Móður veitt forsjá í forsjárdeilu Árni Sæberg skrifar 18. júní 2021 10:32 Málið rataði inn á borð Hæstaréttar Íslands. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu. Ágreiningur foreldranna verður einkum rakinn til þess að móðirin hefur sakað föðurinn um að hafa brotið kynferðislega gegn barninu og telur hún það ekki öruggt í hans umsjá. Af þeirri ástæðu hefur móðirin takmarkað umgengni barnsins við föðurinn allt frá hausti 2018. Í september árið 2018 tilkynnti móðirin Barnavernd Reykjavíkur þann grun sinn að faðirinn hefði brotið kynferðislega gegn dóttur þeirra. Hún mætti síðan til lögreglu í október sama ár og lagði fram kæru á hendur föðurnum. Hún gaf skýrslu hjá lögreglu þann dag og greindi frá því að faðirinn hefði sagt sér vorið 2013 að hann hefði brotið kynferðislega gegn hálfsystur sinni samfeðra, en um er að ræða atvik frá þeim tíma þegar hann var 13 ára en systirin 5 ára. Faðirinn játaði fyrir héraðsdómi að hafa brotið gegn hálfsystur sinni í bernsku. Einnig sagði móðirin að hún hefði tekið eftir því að föðurnum hefði risið hold þegar hann annaðist dóttur þeirra og jafnframt í samskiptum við hund sem kom inn á heimilið árið 2014. Þá greindi hún frá því að haustið 2016 hefði hún komið heim og þótt aðstæður grunsamlegar þar sem hún hitti föðurinn fyrir lausgyrtan og bleyja barnsins eins og hún hefði verið toguð niður að framan. Auk þess nefndi hún fleiri tilvik sem henni þóttu grunsamleg. Eitt þeirra hefði átt sér stað um sumarið 2018 en þá hefði stúlkan sagt við móður sína án nokkurs tilefnis þegar hún var að skipta á henni: „En ekki margir puttar.“ Loks hefði stúlkan í september sama ár, þegar móðirin var að svæfa hana, klórað sér í klofinu og sagt „pabbi skegg kitlar.“ Um morguninn hefði móðirin síðan tekið eftir að útferð var í nærbuxum barnsins. Rannsókn felld niður Faðirinn var handtekinn í október 2018 og færður til yfirheyrslu. Hann neitaði eindregið að hafa brotið gegn dóttur sinni og kvaðst ekki hafa neinar óeðlilegar kenndir til barna. Hann kannaðist þó við að vera viðkvæmur þannig að sér risi hold af engu tilefni án þess að ástæður þess væru kynferðislegar. Nánar spurður sagði hann að þetta hefði ekkert að gera með barnið fremur en eitthvað annað. Lögregla felldi rannsókn málsins niður enda taldi hún ekki tilefni til að halda henni áfram. Meint kynferðisbrot mannsins voru ekki tekin til greina við meðferð málsins hjá dómstólum. Föðurnum upphaflega dæmd forsjá Faðirinn höfðaði mál fyrir héraðsdómi í apríl 2019 og krafðist þess að fá einn forsjá dóttur sinnar. Móðirin andmælti og krafðist forsjár. Héraðsdómur dæmdi föðurnum forsjá og jafna umgengni. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi móðurinni forsjá og ákvað að umgengni föðurins yrði frá laugardegi til þriðjudags, aðra hvora viku. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki væri unnt að dæma sameiginlega forsjá sökum samskiptaörðuleika foreldranna. Fór svo að móðurinni var dæmd forsjá barnsins. Í skýrslu matsmanns kom fram að báðir foreldrar væru fullhæfir til að annast barnið. Móðirin var ósátt við matið og óskaði eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna. Beiðni hennar var hafnað á öllum dómstigum. Föðurnum dæmd mikil umgengni Hæstiréttur telur að barninu sé fyrir bestu að vera í sem mestum samskiptum við föður sinn. Í því skyni var föðurnum dæmd nokkuð mikil umgengni við barnið. Það verður hjá föður sínum frá fimmtudegi til sunnudags, aðra hvora viku. Þá mun barnið dvelja hjá föðurnum viku í senn á tveggja mánaða fresti. Í niðurstöðum dómsins kom fram að meint kynferðisbrot föðursins gagnvart barninu hefðu enga þýðingu fyrir ákvörðun um umgengni. Með öðrum orðum telur Hæstiréttur barninu ekki stafa nokkur hætta af föður sínum. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn hennar breytt. Dómsmál Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Ágreiningur foreldranna verður einkum rakinn til þess að móðirin hefur sakað föðurinn um að hafa brotið kynferðislega gegn barninu og telur hún það ekki öruggt í hans umsjá. Af þeirri ástæðu hefur móðirin takmarkað umgengni barnsins við föðurinn allt frá hausti 2018. Í september árið 2018 tilkynnti móðirin Barnavernd Reykjavíkur þann grun sinn að faðirinn hefði brotið kynferðislega gegn dóttur þeirra. Hún mætti síðan til lögreglu í október sama ár og lagði fram kæru á hendur föðurnum. Hún gaf skýrslu hjá lögreglu þann dag og greindi frá því að faðirinn hefði sagt sér vorið 2013 að hann hefði brotið kynferðislega gegn hálfsystur sinni samfeðra, en um er að ræða atvik frá þeim tíma þegar hann var 13 ára en systirin 5 ára. Faðirinn játaði fyrir héraðsdómi að hafa brotið gegn hálfsystur sinni í bernsku. Einnig sagði móðirin að hún hefði tekið eftir því að föðurnum hefði risið hold þegar hann annaðist dóttur þeirra og jafnframt í samskiptum við hund sem kom inn á heimilið árið 2014. Þá greindi hún frá því að haustið 2016 hefði hún komið heim og þótt aðstæður grunsamlegar þar sem hún hitti föðurinn fyrir lausgyrtan og bleyja barnsins eins og hún hefði verið toguð niður að framan. Auk þess nefndi hún fleiri tilvik sem henni þóttu grunsamleg. Eitt þeirra hefði átt sér stað um sumarið 2018 en þá hefði stúlkan sagt við móður sína án nokkurs tilefnis þegar hún var að skipta á henni: „En ekki margir puttar.“ Loks hefði stúlkan í september sama ár, þegar móðirin var að svæfa hana, klórað sér í klofinu og sagt „pabbi skegg kitlar.“ Um morguninn hefði móðirin síðan tekið eftir að útferð var í nærbuxum barnsins. Rannsókn felld niður Faðirinn var handtekinn í október 2018 og færður til yfirheyrslu. Hann neitaði eindregið að hafa brotið gegn dóttur sinni og kvaðst ekki hafa neinar óeðlilegar kenndir til barna. Hann kannaðist þó við að vera viðkvæmur þannig að sér risi hold af engu tilefni án þess að ástæður þess væru kynferðislegar. Nánar spurður sagði hann að þetta hefði ekkert að gera með barnið fremur en eitthvað annað. Lögregla felldi rannsókn málsins niður enda taldi hún ekki tilefni til að halda henni áfram. Meint kynferðisbrot mannsins voru ekki tekin til greina við meðferð málsins hjá dómstólum. Föðurnum upphaflega dæmd forsjá Faðirinn höfðaði mál fyrir héraðsdómi í apríl 2019 og krafðist þess að fá einn forsjá dóttur sinnar. Móðirin andmælti og krafðist forsjár. Héraðsdómur dæmdi föðurnum forsjá og jafna umgengni. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi móðurinni forsjá og ákvað að umgengni föðurins yrði frá laugardegi til þriðjudags, aðra hvora viku. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki væri unnt að dæma sameiginlega forsjá sökum samskiptaörðuleika foreldranna. Fór svo að móðurinni var dæmd forsjá barnsins. Í skýrslu matsmanns kom fram að báðir foreldrar væru fullhæfir til að annast barnið. Móðirin var ósátt við matið og óskaði eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna. Beiðni hennar var hafnað á öllum dómstigum. Föðurnum dæmd mikil umgengni Hæstiréttur telur að barninu sé fyrir bestu að vera í sem mestum samskiptum við föður sinn. Í því skyni var föðurnum dæmd nokkuð mikil umgengni við barnið. Það verður hjá föður sínum frá fimmtudegi til sunnudags, aðra hvora viku. Þá mun barnið dvelja hjá föðurnum viku í senn á tveggja mánaða fresti. Í niðurstöðum dómsins kom fram að meint kynferðisbrot föðursins gagnvart barninu hefðu enga þýðingu fyrir ákvörðun um umgengni. Með öðrum orðum telur Hæstiréttur barninu ekki stafa nokkur hætta af föður sínum. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn hennar breytt.
Dómsmál Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira