Að bjóða ómöguleika Linda Björk Markúsdóttir skrifar 16. júní 2021 14:00 Á Íslandi öllu eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi, um það bil einn á hverja 2.500 íbúa. Málþroskaröskun er með algengustu þroskaröskunum og ætla má að 7-8% barna á öllum skólastigum séu haldin henni, eða 1-2 börn í hverjum 20 manna bekk. Þá er ótalið allt annað sem getur krafist inngrips talmeinafræðings, svo sem framburðarfrávik, málstol, raddtruflanir, stam og kyngingarerfiðleikar. En hvernig gengur þessi stærðfræði upp? Hvernig geta 144 talmeinafræðingar sinnt þessu öllu saman? Stutta svarið er að þeir geta það ekki og á biðlistum eftir þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga á landsvísu eru hundruð barna, unglinga og fullorðinna sem geta átt von á því að dúsa á þessum listum mánuðum og jafnvel árum saman. Við erum ekki eina fámenna stéttin hérlendis og þið veltið því kannski fyrir ykkur hvaða harmavæl þetta sé. Jú, haldið ykkur nú fast. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar eru með gildandi rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem hefur ákveðið að þeir einir geti orðið aðilar að þessum samningi sem hafi tveggja ára starfsreynslu sem talmeinafræðingar. Það þýðir að þeir sem útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði geta ekki lagt sín lóð á biðlistavogarskálarnar fyrr en tveimur og hálfu ári eftir útskrift þar sem hálfs árs handleiðslu er krafist áður starfsleyfi fæst frá Landlæknisembættinu. Mikið hefur gengið á vegna þessa ákvæðis og SÍ hefur boðið stéttinni svokallaða fyrirtækjasamninga í stað núgildandi rammasamnings. Þá er samið við hverja starfsstöð fyrir sig og er myndin máluð þannig að ef nægilega margir innan starfsstöðvarinnar séu reynslumiklir megi ráða 1-2 nýtalmeinafræðinga. Frábært? Nei. Það eru sárafáar stofur talmeinafræðinga sem uppfylla skilyrði mögulegra fyrirtækjasamninga og einyrkjarnir sem starfa úti á landi fá ekki slíkan samning. Það vill svo merkilega til að málþroskaraskanir og aðrir tal- og málgallar hafa ekki hugmynd um þau eigi að halda sig innan höfuðborgarsvæðisins og því er þörfin síst minni á landsbyggðinni. Fyrirtækjasamningar leysa því engan vanda og eru líklegir til að valda óæskilegri samkeppni og sundrung innan stéttarinnar. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, ber fyrir sig að fjárveitingar frá Alþingi til málaflokksins dugi ekki til. Fjármagnið sem málaflokkurinn þarfnast er smáaurar borið saman við þann samfélagslega ávinning sem hér gæti verið um að ræða. Ef peningar eru í raun öll ástæðan fyrir ákvæðinu biðlum við talmeinafræðingar, fyrir hönd allra sem bíða eftir þjónustu okkar, til ríkisstjórnarinnar og Alþingis alls að seilast örlítið dýpra í vasana og velta öllum ríkispullunum við. Látið okkur svo vita hvað þið finnið. Hver veit nema stéttin, kosningabærir skjólstæðingar hennar og allir aðstandendurnir finni þá flokksbókstafinn ykkar í komandi kosningum. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á Íslandi öllu eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi, um það bil einn á hverja 2.500 íbúa. Málþroskaröskun er með algengustu þroskaröskunum og ætla má að 7-8% barna á öllum skólastigum séu haldin henni, eða 1-2 börn í hverjum 20 manna bekk. Þá er ótalið allt annað sem getur krafist inngrips talmeinafræðings, svo sem framburðarfrávik, málstol, raddtruflanir, stam og kyngingarerfiðleikar. En hvernig gengur þessi stærðfræði upp? Hvernig geta 144 talmeinafræðingar sinnt þessu öllu saman? Stutta svarið er að þeir geta það ekki og á biðlistum eftir þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga á landsvísu eru hundruð barna, unglinga og fullorðinna sem geta átt von á því að dúsa á þessum listum mánuðum og jafnvel árum saman. Við erum ekki eina fámenna stéttin hérlendis og þið veltið því kannski fyrir ykkur hvaða harmavæl þetta sé. Jú, haldið ykkur nú fast. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar eru með gildandi rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem hefur ákveðið að þeir einir geti orðið aðilar að þessum samningi sem hafi tveggja ára starfsreynslu sem talmeinafræðingar. Það þýðir að þeir sem útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði geta ekki lagt sín lóð á biðlistavogarskálarnar fyrr en tveimur og hálfu ári eftir útskrift þar sem hálfs árs handleiðslu er krafist áður starfsleyfi fæst frá Landlæknisembættinu. Mikið hefur gengið á vegna þessa ákvæðis og SÍ hefur boðið stéttinni svokallaða fyrirtækjasamninga í stað núgildandi rammasamnings. Þá er samið við hverja starfsstöð fyrir sig og er myndin máluð þannig að ef nægilega margir innan starfsstöðvarinnar séu reynslumiklir megi ráða 1-2 nýtalmeinafræðinga. Frábært? Nei. Það eru sárafáar stofur talmeinafræðinga sem uppfylla skilyrði mögulegra fyrirtækjasamninga og einyrkjarnir sem starfa úti á landi fá ekki slíkan samning. Það vill svo merkilega til að málþroskaraskanir og aðrir tal- og málgallar hafa ekki hugmynd um þau eigi að halda sig innan höfuðborgarsvæðisins og því er þörfin síst minni á landsbyggðinni. Fyrirtækjasamningar leysa því engan vanda og eru líklegir til að valda óæskilegri samkeppni og sundrung innan stéttarinnar. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, ber fyrir sig að fjárveitingar frá Alþingi til málaflokksins dugi ekki til. Fjármagnið sem málaflokkurinn þarfnast er smáaurar borið saman við þann samfélagslega ávinning sem hér gæti verið um að ræða. Ef peningar eru í raun öll ástæðan fyrir ákvæðinu biðlum við talmeinafræðingar, fyrir hönd allra sem bíða eftir þjónustu okkar, til ríkisstjórnarinnar og Alþingis alls að seilast örlítið dýpra í vasana og velta öllum ríkispullunum við. Látið okkur svo vita hvað þið finnið. Hver veit nema stéttin, kosningabærir skjólstæðingar hennar og allir aðstandendurnir finni þá flokksbókstafinn ykkar í komandi kosningum. Höfundur er talmeinafræðingur.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun