UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 11:31 Allianz leikvangurinn, heimavöllur Bayern München, hefur stundum verið lýstur upp í regnbogalitunum til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning. getty/Alexander Hassenstein Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. Dieter Reiter, borgarstjóri München, vildi gera þetta til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning. Nýlega voru samþykkt lög í Ungverjalandi þar sem allt fræðslu- og kynningarefni í skólum þar sem hinsegin samfélagið kemur fyrir er bannað. „UEFA er hlutlaus stofnun, pólítískt og trúarlega. Vegna pólítísks eðlis þessarar beiðnar, sem beinist gegn ákvörðun ungverska þingsins, verður UEFA að hafna henni,“ segir í yfirlýsingu Knattspyrnusambands Evrópu þar sem ákvörðunin um að banna regnbogalýsingu Allianz leikvangsins rökstudd. UEFA leggur hins vegar til að Allianz leikvangurinn verði lýstur upp í regnbogalitunum annað hvort 28. júní eða í vikunni 3.-9. júlí. Um helgina var greint frá því að UEFA ætlaði að hefja rannsókn og mögulega sekta þýska knattspyrnusambandið vegna fyrirliðabands í regnbogalitunum sem Manuel Neuer bar í leiknum gegn Portúgal á laugardaginn. UEFA dró þó í land og hætti við rannsóknina. Leikur Þýskalands og Ungverjalands fer fram annað kvöld. Bæði lið eiga möguleika á að komast upp úr F-riðlinum og í sextán liða úrslit. Þjóðverjar eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en Ungverjar eitt. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Dieter Reiter, borgarstjóri München, vildi gera þetta til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning. Nýlega voru samþykkt lög í Ungverjalandi þar sem allt fræðslu- og kynningarefni í skólum þar sem hinsegin samfélagið kemur fyrir er bannað. „UEFA er hlutlaus stofnun, pólítískt og trúarlega. Vegna pólítísks eðlis þessarar beiðnar, sem beinist gegn ákvörðun ungverska þingsins, verður UEFA að hafna henni,“ segir í yfirlýsingu Knattspyrnusambands Evrópu þar sem ákvörðunin um að banna regnbogalýsingu Allianz leikvangsins rökstudd. UEFA leggur hins vegar til að Allianz leikvangurinn verði lýstur upp í regnbogalitunum annað hvort 28. júní eða í vikunni 3.-9. júlí. Um helgina var greint frá því að UEFA ætlaði að hefja rannsókn og mögulega sekta þýska knattspyrnusambandið vegna fyrirliðabands í regnbogalitunum sem Manuel Neuer bar í leiknum gegn Portúgal á laugardaginn. UEFA dró þó í land og hætti við rannsóknina. Leikur Þýskalands og Ungverjalands fer fram annað kvöld. Bæði lið eiga möguleika á að komast upp úr F-riðlinum og í sextán liða úrslit. Þjóðverjar eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en Ungverjar eitt. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira