Hætt að bólusetja í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 14:40 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir hafa verið litlar heimtur í bólusetningum með Janssen í dag. Vísir/Vilhelm Mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen var heldur dræm í dag. Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að dyrunum hafi verið lokað klukkan fjögur Bólusetningum með efni Janssen gegn kórónuveirunni var hætt í Laugardalshöllinni nú klukkan fjögur. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eftir hádegi var ákveðið að hleypa öllum að sem vildu koma í bólusetningu með Janssen-efninu en mæting þeirra sem ekki fengu boð var undir væntingum. Alls voru 8.900 bólusett í dag, þar af 1.600 sem ekki fengu boð. Í dag var síðasti dagurinn fyrir sumarfrí hjá heilsugæslunni sem bólusett var með efni Janssen. Því verður efnið ekki notað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en einhvern tímann um miðjan ágúst. Ragnheiður segir bóluefni ekki fara til spillis, þar sem það hafi verið blandað jafnt og þétt í gegnum daginn. Blandað bóluefni hefur heldur stuttan endingartíma en óblandað ætti það að geta enst langt fram yfir umrætt sumarfrí. Seinni bólusetningar taka við Á morgun verður bólusett með bóluefni Pfizer og er þar um að ræða seinni bólusetningu hjá þeim hópum sem boðaðir höfðu verið með handahófskenndum hætti. Bólusetningu með efni AstraZeneca, sem til stóð að færi fram á fimmtudag, hefur verið frestað þangað til í næstu viku, þó með þeim fyrirvara að efnið berist hingað til lands í tæka tíð. Frá 28. júní til 13. júlí verða eingöngu seinni bólusetningar, en eftir það tekur sumarfríið við. Þá verður bólusett með efnum Moderna og Pfizer, auk AstraZeneca með fyrirvara um afhendingu, samkvæmt vef heilsugæslunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Bólusetningum með efni Janssen gegn kórónuveirunni var hætt í Laugardalshöllinni nú klukkan fjögur. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eftir hádegi var ákveðið að hleypa öllum að sem vildu koma í bólusetningu með Janssen-efninu en mæting þeirra sem ekki fengu boð var undir væntingum. Alls voru 8.900 bólusett í dag, þar af 1.600 sem ekki fengu boð. Í dag var síðasti dagurinn fyrir sumarfrí hjá heilsugæslunni sem bólusett var með efni Janssen. Því verður efnið ekki notað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en einhvern tímann um miðjan ágúst. Ragnheiður segir bóluefni ekki fara til spillis, þar sem það hafi verið blandað jafnt og þétt í gegnum daginn. Blandað bóluefni hefur heldur stuttan endingartíma en óblandað ætti það að geta enst langt fram yfir umrætt sumarfrí. Seinni bólusetningar taka við Á morgun verður bólusett með bóluefni Pfizer og er þar um að ræða seinni bólusetningu hjá þeim hópum sem boðaðir höfðu verið með handahófskenndum hætti. Bólusetningu með efni AstraZeneca, sem til stóð að færi fram á fimmtudag, hefur verið frestað þangað til í næstu viku, þó með þeim fyrirvara að efnið berist hingað til lands í tæka tíð. Frá 28. júní til 13. júlí verða eingöngu seinni bólusetningar, en eftir það tekur sumarfríið við. Þá verður bólusett með efnum Moderna og Pfizer, auk AstraZeneca með fyrirvara um afhendingu, samkvæmt vef heilsugæslunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira