„Við eigum alltaf að mæta trylltir til leiks“ Atli Arason skrifar 20. júní 2021 22:32 Sævar Atli með boltann fyrr í sumar. vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, var augljóslega svekktur með 1-0 tapið gegn Keflavík er hann kom í viðtal við Vísi strax eftir leik. „Þetta er súrt. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel. Þeir áttu fyrstu 10 mínúturnar, við vorum lengi í gang og þeir skora úr föstu leikatriði sem við eigum klárlega að gera betur. Síðan er þetta jafnt, alveg stál í stál í fyrri hálfleik. Síðan komum við út í seinni hálfleik og erum þar miklu betri. Þeir liggja djúpt og við fengum 2-3 mjög góð færi til að jafna þennan leik en það datt ekki með okkur í dag,“ sagði Sævar Atli. Leiknir var eins og Sævar segir rosalega lengi í gang í dag. Keflavík átti öll hættulegu færi leiksins á fyrstu mínútunum. Leiknismenn sýndu lítið fram á við og það var ekki fyrr en á 75. mínútu leiksins þar sem fyrsta skot Leiknis á markramma Keflavíkur kemur. Sævar var spurður að því af hverju þeir voru svona lengi að komast í gang. „Ég veit það ekki. Mér fannst við alveg vera gíraðir í upphitun og svona en það er ekki hægt að taka mark á því. Þetta er góð spurning því við þurfum klárlega að gera betur í þessu því að við eigum alltaf að mæta trylltir til leiks,“ svaraði Sævar. Eftir flotta byrjun á mótinu hefur aðeins hallað undir hjá Leikni sem kom inn í þennan leik með tvö töp á bakinu. Gæti verið að töpin í undanförnum leikjum hafi setið eitthvað í Leiknismönnum í dag? „Nei alls ekki. Mér fannst við spila vel á móti HK í leik sem við töpuðum. KR leikurinn var algjörlega off en seinni hálfleikurinn í dag er góður. Ég hef engar áhyggjur, við þurfum bara að skora fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, að lokum. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
„Þetta er súrt. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel. Þeir áttu fyrstu 10 mínúturnar, við vorum lengi í gang og þeir skora úr föstu leikatriði sem við eigum klárlega að gera betur. Síðan er þetta jafnt, alveg stál í stál í fyrri hálfleik. Síðan komum við út í seinni hálfleik og erum þar miklu betri. Þeir liggja djúpt og við fengum 2-3 mjög góð færi til að jafna þennan leik en það datt ekki með okkur í dag,“ sagði Sævar Atli. Leiknir var eins og Sævar segir rosalega lengi í gang í dag. Keflavík átti öll hættulegu færi leiksins á fyrstu mínútunum. Leiknismenn sýndu lítið fram á við og það var ekki fyrr en á 75. mínútu leiksins þar sem fyrsta skot Leiknis á markramma Keflavíkur kemur. Sævar var spurður að því af hverju þeir voru svona lengi að komast í gang. „Ég veit það ekki. Mér fannst við alveg vera gíraðir í upphitun og svona en það er ekki hægt að taka mark á því. Þetta er góð spurning því við þurfum klárlega að gera betur í þessu því að við eigum alltaf að mæta trylltir til leiks,“ svaraði Sævar. Eftir flotta byrjun á mótinu hefur aðeins hallað undir hjá Leikni sem kom inn í þennan leik með tvö töp á bakinu. Gæti verið að töpin í undanförnum leikjum hafi setið eitthvað í Leiknismönnum í dag? „Nei alls ekki. Mér fannst við spila vel á móti HK í leik sem við töpuðum. KR leikurinn var algjörlega off en seinni hálfleikurinn í dag er góður. Ég hef engar áhyggjur, við þurfum bara að skora fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, að lokum.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira