Áhyggjuefni að fjöldi særðra eftir hnífstunguárásir tvöfaldist á milli ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 16:15 Tilkynningum til sérsveitar ríkislögreglustjóra um einstaklinga vopnaða eggvopnum hefur fjölgað um fimmtíu prósent undanfarin tvö ár. Getty Árið 2020 urðu 23 fyrir líkamstjóni vegna eggvopnsárása, sem er 109 prósentum meira en árin á undan. Á árunum 2017-2019 urðu á bilinu sjö til ellefu fyrir líkamstjóni vegna slíkra árása. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Alls barst sérsveit 176 tilkynningar um aðila vopnaða egg- eða stunguvopnum árið 2020 en á tímabilinu 2017 til 2019 voru þær á bilinu 98 til 118, sem er um 50 til 80 prósenta aukning. Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Landspítala um gögn er varða alvarleika áverka eftir eggvopnsárásir en engar upplýsingar um það fengust hjá spítalanum. Fyrir rétt rúmri viku síðan særðist karlmaður um tvítugt alvarlega eftir að maður hafði stungið hann með hnífi í kviðinn. Honum var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá daga en hann er nú á batavegi. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur grunaður árásarmaður setið í gæsluvarðhaldi í átta daga. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi föstudag. „Áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér“ Þessar tölur eiga einungis við mál sem koma inn á borð sérsveitar, en hún er ávallt kölluð út þegar lögregla veit til þess að verið sé að beita vopni, þar með talið eggvopni. Þá segir í svarinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meti það svo að aukning sé á hnífaburði í tengslum við handtökur. „Árið 2020 virðast eggvopnsárásir hafa verið fleiri en að meðaltali árin á undan. Það er áhyggjuefni. Það verður að koma í ljós hvort þetta sé þróun sem heldur áfram, það er erfitt að tala um þróun þegar aukningin á við eitt ár,“ segir í svarinu. Þar segir þó að áhyggjuefni sé að fólk noti vopn í slagsmálum. Árás með vopni geti valdið miklum áverkum, með tiltölulega litlu átaki. „Það er líka áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér, því að öllu eðlilegu ætti það ekki að vera svo að fólk vilji eða finnist það þurfa að bera vopn,“ segir í svarinu. Lögreglumál Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56 Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Alls barst sérsveit 176 tilkynningar um aðila vopnaða egg- eða stunguvopnum árið 2020 en á tímabilinu 2017 til 2019 voru þær á bilinu 98 til 118, sem er um 50 til 80 prósenta aukning. Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Landspítala um gögn er varða alvarleika áverka eftir eggvopnsárásir en engar upplýsingar um það fengust hjá spítalanum. Fyrir rétt rúmri viku síðan særðist karlmaður um tvítugt alvarlega eftir að maður hafði stungið hann með hnífi í kviðinn. Honum var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá daga en hann er nú á batavegi. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur grunaður árásarmaður setið í gæsluvarðhaldi í átta daga. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi föstudag. „Áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér“ Þessar tölur eiga einungis við mál sem koma inn á borð sérsveitar, en hún er ávallt kölluð út þegar lögregla veit til þess að verið sé að beita vopni, þar með talið eggvopni. Þá segir í svarinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meti það svo að aukning sé á hnífaburði í tengslum við handtökur. „Árið 2020 virðast eggvopnsárásir hafa verið fleiri en að meðaltali árin á undan. Það er áhyggjuefni. Það verður að koma í ljós hvort þetta sé þróun sem heldur áfram, það er erfitt að tala um þróun þegar aukningin á við eitt ár,“ segir í svarinu. Þar segir þó að áhyggjuefni sé að fólk noti vopn í slagsmálum. Árás með vopni geti valdið miklum áverkum, með tiltölulega litlu átaki. „Það er líka áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér, því að öllu eðlilegu ætti það ekki að vera svo að fólk vilji eða finnist það þurfa að bera vopn,“ segir í svarinu.
Lögreglumál Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56 Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56
Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08
Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent