Þá segir maður miðjumanninum að þruma einhvern niður og hleypa leiknum upp í bál og brand Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 16:00 Ólafur Jóhannesson gerði Val að Íslandsmeisturum árin 2017 og 2018. Vísir/Vilhelm Munurinn á miðju Vals og Breiðabliks í Pepsi Max deild karla var ræddur í Stúkunni í gærkvöld að loknum 3-1 sigri Vals. Ólafur Jóhannesson hefði viljað sjá miðjumenn Breiðabliks fara í eins og eina tæklingu til að koma sér inn í leikinn. „Við vorum aðeins að ræða miðjubaráttu liðanna þegar við vorum að horfa á þennan leik. Valsmenn voru bara yfir í allri baráttu á miðjunni í þessum fótboltaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Eins og ég sagði áðan þá fannst mér Valsmenn líkamlega sterkari. Fóru harðar í allar tæklingar, fengu gul spjöld og svona á meðan Blikarnir eru bara í sínum bolta. Sparka og halda honum aðeins, þeir gera það reyndar ágætlega en í svona fótboltaleik. Hvað gerir maður stundum í svona fótboltaleik þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp og svona, þá segir maður við miðjumanninn að þruma bara einhvern niður. Hleypa helvítis leiknum upp í bál og brand,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Gefa tóninn. Get sagt við Oliver [Sigurjónsson, miðjumann Breiðabliks]: farðu í Hauk [Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals] og þrumaðu hann niður. Þá verður allt vitlaust, það kannski kveikir í mönnum. Í staðinn er þetta áfram eins og … það gerist ekkert,“ bætti Ólafur við. Stefán Árni minntist á hversu skrítið það væri að leikmenn Blika hafi ekki fengið gult spjald fyrr en í uppbótartíma þegar leikurinn er farinn. „Allir miðjumenn Vals í leiknum eru komnir með gult spjald í fyrri hálfleik. Það gefur vísbendingar um að Valsarar vildu og ætluðu að spila hart á Blikana á miðsvæðinu og gefa tóninn þar. Síðan eru Blikarnir með á bekknum bæði Finn Orra [Margeirsson] og Andra Rafn [Yeoman] sem kom frábærlega inn í þessum leik,“ sagði Jón Þór Hauksson um það. „Finnur Orri auðvitað grjótharður og kannski hefði maður viljað sjá hann inn á miðsvæðinu í svona stórum leik. Auðvitað auðvelt fyrir okkur að tala um það núna en Valsararnir voru, og eru mjög öflugir inn á miðjunni.“ Þessa umræðu sem og svar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika, við henni má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Breiðablik Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
„Við vorum aðeins að ræða miðjubaráttu liðanna þegar við vorum að horfa á þennan leik. Valsmenn voru bara yfir í allri baráttu á miðjunni í þessum fótboltaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Eins og ég sagði áðan þá fannst mér Valsmenn líkamlega sterkari. Fóru harðar í allar tæklingar, fengu gul spjöld og svona á meðan Blikarnir eru bara í sínum bolta. Sparka og halda honum aðeins, þeir gera það reyndar ágætlega en í svona fótboltaleik. Hvað gerir maður stundum í svona fótboltaleik þar sem hlutirnir ganga ekki alveg upp og svona, þá segir maður við miðjumanninn að þruma bara einhvern niður. Hleypa helvítis leiknum upp í bál og brand,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Gefa tóninn. Get sagt við Oliver [Sigurjónsson, miðjumann Breiðabliks]: farðu í Hauk [Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals] og þrumaðu hann niður. Þá verður allt vitlaust, það kannski kveikir í mönnum. Í staðinn er þetta áfram eins og … það gerist ekkert,“ bætti Ólafur við. Stefán Árni minntist á hversu skrítið það væri að leikmenn Blika hafi ekki fengið gult spjald fyrr en í uppbótartíma þegar leikurinn er farinn. „Allir miðjumenn Vals í leiknum eru komnir með gult spjald í fyrri hálfleik. Það gefur vísbendingar um að Valsarar vildu og ætluðu að spila hart á Blikana á miðsvæðinu og gefa tóninn þar. Síðan eru Blikarnir með á bekknum bæði Finn Orra [Margeirsson] og Andra Rafn [Yeoman] sem kom frábærlega inn í þessum leik,“ sagði Jón Þór Hauksson um það. „Finnur Orri auðvitað grjótharður og kannski hefði maður viljað sjá hann inn á miðsvæðinu í svona stórum leik. Auðvitað auðvelt fyrir okkur að tala um það núna en Valsararnir voru, og eru mjög öflugir inn á miðjunni.“ Þessa umræðu sem og svar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika, við henni má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Breiðablik Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira