Hönnunarsamkeppni: Ætla að gera Lækjartorg að rými fyrir fólk Snorri Másson skrifar 21. júní 2021 14:18 Reykjavíkurborg og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) efna til hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) hafa efnt til hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Nú er óskað eftir þátttakendum og öllum er frjáls þátttaka. Lýst er eftir tillögum að hönnun sem hefur „rými fyrir fólk“ að leiðarljósi, segir í tilkynningu á vef borgarinnar. Samkeppnissvæðið nær yfir Lækjartorg, Lækjargötu frá Hverfisgötu að Austurstræti, Austurstræti frá Lækjargötu að Ingólfstorgi og Bankastræti frá Þingholtsstræti að Austurstræti. Hönnun skal vera í samræmi við stefnumörkun borgaryfirvalda eins og hún birtist í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Einnig þarf að hafa Borgarlínustöð sem rís á staðnum til hliðsjónar. Ekki stendur til að rífa Strætóhúsið á torginu, heldur aðeins uppfæra götumyndina og torgið sjálft. Meginmarkmiðið með keppninni er að til sé mjög skýr áætlun og hönnun fyrir umrætt svæði sem ýti undir að mannlíf og rekstur geti blómstrað og dafnað á svæðinu til framtíðar. Þar skipta ákveðin atriði höfuðmáli, samkvæmt tilkynningunni: Styrkja skal svæðið sem kjarnasvæði sem gleður augað og hvetur til jákvæðra samskipta á milli mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Draga fram sögu svæðisins með áhugaverðum hætti. Skapa rými sem henta öllum árstíðum. Ná fram heildstæðu yfirbragði þar sem hið gamla mætir hinu nýja á sannfærandi hátt. Skapa öruggt borgarumhverfi fyrir alla. Gera grein fyrir vörulosun, hleðslustöðvum og staðsetningum deilihjóla og öðrum götugögnum. Taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Styðja við og styrkja nýja og núverandi starfsemi á götuhliðum jarðhæða sem snúa að samkeppnissvæðinu. Skapa rými sem eru sveigjanleg, að þau rúmi fjölsótta viðburði og uppákomur en séu jafnframt vistleg hversdagslega. Forvalsnefnd fer yfir umsóknir sem berast og velur þrjú teymi til þátttöku á síðara þrepi samkeppninnar á grundvelli mats og neðangreindra skilagagna sem óskað er eftir þ.e. ferilskrá, kynningarmöppu og sýn eða lýsingu teyma á verkefninu. Hæfni sem telst til virðisauka er til dæmis hönnun á almenningsrýmum innan borga og bæja. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Lýst er eftir tillögum að hönnun sem hefur „rými fyrir fólk“ að leiðarljósi, segir í tilkynningu á vef borgarinnar. Samkeppnissvæðið nær yfir Lækjartorg, Lækjargötu frá Hverfisgötu að Austurstræti, Austurstræti frá Lækjargötu að Ingólfstorgi og Bankastræti frá Þingholtsstræti að Austurstræti. Hönnun skal vera í samræmi við stefnumörkun borgaryfirvalda eins og hún birtist í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Einnig þarf að hafa Borgarlínustöð sem rís á staðnum til hliðsjónar. Ekki stendur til að rífa Strætóhúsið á torginu, heldur aðeins uppfæra götumyndina og torgið sjálft. Meginmarkmiðið með keppninni er að til sé mjög skýr áætlun og hönnun fyrir umrætt svæði sem ýti undir að mannlíf og rekstur geti blómstrað og dafnað á svæðinu til framtíðar. Þar skipta ákveðin atriði höfuðmáli, samkvæmt tilkynningunni: Styrkja skal svæðið sem kjarnasvæði sem gleður augað og hvetur til jákvæðra samskipta á milli mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Draga fram sögu svæðisins með áhugaverðum hætti. Skapa rými sem henta öllum árstíðum. Ná fram heildstæðu yfirbragði þar sem hið gamla mætir hinu nýja á sannfærandi hátt. Skapa öruggt borgarumhverfi fyrir alla. Gera grein fyrir vörulosun, hleðslustöðvum og staðsetningum deilihjóla og öðrum götugögnum. Taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Styðja við og styrkja nýja og núverandi starfsemi á götuhliðum jarðhæða sem snúa að samkeppnissvæðinu. Skapa rými sem eru sveigjanleg, að þau rúmi fjölsótta viðburði og uppákomur en séu jafnframt vistleg hversdagslega. Forvalsnefnd fer yfir umsóknir sem berast og velur þrjú teymi til þátttöku á síðara þrepi samkeppninnar á grundvelli mats og neðangreindra skilagagna sem óskað er eftir þ.e. ferilskrá, kynningarmöppu og sýn eða lýsingu teyma á verkefninu. Hæfni sem telst til virðisauka er til dæmis hönnun á almenningsrýmum innan borga og bæja.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira