Brynjar Björn: Ég held að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur Árni Jóhannsson skrifar 20. júní 2021 19:43 Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson. vísir/bára Þjálfari HK var á því að skaðinn hafi eiginlega verið skeður fyrir sína menn í fyrri hálfleik í tapi HK á móti Stjörnunni í Garðabænum í dag. Leikurinn var hluti af 9. umferð Pepsi Max deildarinnar og enduðu leikar 2-1 Stjörnunni í vil. Brynjar Björn var spurður að því eftir leik hvort hans menn gætu verið ósáttir við að ná ekki allavega einu stigi úr leiknum í dag miðað við hvernig leikurinn þróaðist seinustu mínútur leiksins. „Já að vissu leyti en skaðinn var skeður eiginlega í fyrri hálfleik. Engu að síður var það ekkert mikið að segja í hálfleik en að vera aðeins árasargjarnari og pressa örlítið meira á Stjörnuna. Þetta voru vonbrigði að fá á sig þessi tvö mörk en upp úr því þá snerist þetta um að ná næsta marki í leikinn sem við gerðu og gaf okkur færi á að ná einhverju út úr leiknum og fengum við færi til þess en það var ekki svo í dag.“ HK hefur ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni undanfarna leiki og var Brynjar spurður út í það hvernig væri hægt að snúa skipinu við. „Baslið er að við erum ekki að fá nógu mikið af stigum en svona 80-90 prósent af tímanum erum við að spila vel fyrir utan kannski síðasta leik. Við vorum fínir hérna í seinni hálfleik og erum að fá góðar frammistöður en við þurfum að fara að fá stig. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram og berjast við erum með þannig hóp. Við þurfum að setja hælana í grasið og rífa okkur áfram.“ HK fékk dæmt á sig víti en markvörður liðsins gerði vel í að verja það og var Brynjar spurður út í hvort hann teldi það vera víti eða hvort það skipti engu máli þar sem það klikkaði. „Það var bara dæmt víti og Arnar varði það sem betur fer. Hefði verið mjög óheppilegur tímapunktur hefðu þeir skorað þarna þar sem við vorum nýbúnir að skora en þetta var samt ódýrt víti ef þú vilt fá að heyra mitt álit á því.“ Að lokum var spurt út í stöðuna á Martin Rauschenberg en hann er á láni til HK frá Stjörnunni og spilaði því ekki leikinn í dag á móti sínu liði. Brynjar hefði náttúrlega viljað að hann gæti spilað en var á því að þetta væri eðlilegt. „Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur. Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag.“ HK Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Brynjar Björn var spurður að því eftir leik hvort hans menn gætu verið ósáttir við að ná ekki allavega einu stigi úr leiknum í dag miðað við hvernig leikurinn þróaðist seinustu mínútur leiksins. „Já að vissu leyti en skaðinn var skeður eiginlega í fyrri hálfleik. Engu að síður var það ekkert mikið að segja í hálfleik en að vera aðeins árasargjarnari og pressa örlítið meira á Stjörnuna. Þetta voru vonbrigði að fá á sig þessi tvö mörk en upp úr því þá snerist þetta um að ná næsta marki í leikinn sem við gerðu og gaf okkur færi á að ná einhverju út úr leiknum og fengum við færi til þess en það var ekki svo í dag.“ HK hefur ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni undanfarna leiki og var Brynjar spurður út í það hvernig væri hægt að snúa skipinu við. „Baslið er að við erum ekki að fá nógu mikið af stigum en svona 80-90 prósent af tímanum erum við að spila vel fyrir utan kannski síðasta leik. Við vorum fínir hérna í seinni hálfleik og erum að fá góðar frammistöður en við þurfum að fara að fá stig. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram og berjast við erum með þannig hóp. Við þurfum að setja hælana í grasið og rífa okkur áfram.“ HK fékk dæmt á sig víti en markvörður liðsins gerði vel í að verja það og var Brynjar spurður út í hvort hann teldi það vera víti eða hvort það skipti engu máli þar sem það klikkaði. „Það var bara dæmt víti og Arnar varði það sem betur fer. Hefði verið mjög óheppilegur tímapunktur hefðu þeir skorað þarna þar sem við vorum nýbúnir að skora en þetta var samt ódýrt víti ef þú vilt fá að heyra mitt álit á því.“ Að lokum var spurt út í stöðuna á Martin Rauschenberg en hann er á láni til HK frá Stjörnunni og spilaði því ekki leikinn í dag á móti sínu liði. Brynjar hefði náttúrlega viljað að hann gæti spilað en var á því að þetta væri eðlilegt. „Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur. Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag.“
HK Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira