Saka Umhverfisstofnun um að verðlauna sérstaklega brotastarfsemi Arnarlax Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2021 13:16 Stjórnarformaður hjá Arnarlaxi er Kjartan Ólafsson en umsvif fyrirtækisins eru þyrnir í augum Jóns Kaldals, framkvæmdastjóra IWF sem segir starfsemina mengandi iðnað sem skaði lífríkið við Íslandsstrendur. Landvernd og Icelandic Wild Live Fund krefjast skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun hefur veitt Arnarlaxi þrátt fyrir brot á starfsleyfi með notkun koparoxíð í sjókvíum sínum. „Við furðum okkar á þessum vinnubrögðum Umhverfisstofnunar. Þegar upp komst að Arnarlax hafði um árabil brotið með einbeittum hætti gegn starfsleyfi sínu sætti fyrirtækið engum viðurlögum. Og nú hefur Umhverfisstofnun gefið út leyfi fyrir þessari brotastarfsemi án þess að fari fram mat á umhverfisáhrifum eins og Hafrannsóknastofnun mælir með að verði gert,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Engin refsiákvæði við brot á starfsleyfi Bæði IWF og Landvernd hafa gert athugasemdir við starfsleyfið en í bréfi sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisstofnun og Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra eru gerðar alvarlegar athugasemdir við breytt starfsleyfi Arnarlax ehf í Patreks- og Tálknafirði. Þar kemur fram að breytingin feli í sér að Arnarlax fær heimild til notkunar á eldisnótum með svokölluðum ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. En áætuvarnir eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að gróður og lífverur geti sest á netin. Landvernd hefur sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra bréf þar sem krafist er skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti Arnarlaxi ehf.vísir/vilhelm Í bréfi Landverndar kemur fram að Arnarlax varð við eftirlit Umhverfisstofnunar í nóvember 2018 uppvíst af brotum á starfleyfi, nefnilega því að hafa notað koparoxíð án heimildar. Umhverfistofnun greip ekki til neinna refsiákvæða. „En verðlaunar nú fyrirtæki sem er uppvíst að refsiverðri háttsemi með því að heimila það sama athæfi,“ segir í bréfi Auðar. Jón segir að sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður sem skaðar lífríkið og er afdráttarlaus: „Fyrirtæki sem stunda þessa starfsemi eiga ekki að fá minnsta afslátt frá því að virða þau skilyrði sem þau hafa gengist undir við útgáfu á starfs- og rekstrarleyfum.“ Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisverndarstofnun og umhverfisráðherra bréf þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við starfsleyfi til handa Arnarlaxi. Koparoxíðmengun vandamál við strendur Noregs Að sögn Jóns er Arnarlax er ekki eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem hefur brotið með þessum hætti gegn starfsleyfi sínu. Sama brotastarfsemi er í gangi hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði sem er með koparoxíðhúðaða netapoka þar í sjó. „Við viljum fá svör frá eftirlitsstofnunum af hverju þessi fyrirtæki eru ekki látin fjarlægja búnað sem liggur skýrt fyrir að þau mega ekki nota.“ Þá segir Jón að í nýlegri úttekt norsku Hafrannsóknastofnuninni er bent á að ef fyrirtæki með starfsemin á landi verða uppvís að því að losa umfram tvö kíló af kopar í umhverfið á ári er þeim lokað af yfirvöldum. Sjókvíaeldið losar 1.700 kíló á ári í sjó við Noreg. Þar kemur líka fram að rannsóknir sýna að um 80 prósent af kopar, sem er að finna í ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð, losnar í hafið. Fiskeldi Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
„Við furðum okkar á þessum vinnubrögðum Umhverfisstofnunar. Þegar upp komst að Arnarlax hafði um árabil brotið með einbeittum hætti gegn starfsleyfi sínu sætti fyrirtækið engum viðurlögum. Og nú hefur Umhverfisstofnun gefið út leyfi fyrir þessari brotastarfsemi án þess að fari fram mat á umhverfisáhrifum eins og Hafrannsóknastofnun mælir með að verði gert,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Engin refsiákvæði við brot á starfsleyfi Bæði IWF og Landvernd hafa gert athugasemdir við starfsleyfið en í bréfi sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisstofnun og Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra eru gerðar alvarlegar athugasemdir við breytt starfsleyfi Arnarlax ehf í Patreks- og Tálknafirði. Þar kemur fram að breytingin feli í sér að Arnarlax fær heimild til notkunar á eldisnótum með svokölluðum ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. En áætuvarnir eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að gróður og lífverur geti sest á netin. Landvernd hefur sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra bréf þar sem krafist er skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti Arnarlaxi ehf.vísir/vilhelm Í bréfi Landverndar kemur fram að Arnarlax varð við eftirlit Umhverfisstofnunar í nóvember 2018 uppvíst af brotum á starfleyfi, nefnilega því að hafa notað koparoxíð án heimildar. Umhverfistofnun greip ekki til neinna refsiákvæða. „En verðlaunar nú fyrirtæki sem er uppvíst að refsiverðri háttsemi með því að heimila það sama athæfi,“ segir í bréfi Auðar. Jón segir að sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður sem skaðar lífríkið og er afdráttarlaus: „Fyrirtæki sem stunda þessa starfsemi eiga ekki að fá minnsta afslátt frá því að virða þau skilyrði sem þau hafa gengist undir við útgáfu á starfs- og rekstrarleyfum.“ Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisverndarstofnun og umhverfisráðherra bréf þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við starfsleyfi til handa Arnarlaxi. Koparoxíðmengun vandamál við strendur Noregs Að sögn Jóns er Arnarlax er ekki eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem hefur brotið með þessum hætti gegn starfsleyfi sínu. Sama brotastarfsemi er í gangi hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði sem er með koparoxíðhúðaða netapoka þar í sjó. „Við viljum fá svör frá eftirlitsstofnunum af hverju þessi fyrirtæki eru ekki látin fjarlægja búnað sem liggur skýrt fyrir að þau mega ekki nota.“ Þá segir Jón að í nýlegri úttekt norsku Hafrannsóknastofnuninni er bent á að ef fyrirtæki með starfsemin á landi verða uppvís að því að losa umfram tvö kíló af kopar í umhverfið á ári er þeim lokað af yfirvöldum. Sjókvíaeldið losar 1.700 kíló á ári í sjó við Noreg. Þar kemur líka fram að rannsóknir sýna að um 80 prósent af kopar, sem er að finna í ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð, losnar í hafið.
Fiskeldi Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira