Skelfilegt ástand í málefnum flóttafólks Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2021 12:01 Flóttafólk frá Tigray-héraði í Eþíópíu í búðum í Súdan. EPA-EFE/LENI KINZLI Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Sviðstjóri hjá Rauða krossinum segir stöðuna skelfilega. Áttatíu og tvær milljónir eru nú á flótta og er þetta tvöfaldur fjöldi á við það sem var fyrir áratug. Að því er kemur fram í skýrslunni fjölgaði flóttamönnum um rúmar ellefu milljónir í fyrra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr umsóknum um hæli og flutningum á milli landa, einkum vegna kórónuveirufaraldursins, hélt flóttamönnum sum sé áfram að fjölga og fjölgunin var sömuleiðis meiri en árið 2019. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á mannúðar- og hjálparsviði hjá Rauða krossinum á Íslandi segir stöðuna vægast sagt skelfilega. „Það að næstum 1 af hverjum 100 jarðarbúum sé á flótta er óviðunandi og ætti ekki að líðast. Því miður eru tölurnar að hækka þannig fleiri og fleiri eru að leggjast á flótta. Ástæðurnar eru margvíslegar. Það eru átök, það er mikil fátækt, svo eru loftslagsbreytingar að valda fólksflótta líka. Svo mætti lengi áfram telja. Þannig staðan er vægast sagt mjög slæm,“ segir Atli. Auka þurfi alþjóðlega samvinnu og beita sér fyrir friðsamlegri lausn deilumála til að sporna við þróuninni. Sömuleiðis sé þörf á að styðja við fátækar og stríðshrjáðar þjóðir. Þá segir hann þörf á að minna á þá staðreynd að fólk vilji helst vera heima hjá sér og það sé algjört neyðarúrræði að fara á flótta. „Níutíu prósent þeirra sem fara yfir landamæri, flýja heimaland sitt, eru að leita hælis í nágrannaríkjum sem oft eru líka fátæk og jafnvel óstöðug. Þannig þetta eru fyrst og fremst fátækari ríki sem eru að bera þessar þyngstu byrgðar varðandi aðstoð við flóttafólk og það er fólk frá þessum löndum sem er að flýja,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum. Flóttamenn Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Áttatíu og tvær milljónir eru nú á flótta og er þetta tvöfaldur fjöldi á við það sem var fyrir áratug. Að því er kemur fram í skýrslunni fjölgaði flóttamönnum um rúmar ellefu milljónir í fyrra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr umsóknum um hæli og flutningum á milli landa, einkum vegna kórónuveirufaraldursins, hélt flóttamönnum sum sé áfram að fjölga og fjölgunin var sömuleiðis meiri en árið 2019. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á mannúðar- og hjálparsviði hjá Rauða krossinum á Íslandi segir stöðuna vægast sagt skelfilega. „Það að næstum 1 af hverjum 100 jarðarbúum sé á flótta er óviðunandi og ætti ekki að líðast. Því miður eru tölurnar að hækka þannig fleiri og fleiri eru að leggjast á flótta. Ástæðurnar eru margvíslegar. Það eru átök, það er mikil fátækt, svo eru loftslagsbreytingar að valda fólksflótta líka. Svo mætti lengi áfram telja. Þannig staðan er vægast sagt mjög slæm,“ segir Atli. Auka þurfi alþjóðlega samvinnu og beita sér fyrir friðsamlegri lausn deilumála til að sporna við þróuninni. Sömuleiðis sé þörf á að styðja við fátækar og stríðshrjáðar þjóðir. Þá segir hann þörf á að minna á þá staðreynd að fólk vilji helst vera heima hjá sér og það sé algjört neyðarúrræði að fara á flótta. „Níutíu prósent þeirra sem fara yfir landamæri, flýja heimaland sitt, eru að leita hælis í nágrannaríkjum sem oft eru líka fátæk og jafnvel óstöðug. Þannig þetta eru fyrst og fremst fátækari ríki sem eru að bera þessar þyngstu byrgðar varðandi aðstoð við flóttafólk og það er fólk frá þessum löndum sem er að flýja,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum.
Flóttamenn Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira