Bjóða þeim sem hafa fengið Covid í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2021 11:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Rúmlega 20 þúsund skammtar áttu að berast af bóluefni AstraZeneca í vikunni. Þeir munu þó ekki koma í tækatíð til að nota þá í þessari viku og fresta því bólusetning með efninu fram í næstu viku. Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með AstraZeneca. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um 10 þúsund skammtar af Janssen verða gefnir á morgun og um 10 þúsund skammtar af Pfizer á miðvikudag. Við erum að klára handahófskenndu hópana. Þannig að það ættu allir að vera komnir með fyrsta boð. Þessi vika, þá erum við að klára þá sem eru að fá fyrstu skammtana. Næstu vikur, fram í júlí, verðum við eiginlega bara með endurbólusetningar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan tvö á morgun verður opið fyrir alla í bólusetningu með Janssen, sérstaklega þá sem eiga boð í bólusetningu en hafa hingað til ekki mætt, á meðan birgðir endast. Það á einnig við á miðvikudag eftir klukkan þrjú. Á morgun og miðvikudag verður þeim sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni boðið í bólusetningu við kórónuveirunni. Hópurinn á höfuðborgarsvæðinu telur 4.500 manns. Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu fyrir þá sem hafa áður sýkst af Covid. „Nú er að koma niðurstöður úr rannsóknum sem sýna að það er sennilega heppilegt að bólusetja þá sem hafa fengið Covid þar sem mótefnasvar þeirra er þrengra og veigaminna en eftir tvær bólusetningar. Á þeim grunni munum við bjóða þeim í bólusetningu,“ segir Þórólfur. Eru þeir sem hafa sýkst af Covid með jafn góða vörn fyrir nýjum afbrigðum og þeir sem eru fullbólusettir? „Það virðist vera, en það spurning hvað það endist lengi og það er greinilegt af þeim rannsóknarniðurstöðum sem eru að koma núna að mótefnasvarið er ekki eins breytt og hjá bólusettum. Á þeim grunni er heppilegt að bólusetja þetta fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund skammtar áttu að berast af bóluefni AstraZeneca í vikunni. Þeir munu þó ekki koma í tækatíð til að nota þá í þessari viku og fresta því bólusetning með efninu fram í næstu viku. Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með AstraZeneca. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um 10 þúsund skammtar af Janssen verða gefnir á morgun og um 10 þúsund skammtar af Pfizer á miðvikudag. Við erum að klára handahófskenndu hópana. Þannig að það ættu allir að vera komnir með fyrsta boð. Þessi vika, þá erum við að klára þá sem eru að fá fyrstu skammtana. Næstu vikur, fram í júlí, verðum við eiginlega bara með endurbólusetningar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan tvö á morgun verður opið fyrir alla í bólusetningu með Janssen, sérstaklega þá sem eiga boð í bólusetningu en hafa hingað til ekki mætt, á meðan birgðir endast. Það á einnig við á miðvikudag eftir klukkan þrjú. Á morgun og miðvikudag verður þeim sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni boðið í bólusetningu við kórónuveirunni. Hópurinn á höfuðborgarsvæðinu telur 4.500 manns. Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu fyrir þá sem hafa áður sýkst af Covid. „Nú er að koma niðurstöður úr rannsóknum sem sýna að það er sennilega heppilegt að bólusetja þá sem hafa fengið Covid þar sem mótefnasvar þeirra er þrengra og veigaminna en eftir tvær bólusetningar. Á þeim grunni munum við bjóða þeim í bólusetningu,“ segir Þórólfur. Eru þeir sem hafa sýkst af Covid með jafn góða vörn fyrir nýjum afbrigðum og þeir sem eru fullbólusettir? „Það virðist vera, en það spurning hvað það endist lengi og það er greinilegt af þeim rannsóknarniðurstöðum sem eru að koma núna að mótefnasvarið er ekki eins breytt og hjá bólusettum. Á þeim grunni er heppilegt að bólusetja þetta fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira