Höfða mál á hendur klámrisa vegna myndbanda án samþykkis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 23:21 Inni á vefnum er að finna ógrynni kláms sem tæki mun meira en heila mannsævi að horfa á. Gabe Ginsberg/FilmMagic Á fjórða tug kvenna hafa höfðað hópmál gegn fyrirtækinu Mindgeek, sem á og rekur klámsíðuna Pornhub. Konurnar segja vefsíðuna hýsa myndbönd af þeim, sem var hlaðið upp án þeirra samþykkis. Málið er höfðað í Kaliforníuríki en í málsgögnum er Mindgeek sakað um að vera glæpafyrirtæki. Pornhub hefur gefið út yfirlýsingu þar sem öllum ásökunum er hafnað og þær sagðar „rangar, fáránlegar og óábyrgar.“ „Pornhub hefur enga þolinmæði fyrir ólöglegu efni og rannsakar allar kvartanir eða ásakanir er varða efni á okkar miðlum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem segir að hvert einasta myndband sem hlaðið er upp á vefinn sé yfirfarið af manneskjum. BBC greinir þó frá því að Pornhub geri ekki kröfu um að aldur fólks sem birtist í myndböndum á síðunni sé kannaður, og þannig liggi ekki alltaf fyrir hvort um ólögráða einstaklinga sé að ræða í myndböndunum, og þar af leiðandi barnaklám. Þá liggi ekki fyrir hvort fólk í myndböndunum hafi yfir höfuð gefið samþykki fyrir því að myndböndunum yrði hlaðið upp á vefinn. Ein kvennanna sem höfða málið segist hafa verið 17 ára þegar kærasti hennar gekk á eftir henni um að gera myndband þar sem hún var nakin. Konan, sem kom ekki fram undir sínu rétta nafni í viðtalinu, segir að myndbandinu hafi í kjölfarið verið hlaðið upp á klámsíðuna án sinnar vitundar. Árið 2019 voru heimsóknir á síðuna 42 milljarðar talsins, og mátti þar finna 6,83 milljónir myndbanda, sem samanlagt tæki 169 ár að horfa á. Pornhub hefur ekki gefið upp hversu marga starfsmenn þeir eru með í vinnu hjá sér við að fara yfir efni sem hlaðið er upp á vefinn. Í desember á síðasta ári virtust niðurstöður rannsóknar á vegum New York Times þá sýna að á síðunni væri að finna fjöldann allan af myndböndum sem sýndu barnaníð og jafnvel nauðganir, en forsvarsmenn síðunnar höfnuðu þeim ásökunum jafnt sem öðrum. Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Málið er höfðað í Kaliforníuríki en í málsgögnum er Mindgeek sakað um að vera glæpafyrirtæki. Pornhub hefur gefið út yfirlýsingu þar sem öllum ásökunum er hafnað og þær sagðar „rangar, fáránlegar og óábyrgar.“ „Pornhub hefur enga þolinmæði fyrir ólöglegu efni og rannsakar allar kvartanir eða ásakanir er varða efni á okkar miðlum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem segir að hvert einasta myndband sem hlaðið er upp á vefinn sé yfirfarið af manneskjum. BBC greinir þó frá því að Pornhub geri ekki kröfu um að aldur fólks sem birtist í myndböndum á síðunni sé kannaður, og þannig liggi ekki alltaf fyrir hvort um ólögráða einstaklinga sé að ræða í myndböndunum, og þar af leiðandi barnaklám. Þá liggi ekki fyrir hvort fólk í myndböndunum hafi yfir höfuð gefið samþykki fyrir því að myndböndunum yrði hlaðið upp á vefinn. Ein kvennanna sem höfða málið segist hafa verið 17 ára þegar kærasti hennar gekk á eftir henni um að gera myndband þar sem hún var nakin. Konan, sem kom ekki fram undir sínu rétta nafni í viðtalinu, segir að myndbandinu hafi í kjölfarið verið hlaðið upp á klámsíðuna án sinnar vitundar. Árið 2019 voru heimsóknir á síðuna 42 milljarðar talsins, og mátti þar finna 6,83 milljónir myndbanda, sem samanlagt tæki 169 ár að horfa á. Pornhub hefur ekki gefið upp hversu marga starfsmenn þeir eru með í vinnu hjá sér við að fara yfir efni sem hlaðið er upp á vefinn. Í desember á síðasta ári virtust niðurstöður rannsóknar á vegum New York Times þá sýna að á síðunni væri að finna fjöldann allan af myndböndum sem sýndu barnaníð og jafnvel nauðganir, en forsvarsmenn síðunnar höfnuðu þeim ásökunum jafnt sem öðrum.
Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05
Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22