Fimm sem stálu fyrirsögnunum í annarri umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2021 11:45 Robin Everardus Gosens, maðurinn á bakvið magnaðan 4-2 sigur Þýskalands á Portúgal. Federico Gambarini/Getty Images Nú þegar annarri umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins. 5. Gareth Bale Stórstjarna Walesverja stóð heldur betur undir nafni er liðið vann frekar óvæntan 2-0 sigur á Tyrkjum í A-riðli. Bale lagði upp bæði mörk liðsins. Fyrra markið var glæsileg sending yfir vörn Tyrkja á Aaron Ramsey sem tók vel við knettinum og lagði hann snyrtilega í netið. Síðara markið skoraði Connor Roberts eftir að Bale óð inn á teig eftir að Wales tók hornspyrnu stutt í uppbótartíma. Bale hefði getað fullkomnað frábæran leik með marki en hann tók eina slökustu vítaspyrnu síðari tíma þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Það kom þó ekki að sök að þessu sinni. 4. Kevin De Bruyne Innkoma Kevin De Bruyne breytti gangi mála á Parken er Belgía sneri stöðunni úr því að vera 1-0 undir gegn Danmörku í að vinna 2-1. De Bruyne var hvíldur í fyrsta leik gegn Rússlandi og eftir mjög tilfinningaþrunginn fyrri hálfleik á Parken kom miðjumaðurinn ferskur inn á og breytti gangi mála. Hann lagði upp fyrra markið eftir frábæran sprett Romelu Lukaku og skoraði síðara markið svo sjálfur. 3. Manuel Locatelli Ítalía byrjar EM af krafti. Tveir 3-0 sigrar komnir í hús og liðið í betri málum en það hefur verið í langan tíma. Manuel Locatelli, 23 ára gamall miðjumaður Sassuolo í Serie A, nýtti heldur betur tækifærið gegn Sviss. Hann skoraði tvívegis og átti frábæran leik. Fyrra markið skoraði hann með hægri fæti eftir gott hlaup inn á teig og það síðara var þrumufleygur með vinstri fæti. Frábær frammistaða og ljóst að Marco Veratti mun ekki labba inn í byrjunarlið Ítala þegar hann verður leikfær á ný. 2. Alexander Isak „Næsti Zlatan“ hefur ekki enn skorað á mótinu en samt sem áður verið allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar sem er komið með fjögur stig eftir markalaust jafntefli gegn Spáni og 1-0 sigur gegn Slóvakíu. Þessi 21 árs gamli framherji hefur sýnt frábæra takta á mótinu þó svo að Svíar hafi eytt mestum tíma sínum á vellinum í vörn. Þegar hann fær boltann skapast alltaf nær hætta upp við mark mótherjanna. 1. Robin Everardus Gosens Hinn hálf þýski og hálf hollenski Robin Gosens var fyrir mót ekki leikmaður sem var talinn líklegur til að einoka fyrirsagnirnar. Hann fékk fyrst tækifæri í þýska liðinu á síðasta ári en þessi 26 ára gamli vinstri bakvörður stal heldur betur senunni í 4-2 sigri Þýskalands á Portúgal. Þjóðverjar urðu að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr dauðariðlinum, sem þeir og gerðu þökk sé frábærri frammistöðu Gosens í stöðu vinstri vængbakvarðar í 3-4-2-1 leikkerfi Joachim Löw. Gosens var ekki lengi að láta til sín taka. Hann skoraði mark sem var dæmt af á fimmtu mínútu og átti skot sem var varið áður en hann átti skot sem Rúben Dias, miðvörður Portúgals, setti í eigið net. Gosens lagði einnig upp þriðja mark Þýskalands áður en hann skoraði það fjórða sjálfur. Frábær frammistaða hjá leikmanni sem var orðinn 25 ára gamall þegar hann fékk loks tækifæri með landsliðinu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 16. júní 2021 07:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
5. Gareth Bale Stórstjarna Walesverja stóð heldur betur undir nafni er liðið vann frekar óvæntan 2-0 sigur á Tyrkjum í A-riðli. Bale lagði upp bæði mörk liðsins. Fyrra markið var glæsileg sending yfir vörn Tyrkja á Aaron Ramsey sem tók vel við knettinum og lagði hann snyrtilega í netið. Síðara markið skoraði Connor Roberts eftir að Bale óð inn á teig eftir að Wales tók hornspyrnu stutt í uppbótartíma. Bale hefði getað fullkomnað frábæran leik með marki en hann tók eina slökustu vítaspyrnu síðari tíma þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Það kom þó ekki að sök að þessu sinni. 4. Kevin De Bruyne Innkoma Kevin De Bruyne breytti gangi mála á Parken er Belgía sneri stöðunni úr því að vera 1-0 undir gegn Danmörku í að vinna 2-1. De Bruyne var hvíldur í fyrsta leik gegn Rússlandi og eftir mjög tilfinningaþrunginn fyrri hálfleik á Parken kom miðjumaðurinn ferskur inn á og breytti gangi mála. Hann lagði upp fyrra markið eftir frábæran sprett Romelu Lukaku og skoraði síðara markið svo sjálfur. 3. Manuel Locatelli Ítalía byrjar EM af krafti. Tveir 3-0 sigrar komnir í hús og liðið í betri málum en það hefur verið í langan tíma. Manuel Locatelli, 23 ára gamall miðjumaður Sassuolo í Serie A, nýtti heldur betur tækifærið gegn Sviss. Hann skoraði tvívegis og átti frábæran leik. Fyrra markið skoraði hann með hægri fæti eftir gott hlaup inn á teig og það síðara var þrumufleygur með vinstri fæti. Frábær frammistaða og ljóst að Marco Veratti mun ekki labba inn í byrjunarlið Ítala þegar hann verður leikfær á ný. 2. Alexander Isak „Næsti Zlatan“ hefur ekki enn skorað á mótinu en samt sem áður verið allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar sem er komið með fjögur stig eftir markalaust jafntefli gegn Spáni og 1-0 sigur gegn Slóvakíu. Þessi 21 árs gamli framherji hefur sýnt frábæra takta á mótinu þó svo að Svíar hafi eytt mestum tíma sínum á vellinum í vörn. Þegar hann fær boltann skapast alltaf nær hætta upp við mark mótherjanna. 1. Robin Everardus Gosens Hinn hálf þýski og hálf hollenski Robin Gosens var fyrir mót ekki leikmaður sem var talinn líklegur til að einoka fyrirsagnirnar. Hann fékk fyrst tækifæri í þýska liðinu á síðasta ári en þessi 26 ára gamli vinstri bakvörður stal heldur betur senunni í 4-2 sigri Þýskalands á Portúgal. Þjóðverjar urðu að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr dauðariðlinum, sem þeir og gerðu þökk sé frábærri frammistöðu Gosens í stöðu vinstri vængbakvarðar í 3-4-2-1 leikkerfi Joachim Löw. Gosens var ekki lengi að láta til sín taka. Hann skoraði mark sem var dæmt af á fimmtu mínútu og átti skot sem var varið áður en hann átti skot sem Rúben Dias, miðvörður Portúgals, setti í eigið net. Gosens lagði einnig upp þriðja mark Þýskalands áður en hann skoraði það fjórða sjálfur. Frábær frammistaða hjá leikmanni sem var orðinn 25 ára gamall þegar hann fékk loks tækifæri með landsliðinu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 16. júní 2021 07:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 16. júní 2021 07:01