Þú hlýtur nú að trúa á eitthvað Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 21. júní 2021 14:01 Stundum lendi ég í samræðum við trúað fólk um lífsskoðun mína, sem er sú að langbest sé að leita svara við lífsins spurningum í vísindum, frekar en í hindurvitnum. Mér er svo sem alls ekkert kappsmál að sannfæra þau sem trúa um að taka upp mína afstöðu, enda finnst mér mikilvægt að öllum sé frjálst að trúa því sem þeim sýnist, þó frelsi til orða og athafna í nafni trúar eða sannfæringar megi vitanlega ekki bitna á réttindum annarra. Mér er hins vegar kappsmál að samfélagið okkar sé veraldlegt og að engin ákveðin trúarbrögð njóti afgerandi forréttinda. Ég kýs að nota hugtakið trúleysi til að lýsa afstöðu minni til trúarbragða og svo orðið húmanismi til að lýsa lífsskoðun minni. Þessar samræður fela oftast í sér að viðmælandi minn hváir og spyr: „...en þú hlýtur nú að trúa á eitthvað“, sem ég svara með því að í hefðbundnum skilningi þess „að trúa á eitthvað“ þá trúi ég ekki á neitt. Ég trúi ekki á guði, æðri máttarvöld og enn síður á eilíft líf eða helvíti. Viðkomandi glottir þá og telur mig hafa málað mig út í horn og bætir við: „En trúirðu þá ekki á sjálfa þig?“ Og jú. Auðvitað trúi ég á sjálfa mig. Ég trúi á ástina, náungakærleikann og alls konar sammannleg gildi sem sum vilja eigna kristninni einni. Trúin á kaffið Ég hef verið virk í skátastarfi frá barnsaldri og fór með skátaheitið í fyrsta sinn, rjóð í kinnum, í blárri skyrtu og með klút, í Bessastaðakirkju 11 ára gömul. Þegar ég vígðist inn í skátahreyfinguna hafði ég kannski ekki aldur og þroska til að átta mig alveg á því hvað fælist í kröfu skátaheitsins um að gera það sem í mínu valdi stæði til þess að gera skyldu mína við Guð og ættjörðina - og var þar að auki vikulegur þátttakandi í kristilegu æskulýðsstarfi, svo trúarlega tengingin fór varla fyrir brjóstið á mér á þeim tímapunkti. Síðar áttaði ég mig þó á því að ég gat engan veginn staðið undir þessum kröfum og upphófst þá fimm ára barátta þar sem ég, ásamt litlum en fjölbreyttum hópi innan skátahreyfingarinnar, börðumst fyrir því að skátaheitinu yrði breytt. Krafa okkar var sú að öll sem vildu og samsömuðu sig annars veraldlegum gildagrunni skátahreyfingarinnar gætu unnið skátaheitið án þess að lofa hollustu við Guð (eða ættjörðina svo sem). Baráttan fyrir betra heiti var þörf en sársaukafull. Valdamesti maður hreyfingarinnar á þeim tíma spurði á opinberum vettvangi hvort að — fyrst leyfa ætti trúleysingjum að taka þátt í skátastarfi — það ætti ekki bara að opna hreyfinguna fyrir barnaníðingum líka. Stjórnarmaður í heimsstjórn skáta benti mér á það að trúlaus manneskja gæti aldrei náð fullum andlegum þroska og ætti því ekki heima í skátastarfi. Ekkert af þessu kom mér sérstaklega á óvart. Trúleysingjar hafa verið sakaðir um skort á siðferði áður. Það sem kom mér hins vegar á óvart var að ítrekað var mér ráðlagt að skipta bara út orðinu Guð í huganum fyrir eitthvað annað; trú á sjálfa mig, frið eða jafnvel kaffibolla. Kaffibolli, eins dýrðlegur og hann getur verið á köldum morgni, er ekki sambærilegur aðalpersónunni í trúarkerfum heimsins í mínum huga — og mér fyndist hreinlega óvirðing af minni hálfu að líkja þeim saman í hátíðlegu loforði, þó það væri bara í huganum. Í dag hefur sem betur fer mikið vatn runnið til sjávar: Skátaheitið er nú einnig til í veraldlegri útgáfu og afstaða heimssamtakanna þokast áfram líka. Í íslensku skátastarfi eru öll börn velkomin, óháð trú og uppruna, og trúarleg innræting á sér ekki lengur stað. En hvað trúir þú þá á? Eins og áður sagði nota ég hugtakið húmanismi til að lýsa lífsskoðun minni. Húmanismi er lýðræðisleg og siðræn lífsskoðun sem gefur manneskjunni rými og rétt til þess að móta líf sitt og gefa því merkingu. Húmanismi er guðlaus og hafnar yfirnáttúrulegum túlkunum á tilverunni, en hallar sér frekar að sammannlegum siðferðislegum gildum eins og samkennd, ábyrgð og víðsýni. Húmanistar gera gagnrýninni hugsun hátt undir höfði og horfa á heiminn með augum vísindanna. Húmanistar trúa því að við getum verið góð án guðs - að það þurfi ekki trúarlegar kennisetningar, hótun um helvíti og loforð um umbun í eftirlífinu til þess að fá okkur til þess að vera góð hvert við annað, haga okkur eftir siðferðislögmálum samfélagsins og breyta rétt. Húmanistar hafa svo fundið sér félagskap í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt, sem er félag siðrænna húmanista á Íslandi, berst fyrir veraldlegu samfélagi, býður upp á veraldlegar athafnir á tímamótum og skapar vettvang fyrir húmanista til að koma saman. Þessi grein er skrifuð í tilefni af Heimsdegi húmanista, sem haldinn er 21. júní ár hvert. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Inga Auðbjörg K. Straumland Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Stundum lendi ég í samræðum við trúað fólk um lífsskoðun mína, sem er sú að langbest sé að leita svara við lífsins spurningum í vísindum, frekar en í hindurvitnum. Mér er svo sem alls ekkert kappsmál að sannfæra þau sem trúa um að taka upp mína afstöðu, enda finnst mér mikilvægt að öllum sé frjálst að trúa því sem þeim sýnist, þó frelsi til orða og athafna í nafni trúar eða sannfæringar megi vitanlega ekki bitna á réttindum annarra. Mér er hins vegar kappsmál að samfélagið okkar sé veraldlegt og að engin ákveðin trúarbrögð njóti afgerandi forréttinda. Ég kýs að nota hugtakið trúleysi til að lýsa afstöðu minni til trúarbragða og svo orðið húmanismi til að lýsa lífsskoðun minni. Þessar samræður fela oftast í sér að viðmælandi minn hváir og spyr: „...en þú hlýtur nú að trúa á eitthvað“, sem ég svara með því að í hefðbundnum skilningi þess „að trúa á eitthvað“ þá trúi ég ekki á neitt. Ég trúi ekki á guði, æðri máttarvöld og enn síður á eilíft líf eða helvíti. Viðkomandi glottir þá og telur mig hafa málað mig út í horn og bætir við: „En trúirðu þá ekki á sjálfa þig?“ Og jú. Auðvitað trúi ég á sjálfa mig. Ég trúi á ástina, náungakærleikann og alls konar sammannleg gildi sem sum vilja eigna kristninni einni. Trúin á kaffið Ég hef verið virk í skátastarfi frá barnsaldri og fór með skátaheitið í fyrsta sinn, rjóð í kinnum, í blárri skyrtu og með klút, í Bessastaðakirkju 11 ára gömul. Þegar ég vígðist inn í skátahreyfinguna hafði ég kannski ekki aldur og þroska til að átta mig alveg á því hvað fælist í kröfu skátaheitsins um að gera það sem í mínu valdi stæði til þess að gera skyldu mína við Guð og ættjörðina - og var þar að auki vikulegur þátttakandi í kristilegu æskulýðsstarfi, svo trúarlega tengingin fór varla fyrir brjóstið á mér á þeim tímapunkti. Síðar áttaði ég mig þó á því að ég gat engan veginn staðið undir þessum kröfum og upphófst þá fimm ára barátta þar sem ég, ásamt litlum en fjölbreyttum hópi innan skátahreyfingarinnar, börðumst fyrir því að skátaheitinu yrði breytt. Krafa okkar var sú að öll sem vildu og samsömuðu sig annars veraldlegum gildagrunni skátahreyfingarinnar gætu unnið skátaheitið án þess að lofa hollustu við Guð (eða ættjörðina svo sem). Baráttan fyrir betra heiti var þörf en sársaukafull. Valdamesti maður hreyfingarinnar á þeim tíma spurði á opinberum vettvangi hvort að — fyrst leyfa ætti trúleysingjum að taka þátt í skátastarfi — það ætti ekki bara að opna hreyfinguna fyrir barnaníðingum líka. Stjórnarmaður í heimsstjórn skáta benti mér á það að trúlaus manneskja gæti aldrei náð fullum andlegum þroska og ætti því ekki heima í skátastarfi. Ekkert af þessu kom mér sérstaklega á óvart. Trúleysingjar hafa verið sakaðir um skort á siðferði áður. Það sem kom mér hins vegar á óvart var að ítrekað var mér ráðlagt að skipta bara út orðinu Guð í huganum fyrir eitthvað annað; trú á sjálfa mig, frið eða jafnvel kaffibolla. Kaffibolli, eins dýrðlegur og hann getur verið á köldum morgni, er ekki sambærilegur aðalpersónunni í trúarkerfum heimsins í mínum huga — og mér fyndist hreinlega óvirðing af minni hálfu að líkja þeim saman í hátíðlegu loforði, þó það væri bara í huganum. Í dag hefur sem betur fer mikið vatn runnið til sjávar: Skátaheitið er nú einnig til í veraldlegri útgáfu og afstaða heimssamtakanna þokast áfram líka. Í íslensku skátastarfi eru öll börn velkomin, óháð trú og uppruna, og trúarleg innræting á sér ekki lengur stað. En hvað trúir þú þá á? Eins og áður sagði nota ég hugtakið húmanismi til að lýsa lífsskoðun minni. Húmanismi er lýðræðisleg og siðræn lífsskoðun sem gefur manneskjunni rými og rétt til þess að móta líf sitt og gefa því merkingu. Húmanismi er guðlaus og hafnar yfirnáttúrulegum túlkunum á tilverunni, en hallar sér frekar að sammannlegum siðferðislegum gildum eins og samkennd, ábyrgð og víðsýni. Húmanistar gera gagnrýninni hugsun hátt undir höfði og horfa á heiminn með augum vísindanna. Húmanistar trúa því að við getum verið góð án guðs - að það þurfi ekki trúarlegar kennisetningar, hótun um helvíti og loforð um umbun í eftirlífinu til þess að fá okkur til þess að vera góð hvert við annað, haga okkur eftir siðferðislögmálum samfélagsins og breyta rétt. Húmanistar hafa svo fundið sér félagskap í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt, sem er félag siðrænna húmanista á Íslandi, berst fyrir veraldlegu samfélagi, býður upp á veraldlegar athafnir á tímamótum og skapar vettvang fyrir húmanista til að koma saman. Þessi grein er skrifuð í tilefni af Heimsdegi húmanista, sem haldinn er 21. júní ár hvert. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun