Bjargráður verður græddur í Eriksen Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 10:08 Samherjar Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann. Stuart Franklin/Pool via AP Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. Bjargráður er tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Eriksen hefur dvalið á spítalanum Rigshospitalet í Kaupmannahöfn síðan á laugardag og gengist undir fjölda hjartarannsókna. Það var mat lækna á spítalanum að Eriksen þyrfti að fá græddan í sig bjargráð. Endurlífga þurfti Eriksen eftir að hann hneig niður á vellinum síðasta laugardag. Einn læknanna sem sá um að endurlífgunina segir að Eriksen hafi komist aftur til meðvitundar eftir um hálfa mínútu og gat þá talað við læknana. „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“ „Það var áhrifamikið augnablik því almennt eru líkurnar á vel heppnaðri endurlífgun ekki svo miklar,“ sagði læknirinn Jens Kleinfeld. Hann segist hafa spurt Eriksen hvort hann væri „kominn til baka til okkar“ þegar hann opnaði augun og Eriksen hafi þá svarað: „Já, ég her hérna með ykkur“ og síðan sagt: „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“. „Þá vissi ég að hann hafði ekki orðið fyrir neinum heilaskemmdum og að það væri allt í lagi með hann,“ segir læknirinn. Næsti leikur Dana á Evrópumótinu er við Belga og fer fram klukkan 16 í dag. Danir töpuðu leiknum við Finna en stjórnendur mótsins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa ekki frestað leiknum eftir atvikið lengur en gert var. Hann var kláraður um laugardagskvöldið eftir að ljóst var orðið að í lagi væri með Eriksen. Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18 England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Sjá meira
Bjargráður er tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Eriksen hefur dvalið á spítalanum Rigshospitalet í Kaupmannahöfn síðan á laugardag og gengist undir fjölda hjartarannsókna. Það var mat lækna á spítalanum að Eriksen þyrfti að fá græddan í sig bjargráð. Endurlífga þurfti Eriksen eftir að hann hneig niður á vellinum síðasta laugardag. Einn læknanna sem sá um að endurlífgunina segir að Eriksen hafi komist aftur til meðvitundar eftir um hálfa mínútu og gat þá talað við læknana. „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“ „Það var áhrifamikið augnablik því almennt eru líkurnar á vel heppnaðri endurlífgun ekki svo miklar,“ sagði læknirinn Jens Kleinfeld. Hann segist hafa spurt Eriksen hvort hann væri „kominn til baka til okkar“ þegar hann opnaði augun og Eriksen hafi þá svarað: „Já, ég her hérna með ykkur“ og síðan sagt: „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“. „Þá vissi ég að hann hafði ekki orðið fyrir neinum heilaskemmdum og að það væri allt í lagi með hann,“ segir læknirinn. Næsti leikur Dana á Evrópumótinu er við Belga og fer fram klukkan 16 í dag. Danir töpuðu leiknum við Finna en stjórnendur mótsins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa ekki frestað leiknum eftir atvikið lengur en gert var. Hann var kláraður um laugardagskvöldið eftir að ljóst var orðið að í lagi væri með Eriksen.
Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18 England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Sjá meira
Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18
England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30