flestir. Með því að skapa umfram framboð lækkar verð. Verð á íbúðarhúsnæði og framboð hefur áhrif á leiguverð. Má þétta byggð? Að sjálfsögðu. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera fleira. Það verður að vera til nægjanlegt byggingarland undir hagkvæmar íbúðir. Einstaklingum þarf að standa til boða að geta byggt. Þeir sem vilja búa þétt og borga okurverð fyrir eignir þar mega hafa það val. Unga fólkið þar hins vegar að geta keypt eða leigt húsnæði á eðlilegu verði. Girðið ykkur í brók! Borgarmeirihluti Reykjavíkur og nágrannasveitafélögin eru ekki að þjóna hagsmunum íbúa. Allt of litlu landi er úthlutað. Draumsýn um að byggja borgarlínu með háhýsahverfum í kring um hana þjónar ekki hagsmunum ungs fólks og tekjulágra. Afleiðingarnar eru þær að ungt og efnaminna fólk flýr í auknum mæli af höfuðborgarsvæðinu. Jón Pétursson er fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun