Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 32-29 | Valsmenn standa vel að vígi Ingvi Þór Sæmundsson og Andri Már Eggertsson skrifa 15. júní 2021 21:29 Anton Rúnarsson var markahæstur á vellinum með níu mörk. vísir/hulda margrét Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á föstudaginn og þá ræðst hvort þeirra verður Íslandsmeistari. Þetta var annað tap Hauka í röð eftir fimmtán sigra í röð þar á undan. Eftir að hafa verið með yfirburðalið í allan vetur hafa þeir sýnt mikil veikleikamerki í undanförnum leikjum og eru nú komnir með bakið upp við vegg. Valsmenn voru miklu betri í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum, 19-14. Það var hart barist.Vísir/Hulda Margrét Í seinni hálfleik tók Björgvin Páll Gústavsson málin í sínar hendur. Hann varði eins og óður maður og þökk sé honum komust Haukar aftur inn í leikinn. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark en fóru afar illa að ráði sínu á lokakaflanum og Valur landaði þriggja marka sigri, 32-29. Anton Rúnarsson skoraði níu mörk fyrir Val, Magnús Óli Magnússon sjö og Vignir Stefánsson sex. Martin Nagy varði fimmtán skot (35 prósent). Heimir Óli Heimisson og Geir Guðmundsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Hauka og Björgvin Páll varði fimmtán skot (39 prósent). Gríðarlegur hraði var í upphafi leiks, liðin keyrðu grimmt og skiptust á mörkum. Valsmenn voru sneggri að ná tökum á sínum varnarleik og Martin Nagy varði vel allan fyrri hálfleik. Á meðan náðu Haukar aldrei að herða vörnina sína. Heimamenn léku sér að vörn gestanna hvað eftir annað og skoruðu að vild. Hraðaupphlaupin gengu vel og sömu sögu var að segja af uppstilltum sóknarleik. Björgvin Páll varði þrjú skot í upphafi leiks en Valsmenn skutu hann svo úr markinu. Andri Sigmarsson Scheving kom í hans stað og varði ágætlega undir lok fyrri hálfleiks eftir erfiða byrjun. Jón Þorgils Svölu Baldursson á skot að marki.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé eftir að Þorgils Jón Svölu Baldursson kom Val í 10-6. Hann skipti um útilínu en það hafði ekki sömu áhrif og oftast áður í vetur. Valsmenn voru áfram mun sterkari aðilinn og náðu mest sex marka forskoti. Í hálfleik munaði fimm mörkum, 19-14, og Haukar gátu í raun prísað sig sæla að munurinn var ekki meiri. Björgvin Páll byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en samherjar hans fylgdu ekki fordæmi hans framan af. Um miðjan seinni hálfleik voru Valsmenn með fjögurra marka forskot, 25-21, og í kjörstöðu. Tveggja mínútna kæling framundan.Vísir/Hulda Margrét Haukar svöruðu með 4-1 kafla og minnkuðu muninn í eitt mark, 26-25. Þeir voru með vindinn í bakið á þessum kafla og minnkuðu muninn tvisvar sinnum í viðbót í eitt mark. En á lokakaflanum fóru þeir skelfilega að ráði sínu. Valsmenn skoruðu þrjú mörk í röð og náðu fjögurra marka forskoti, 32-28. Geir skoraði svo síðasta mark leiksins og lokatölur því 32-29, Val í vil. Af hverju vann Valur? Valsmenn sýndu sparihliðarnar í fyrri hálfleik og léku þá frábærlega, bæði í vörn og sókn. Björgvin Páll hrökk í gang í seinni hálfleik en áhlaup Hauka kom frekar seint. Það kom þó á endanum og öfugt við leikinn gegn ÍBV á föstudaginn stóðst Valur það og hélt út. Hverjir stóðu upp úr? Anton byrjaði leikinn af miklum krafti og gaf tóninn fyrir Val. Hann var svo gríðarlega öruggur á vítalínunni undir lokin þegar Björgvin Páll var búinn að skjóta flestum Valsmönnum skelk í bringu. Magnús Óli átti frábæran leik, skoraði sjö mörk og það var ekki tilviljun að Haukar náðu áhlaupi sínu þegar hann var utan vallar. Magnús Óli Magnússon var maður leiksins.Vísir/Hulda Margrét Vignir lék einkar vel í vinstra horninu, Róbert Aron Hostert var góður í fyrri hálfleik sem og Nagy. Björgvin Páll náði sér engan veginn á strik í fyrri hálfleik en var nálægt því að draga Hauka að landi í þeim seinni. Heimir Óli lék vel í sókninni og stóð varnarvaktina vel í seinni hálfleik og Orri Freyr Þorkelsson gerði vel í vinstra horninu. Geir var í felum í fyrri hálfleik en skoraði fimm af sex mörkum sínum í þeim seinni og hefði að ósekju mátt spila meira þá. Heimir Óli Heimísson nær skoti að marki.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Haukar voru afleitir í fyrri hálfleik þar sem ekki stóð steinn yfir steini í spilamennsku þeirra. Þeir náðu sér betur á strik í seinni hálfleik en skyssurnar sem þeir gerðu undir lokin gætu reynst dýrkeyptar. Agnar Smári Jónsson hefur oftar en ekki blómstað í stóru leikjunum en var fjarri sínu besta í kvöld og klikkaði á öllum sex skotunum sínum. Hvað gerist næst? Liðin mætast í síðasta leik tímabilsins á Ásvöllum á föstudaginn. Þar er ekkert annað í boði fyrir Hauka en að vinna upp þriggja marka forskotið sem Valsmenn sitja á. Við spiluðum frábæran varnarleik í fyrri hálfleik Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals var afar sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum sem unnu Hauka 32-29. „Ég er mjög ángæður með liðið í kvöld, við vorum góðir varnarlega ásamt því fengum við markvörslu en síðan datt það niður í seinni hálfleik og Björgvin Páll fór að verja hjá Haukum," sagði Snorri Steinn eftir leik. Haukar minnkuðu leikinn í eitt mark þegar líða tók á síðari hálfleikinn en Snorri fannst hans menn ekki hafa farið að verja forskot sitt. „Í fljótu bragði þá fengu þeir betri markvörslu heldur en við í síðari hálfleik sem var öfugt við það hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist." Snorri Steinn gaf lítið fyrir það þegar einhverjir kölluðu eftir rauðu spjaldi á Þráin sem fór í andlitið á Arnóri. „Ég treysti dómurunum fyrir svona ákvörðunum, ég er lítið fyrir að það sé verið að reka menn útaf nema það sé um mjög gróft atvik að ræða," sagði Snorri Steinn að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Haukar
Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á föstudaginn og þá ræðst hvort þeirra verður Íslandsmeistari. Þetta var annað tap Hauka í röð eftir fimmtán sigra í röð þar á undan. Eftir að hafa verið með yfirburðalið í allan vetur hafa þeir sýnt mikil veikleikamerki í undanförnum leikjum og eru nú komnir með bakið upp við vegg. Valsmenn voru miklu betri í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum, 19-14. Það var hart barist.Vísir/Hulda Margrét Í seinni hálfleik tók Björgvin Páll Gústavsson málin í sínar hendur. Hann varði eins og óður maður og þökk sé honum komust Haukar aftur inn í leikinn. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark en fóru afar illa að ráði sínu á lokakaflanum og Valur landaði þriggja marka sigri, 32-29. Anton Rúnarsson skoraði níu mörk fyrir Val, Magnús Óli Magnússon sjö og Vignir Stefánsson sex. Martin Nagy varði fimmtán skot (35 prósent). Heimir Óli Heimisson og Geir Guðmundsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Hauka og Björgvin Páll varði fimmtán skot (39 prósent). Gríðarlegur hraði var í upphafi leiks, liðin keyrðu grimmt og skiptust á mörkum. Valsmenn voru sneggri að ná tökum á sínum varnarleik og Martin Nagy varði vel allan fyrri hálfleik. Á meðan náðu Haukar aldrei að herða vörnina sína. Heimamenn léku sér að vörn gestanna hvað eftir annað og skoruðu að vild. Hraðaupphlaupin gengu vel og sömu sögu var að segja af uppstilltum sóknarleik. Björgvin Páll varði þrjú skot í upphafi leiks en Valsmenn skutu hann svo úr markinu. Andri Sigmarsson Scheving kom í hans stað og varði ágætlega undir lok fyrri hálfleiks eftir erfiða byrjun. Jón Þorgils Svölu Baldursson á skot að marki.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé eftir að Þorgils Jón Svölu Baldursson kom Val í 10-6. Hann skipti um útilínu en það hafði ekki sömu áhrif og oftast áður í vetur. Valsmenn voru áfram mun sterkari aðilinn og náðu mest sex marka forskoti. Í hálfleik munaði fimm mörkum, 19-14, og Haukar gátu í raun prísað sig sæla að munurinn var ekki meiri. Björgvin Páll byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en samherjar hans fylgdu ekki fordæmi hans framan af. Um miðjan seinni hálfleik voru Valsmenn með fjögurra marka forskot, 25-21, og í kjörstöðu. Tveggja mínútna kæling framundan.Vísir/Hulda Margrét Haukar svöruðu með 4-1 kafla og minnkuðu muninn í eitt mark, 26-25. Þeir voru með vindinn í bakið á þessum kafla og minnkuðu muninn tvisvar sinnum í viðbót í eitt mark. En á lokakaflanum fóru þeir skelfilega að ráði sínu. Valsmenn skoruðu þrjú mörk í röð og náðu fjögurra marka forskoti, 32-28. Geir skoraði svo síðasta mark leiksins og lokatölur því 32-29, Val í vil. Af hverju vann Valur? Valsmenn sýndu sparihliðarnar í fyrri hálfleik og léku þá frábærlega, bæði í vörn og sókn. Björgvin Páll hrökk í gang í seinni hálfleik en áhlaup Hauka kom frekar seint. Það kom þó á endanum og öfugt við leikinn gegn ÍBV á föstudaginn stóðst Valur það og hélt út. Hverjir stóðu upp úr? Anton byrjaði leikinn af miklum krafti og gaf tóninn fyrir Val. Hann var svo gríðarlega öruggur á vítalínunni undir lokin þegar Björgvin Páll var búinn að skjóta flestum Valsmönnum skelk í bringu. Magnús Óli átti frábæran leik, skoraði sjö mörk og það var ekki tilviljun að Haukar náðu áhlaupi sínu þegar hann var utan vallar. Magnús Óli Magnússon var maður leiksins.Vísir/Hulda Margrét Vignir lék einkar vel í vinstra horninu, Róbert Aron Hostert var góður í fyrri hálfleik sem og Nagy. Björgvin Páll náði sér engan veginn á strik í fyrri hálfleik en var nálægt því að draga Hauka að landi í þeim seinni. Heimir Óli lék vel í sókninni og stóð varnarvaktina vel í seinni hálfleik og Orri Freyr Þorkelsson gerði vel í vinstra horninu. Geir var í felum í fyrri hálfleik en skoraði fimm af sex mörkum sínum í þeim seinni og hefði að ósekju mátt spila meira þá. Heimir Óli Heimísson nær skoti að marki.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Haukar voru afleitir í fyrri hálfleik þar sem ekki stóð steinn yfir steini í spilamennsku þeirra. Þeir náðu sér betur á strik í seinni hálfleik en skyssurnar sem þeir gerðu undir lokin gætu reynst dýrkeyptar. Agnar Smári Jónsson hefur oftar en ekki blómstað í stóru leikjunum en var fjarri sínu besta í kvöld og klikkaði á öllum sex skotunum sínum. Hvað gerist næst? Liðin mætast í síðasta leik tímabilsins á Ásvöllum á föstudaginn. Þar er ekkert annað í boði fyrir Hauka en að vinna upp þriggja marka forskotið sem Valsmenn sitja á. Við spiluðum frábæran varnarleik í fyrri hálfleik Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals var afar sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum sem unnu Hauka 32-29. „Ég er mjög ángæður með liðið í kvöld, við vorum góðir varnarlega ásamt því fengum við markvörslu en síðan datt það niður í seinni hálfleik og Björgvin Páll fór að verja hjá Haukum," sagði Snorri Steinn eftir leik. Haukar minnkuðu leikinn í eitt mark þegar líða tók á síðari hálfleikinn en Snorri fannst hans menn ekki hafa farið að verja forskot sitt. „Í fljótu bragði þá fengu þeir betri markvörslu heldur en við í síðari hálfleik sem var öfugt við það hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist." Snorri Steinn gaf lítið fyrir það þegar einhverjir kölluðu eftir rauðu spjaldi á Þráin sem fór í andlitið á Arnóri. „Ég treysti dómurunum fyrir svona ákvörðunum, ég er lítið fyrir að það sé verið að reka menn útaf nema það sé um mjög gróft atvik að ræða," sagði Snorri Steinn að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti