Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2021 14:13 Eiður Smári Guðjohnsen er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Vísir/Bára Dröfn Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. Vegfarandi nokkur, kona af erlendum uppruna, gerði sér lítið fyrir og tók gjörninginn upp á síma sinn. Það myndskeið fór svo í mikla dreifingu og kom það konunni á óvart, því hún vissi ekki hvaða kempa þar var svo frjálslegur á ferð. Fyrr á þessu ári, í mars nánar tiltekið, komst í hámæli að Eiður Smári hafi mætt undir áhrifum áfengis sem knattspyrnusérfræðingur í fótboltaþættinum Völlinn í Sjónvarpi Símans. Það mál var á borði KSÍ en ákveðið var að gera ekkert með það þá, Eiður hélt stöðu sinni hjá landsliðinu eftir tiltal. Hvort nú fari gula spjaldið eða það rauða á loft er það sem allir knattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá KSÍ síðan málið kom upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tjáði fréttastofu í gær að málið væri til skoðunar. Ekki væri rétt að tjá sig um það frekar. Vísir hefur þó heimildir fyrir því að KSÍ ætlaði að leiða málið til lykta. Ekkert hefur náðst í Guðna það sem af er degi. Nú þegar vel er liðið á daginn bólar ekkert á yfirlýsingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir það sem af er degi næst ekki í Guðna Bergsson formann KSÍ.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að konan sem tók myndskeiðið sé miður sín vegna þess að það fór í dreifingu. Hún segist hafa sent það á tvo vini sína. Konan biðlar til þeirra miðla sem það hafa birt að taka það niður en atvikið átti sér stað aðfararnótt föstudags 11. júní klukkan eitt. „Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp,“ segir konan í samtali við Fréttablaðið. Konan, sem ekki er nafngreind í viðtalinu, segist vön að taka upp ýmislegt fyndið og skemmtilegt sem á vegi hennar verður í miðborginni, fyrir sig og vini sína. En hún hafi ekki ætlast til að það færi í almenna dreifingu. Henni finnst fólk dómahart og er sár að vinir hennar hafi deilt myndbandinu áfram. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Vegfarandi nokkur, kona af erlendum uppruna, gerði sér lítið fyrir og tók gjörninginn upp á síma sinn. Það myndskeið fór svo í mikla dreifingu og kom það konunni á óvart, því hún vissi ekki hvaða kempa þar var svo frjálslegur á ferð. Fyrr á þessu ári, í mars nánar tiltekið, komst í hámæli að Eiður Smári hafi mætt undir áhrifum áfengis sem knattspyrnusérfræðingur í fótboltaþættinum Völlinn í Sjónvarpi Símans. Það mál var á borði KSÍ en ákveðið var að gera ekkert með það þá, Eiður hélt stöðu sinni hjá landsliðinu eftir tiltal. Hvort nú fari gula spjaldið eða það rauða á loft er það sem allir knattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá KSÍ síðan málið kom upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tjáði fréttastofu í gær að málið væri til skoðunar. Ekki væri rétt að tjá sig um það frekar. Vísir hefur þó heimildir fyrir því að KSÍ ætlaði að leiða málið til lykta. Ekkert hefur náðst í Guðna það sem af er degi. Nú þegar vel er liðið á daginn bólar ekkert á yfirlýsingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir það sem af er degi næst ekki í Guðna Bergsson formann KSÍ.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að konan sem tók myndskeiðið sé miður sín vegna þess að það fór í dreifingu. Hún segist hafa sent það á tvo vini sína. Konan biðlar til þeirra miðla sem það hafa birt að taka það niður en atvikið átti sér stað aðfararnótt föstudags 11. júní klukkan eitt. „Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp,“ segir konan í samtali við Fréttablaðið. Konan, sem ekki er nafngreind í viðtalinu, segist vön að taka upp ýmislegt fyndið og skemmtilegt sem á vegi hennar verður í miðborginni, fyrir sig og vini sína. En hún hafi ekki ætlast til að það færi í almenna dreifingu. Henni finnst fólk dómahart og er sár að vinir hennar hafi deilt myndbandinu áfram.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45