Stemmingin góð en flækjustigið hátt fyrir Covid-Ólympíuleika Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2021 12:15 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á allan undirbúning leikanna. Getty/Carl Court Rétt rúmur mánuður er nú í að Ólympíuleikarnir hefjist í Japan. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir flækjustigið hátt vegna kórónuveirufaraldursins en góð stemming sé fyrir þessum fordæmalausu Ólympíuleikum. Leikarnir áttu upphaflega að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna faraldursins. Nú, ári síðar, er farið að styttast í að þátttakendur mæti til leiks. Faraldurinn hefur einkennt allan undirbúning en í dag var greint frá því að allt að tíu þúsund japönskum áhorfendum, engum erlendum, verði hleypt á leikvanga. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir andstöðu heilbrigðissérfræðinga enda er óttast að faraldurinn taki kipp í Japan vegna leikanna. Ef svo fer verða reglur samstundis hertar, samkvæmt því sem skipuleggjendur og stjórnvöld segja. Allir bólusettir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, segir flækjustigið hátt. Sambandið fylgist þó grannt með öllum tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Við fórum inn í þetta prógramm hjá nefndinni varðandi bólusetningar hjá öllum sem reyna að ná lágmörkum á leikana sem og aðstoðarfólki. Þannig það eru allir bólusettir í dag,“ segir Líney. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.MYND/LÖGREGLAN ÍSÍ muni fylgja öllum fyrirmælum og reglum en þátttakendur og starfsfólk þarf að bera grímur, spritta sig og mæta í dagleg próf svo fátt eitt sé nefnt. Líney segir stemminguna fyrir leikunum þó góða. Lítill íslenskur hópur fullur tilhlökkunar „Ef ég horfi til kollega minna í Evrópu er góð stemming fyrir leikunum. Að því sögðu þá eru allir að reyna að gera þetta með sem bestum hætti og með öryggi þátttakenda að leiðarljósi,“ segir Líney Íslenski hópurinn verður ekki stór og segir Líney að kvarnast hafi úr honum. Fólk hafi hætt við að reyna að ná inn á leikana, eignast börn og meiðst. „Þannig hópurinn okkar verður lítill en ég held það sé alveg stemming fyrir leikunum engu að síður. Fyrir íþróttafólk, sem er búið að stefna að leikunum ekki bara síðustu fjögur ár heldur mun lengur, þá er það fullt tilhlökkunar að fá að taka þátt.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Sjá meira
Leikarnir áttu upphaflega að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna faraldursins. Nú, ári síðar, er farið að styttast í að þátttakendur mæti til leiks. Faraldurinn hefur einkennt allan undirbúning en í dag var greint frá því að allt að tíu þúsund japönskum áhorfendum, engum erlendum, verði hleypt á leikvanga. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir andstöðu heilbrigðissérfræðinga enda er óttast að faraldurinn taki kipp í Japan vegna leikanna. Ef svo fer verða reglur samstundis hertar, samkvæmt því sem skipuleggjendur og stjórnvöld segja. Allir bólusettir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, segir flækjustigið hátt. Sambandið fylgist þó grannt með öllum tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Við fórum inn í þetta prógramm hjá nefndinni varðandi bólusetningar hjá öllum sem reyna að ná lágmörkum á leikana sem og aðstoðarfólki. Þannig það eru allir bólusettir í dag,“ segir Líney. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.MYND/LÖGREGLAN ÍSÍ muni fylgja öllum fyrirmælum og reglum en þátttakendur og starfsfólk þarf að bera grímur, spritta sig og mæta í dagleg próf svo fátt eitt sé nefnt. Líney segir stemminguna fyrir leikunum þó góða. Lítill íslenskur hópur fullur tilhlökkunar „Ef ég horfi til kollega minna í Evrópu er góð stemming fyrir leikunum. Að því sögðu þá eru allir að reyna að gera þetta með sem bestum hætti og með öryggi þátttakenda að leiðarljósi,“ segir Líney Íslenski hópurinn verður ekki stór og segir Líney að kvarnast hafi úr honum. Fólk hafi hætt við að reyna að ná inn á leikana, eignast börn og meiðst. „Þannig hópurinn okkar verður lítill en ég held það sé alveg stemming fyrir leikunum engu að síður. Fyrir íþróttafólk, sem er búið að stefna að leikunum ekki bara síðustu fjögur ár heldur mun lengur, þá er það fullt tilhlökkunar að fá að taka þátt.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn