„Barnalegt og í rauninni skelfilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 10:31 Freyr Alexandersson segir Ungverja hafa gert sig seka um slæm mistök. Vísir/Stöð 2 Sport Ungverjaland og Frakkland gerðu 1-1 jafntefli á Evrópumótinu í fótbolta í Búdapest í gær. Eftir frábæra frammistöðu gerðu Ungverjar sig seka um ein slæm mistök sem kostuðu þá þrjú stig úr leiknum. Ungverjar mættu vel skipulagðir og harðduglegir til leiks gegn heimsmeisturum Frakka og gáfu vart nein færi á sér, sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem þeir voru 1-0 yfir. „Þeir framfylgdu sínu, svo sannarlega, voru hugrakkir, sterkir, og stemningin á vellinum alveg mögnuð. Það gaf þeim mikla orku, það er kannski klisja, en það hjálpaði svo sannarlega. Leikplanið gekk fullkomnlega upp. sagði Freyr sem benti svo á það hversu skynsamir þeir ungversku voru í sínum sóknaraðgerðum, þar sem þeir skildu ávallt eftir marga leikmenn til baka til að verjast skyndisóknum Frakka.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í þættinum EM í dag, í gærkvöld. „Þeir skildu eftir átta leikmenn í svokölluðu jafnvægi, til að fá ekki á sig skyndisókn, af því að Frakkarnir eru sennilega besta skyndisóknarlið í heimi. Eini tilgangurinn 1-0 yfir er að sækja aukaspyrnu til þess að vinna inn tíma, og mögulega sækja annað mark.“ bætti hann við. Þarf ekki meira en ein mistök gegn Frökkum Þannig var upplegg Ungverja raunar allan leikinn. Að einu atviki undanskildu, þar sem þeir fengu aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu um miðjan síðari hálfleik. Þar urðu þeim á mistök. „Átta leikmenn [fóru fram], sem þýðir að það eru bara tveir til baka. Þar erum við með þessa tvo, á móti tveimur [sóknarmönnum Frakka]. Miðað við hvað þeir lögðu mikla áherslu á að hafa jafnvægi og fá ekki skyndisókn á sig bara augnablikinu á undan, þá er þetta barnalegt og í rauninni skelfilegt. Því að niðurstaðan úr þessu er skyndisókn hjá Frökkum þar sem þú ert að fara fá á þig Kylian Mbappé, fljótasta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Freyr. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni þar sem skyndisókn Frakka lauk með marki Antoine Griezmann sem tryggði heimsmeisturunum með því eitt stig úr leiknum. Yfirferð Freys Alexanderssonar á atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Freyr fer yfir mark Frakka EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Ungverjar mættu vel skipulagðir og harðduglegir til leiks gegn heimsmeisturum Frakka og gáfu vart nein færi á sér, sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem þeir voru 1-0 yfir. „Þeir framfylgdu sínu, svo sannarlega, voru hugrakkir, sterkir, og stemningin á vellinum alveg mögnuð. Það gaf þeim mikla orku, það er kannski klisja, en það hjálpaði svo sannarlega. Leikplanið gekk fullkomnlega upp. sagði Freyr sem benti svo á það hversu skynsamir þeir ungversku voru í sínum sóknaraðgerðum, þar sem þeir skildu ávallt eftir marga leikmenn til baka til að verjast skyndisóknum Frakka.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í þættinum EM í dag, í gærkvöld. „Þeir skildu eftir átta leikmenn í svokölluðu jafnvægi, til að fá ekki á sig skyndisókn, af því að Frakkarnir eru sennilega besta skyndisóknarlið í heimi. Eini tilgangurinn 1-0 yfir er að sækja aukaspyrnu til þess að vinna inn tíma, og mögulega sækja annað mark.“ bætti hann við. Þarf ekki meira en ein mistök gegn Frökkum Þannig var upplegg Ungverja raunar allan leikinn. Að einu atviki undanskildu, þar sem þeir fengu aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu um miðjan síðari hálfleik. Þar urðu þeim á mistök. „Átta leikmenn [fóru fram], sem þýðir að það eru bara tveir til baka. Þar erum við með þessa tvo, á móti tveimur [sóknarmönnum Frakka]. Miðað við hvað þeir lögðu mikla áherslu á að hafa jafnvægi og fá ekki skyndisókn á sig bara augnablikinu á undan, þá er þetta barnalegt og í rauninni skelfilegt. Því að niðurstaðan úr þessu er skyndisókn hjá Frökkum þar sem þú ert að fara fá á þig Kylian Mbappé, fljótasta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Freyr. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni þar sem skyndisókn Frakka lauk með marki Antoine Griezmann sem tryggði heimsmeisturunum með því eitt stig úr leiknum. Yfirferð Freys Alexanderssonar á atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Freyr fer yfir mark Frakka EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira