Fundur forsetanna laus við „fjandskap“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 16:56 Biden og Pútín sitja fyrir myndum í sveitasetri nærri Genf þar sem þeir funduðu í dag. AP/Denis Balibouse Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var. Mikil spenna sem verið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands undanfarin ár og litlar væntingar voru gerðar til þess að fundur Biden og Pútín á sveitasetri við Genf í Sviss bæri mikinn árangur. Að fundi loknum sagði Pútín að viðræðurnar hefðu verið „nokkuð uppbyggilegar“ og enginn „fjandskapur“ hefði verið á milli þeirra Biden. „Mat okkar á mörgum málum er ólíkt en að mínu mati sýndu báðir aðilar fram á vilja til að skilja hvor annan og leita leiða til að ná saman,“ sagði Pútín. Þegar uppi var staðið stóð fundur forsetanna yfir í innan við þrjár klukkustundir. Seinni hluti fundarins átti að vera tvískiptur með stuttu hléi en ekkert varð af síðari hlutanum, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetarnir tveir héldu ekki sameiginlegan blaðamannafund að viðræðunum loknum. Þegar Pútín ræddi einn við blaðamenn sagði hann að þeir Biden hefði náð samkomulagi um að taka aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem hafa verið í nokkru uppnámi undanfarin misseri. Einnig ákváðu forsetarnir að senda sendiherra sína til baka. Rússar kölluðu sendiherra sinn í Washington-borg heim eftir að Biden lýsti Pútín sem „morðingja“ fyrir um þremur mánuðum. Bandaríski sendiherrann yfirgaf Moskvu eftir að rússnesk stjórnvöld sögðu að hann ætti að snúa heim til skrafs og ráðagerða við Bandaríkjastjórn fyrir um tveimur mánuðum. Wow. An ABC reporter is called upon for a question, tells Putin, "the list of your political opponents who are dead, imprisoned, or jailed is long," and asks, "what are you so afraid of?" Putin doesn't exactly reject the premise of her question. pic.twitter.com/xaILsr9CMZ— Aaron Rupar (@atrupar) June 16, 2021 „Við hvað ertu svona hræddur?“ Fátt var um svör hjá Pútín þegar fréttakona bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar spurði hann út í langan lista pólitískra andstæðinga hans sem væru ýmist látnir eða fangelsaðir. „Við hvað ertu svona hræddur?“ var spurning hennar til Pútín. Reyndi Pútín enn og aftur að drepa spurningunni á dreif með því að tala um viðbrögð bandarískra yfirvalda við árás stuðningsamanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Í meðförum Pútín hafi bandarísk yfirvöld skilgreint fólk „með kröfur“ sem glæpamenn og hótað þeim áralöngu fangelsi. Hundruð manna sem réðust inn í þinghúsið hafa verið sótt til saka í Bandaríkjunum. Í árásinni réðst múgur að lögreglumönnum og slösuðu marga þeirra, suma alvarlega. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í átökunum og tveir aðrir sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Lörgreglumenn skutu einn árásarmannanna til bana. Stjórn Pútín hefur aftur á móti verið sökuð um að standa að morðum og tilræðum við andófsfólk, stjórnarandstæðinga og blaðamenn í gegnum tíðina. Nú síðast lýstu rússnesk stjórnvöld öflugustu samtök stjórnarandstöðunnar ólögleg öfgasamtök sem kemur í veg fyrir að félagar í þeim geti boðið sig fram til þingkosninga í haust. Bandaríkin Rússland Sviss Joe Biden Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Mikil spenna sem verið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands undanfarin ár og litlar væntingar voru gerðar til þess að fundur Biden og Pútín á sveitasetri við Genf í Sviss bæri mikinn árangur. Að fundi loknum sagði Pútín að viðræðurnar hefðu verið „nokkuð uppbyggilegar“ og enginn „fjandskapur“ hefði verið á milli þeirra Biden. „Mat okkar á mörgum málum er ólíkt en að mínu mati sýndu báðir aðilar fram á vilja til að skilja hvor annan og leita leiða til að ná saman,“ sagði Pútín. Þegar uppi var staðið stóð fundur forsetanna yfir í innan við þrjár klukkustundir. Seinni hluti fundarins átti að vera tvískiptur með stuttu hléi en ekkert varð af síðari hlutanum, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetarnir tveir héldu ekki sameiginlegan blaðamannafund að viðræðunum loknum. Þegar Pútín ræddi einn við blaðamenn sagði hann að þeir Biden hefði náð samkomulagi um að taka aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem hafa verið í nokkru uppnámi undanfarin misseri. Einnig ákváðu forsetarnir að senda sendiherra sína til baka. Rússar kölluðu sendiherra sinn í Washington-borg heim eftir að Biden lýsti Pútín sem „morðingja“ fyrir um þremur mánuðum. Bandaríski sendiherrann yfirgaf Moskvu eftir að rússnesk stjórnvöld sögðu að hann ætti að snúa heim til skrafs og ráðagerða við Bandaríkjastjórn fyrir um tveimur mánuðum. Wow. An ABC reporter is called upon for a question, tells Putin, "the list of your political opponents who are dead, imprisoned, or jailed is long," and asks, "what are you so afraid of?" Putin doesn't exactly reject the premise of her question. pic.twitter.com/xaILsr9CMZ— Aaron Rupar (@atrupar) June 16, 2021 „Við hvað ertu svona hræddur?“ Fátt var um svör hjá Pútín þegar fréttakona bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar spurði hann út í langan lista pólitískra andstæðinga hans sem væru ýmist látnir eða fangelsaðir. „Við hvað ertu svona hræddur?“ var spurning hennar til Pútín. Reyndi Pútín enn og aftur að drepa spurningunni á dreif með því að tala um viðbrögð bandarískra yfirvalda við árás stuðningsamanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Í meðförum Pútín hafi bandarísk yfirvöld skilgreint fólk „með kröfur“ sem glæpamenn og hótað þeim áralöngu fangelsi. Hundruð manna sem réðust inn í þinghúsið hafa verið sótt til saka í Bandaríkjunum. Í árásinni réðst múgur að lögreglumönnum og slösuðu marga þeirra, suma alvarlega. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í átökunum og tveir aðrir sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Lörgreglumenn skutu einn árásarmannanna til bana. Stjórn Pútín hefur aftur á móti verið sökuð um að standa að morðum og tilræðum við andófsfólk, stjórnarandstæðinga og blaðamenn í gegnum tíðina. Nú síðast lýstu rússnesk stjórnvöld öflugustu samtök stjórnarandstöðunnar ólögleg öfgasamtök sem kemur í veg fyrir að félagar í þeim geti boðið sig fram til þingkosninga í haust.
Bandaríkin Rússland Sviss Joe Biden Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira