Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 09:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins heilt yfir góða. Fólk geti þó enn veikst, og sumt alvarlega. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. „Við þurfum að gæta að okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum þó að við séum að slaka allverulega á öllum takmörkunum, því það eru enn hópar og einstaklingar sem geta smitast og veikst,“ sagði Þórólfur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir fólk enn vera að greinast með veiruna á landamærum Íslands og hægt sé að búast við því að fólk komi með veiruna inn í landið erlendis frá. Þá verði að leggja traust á að gott hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu og ekkert verði úr slíkum tilfellum. Þegar þetta er skrifað hafa 83,6 prósent Íslendinga 16 ára og eldri fengið minnst einn skammt af bóluefni eða sýkst áður af kórónuveirunni. Það er að segja, þetta er það hlutfall sem telja má líklegra en ekki að hafi myndað vörn við kórónuveirunni. Litlar líkur á stórri sýkingu Þórólfur segir stöðu faraldursins hér á landi heilt yfir mjög góða. Búið sé að bólusetja margt fólk og yngri hópar séu allir að koma til í þeim efnum. „Það sem maður hefur kannski mestar áhyggjur af er að við förum að fá eitthvað meira af veirunni hér inn og fólk innanlands er ekki að passa sig, og við erum ekki með okkar einstaklingsbundnu sýkingavarnir í lagi. Þá getur fólk veikst sem einstaklingar, það má ekki gleyma því að það getur gerst og það getur orðið alvarlegt fyrir einhverja,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja ólíklegt að smit sem komast í gegnum landamærin verði þess valdandi að upp komi stór hópsýking eða jafnvel bylgja faraldursins, líkt og dæmi síðustu 15 mánaða sanna að getur gerst. Færumst nær allsherjarafléttingu Stjórnvöld hafa gefið það út að þegar 75 prósent fólks hafa fengið minnst eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni eigi að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum. Sem stendur eru 300 manna samkomutakmarkanir auk annarra ráðstafana á borð við fjarlægðartakmörk enn í gildi. Þórólfur segir samfélagið þó vera að fikra sig nær því að aflétta öllum hömlum. „Þetta gerist hægt og bítandi, jafnhliða því sem við erum að fá gott tak á faraldrinum hér innanlands með aðgerðum innanlands og á landamærunum, og að auka þátttökuna í bólusetningum, þá getum við farið að slaka á.“ Hann segist sjálfur telja að senn líði að því að hægt verði að slaka meira á takmörkunum innanlands, sem og á landamærunum, eftir því sem bólusetningum vindur fram. Bóluefnin gefið góða raun Hvað varðar bóluefnin sem notuð hafa verið hér á landi segir Þórólfur að þau hafi gefið góða raun. Hér á landi hafa verið notuð fjögur bóluefni, frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. „Þessi bóluefni eru bara mjög góð og eru að uppfylla væntingar. Það er að segja, vörnin sem þau veita er mjög góð og jafnvel eftir einn skammt er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi mjög mikil. Þó fólk geti smitast eftir eina sprautu þá er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómum mjög góð og svo er hún enn þá betri eftir tvær sprautur,“ segir Þórólfur. Þrjú af fjórum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi eru gefin í tveimur skömmtum, með minnst þriggja vikna bili á milli. Aðeins bóluefni Janssen er gefið í einum skammti. Þórólfur segir að lögð hafi verið áhersla á að fullbólusetja sem flesta, sem komið hafi á daginn að hafi verið góð ákvörðun. Dræm mæting ekki stórt áhyggjuefni Í gær var mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen heldur dræm og ekki tókst að koma öllu bóluefninu út. Þórólfur segir það engin stórkostleg vonbrigði. „Þetta eru þessir yngri aldurshópar sem eru ekki alveg að mæta. Hvort það er út af bólusetningu almennt eða hvort það er út af Janssen bóluefninu,“ segir Þórólfur. Hann segir stóran hluta þeirra sem ekki mæta vera með erlend nöfn og því leiki vafi á því hvort viðkomandi séu á landinu yfir höfuð. „Það er ýmislegt sem er á bak við þetta sem við vitum ekki nákvæmlega. Nú á líka að fara að bjóða fólki Pfizer, þannig að við sjáum hvort það verði einhver meiri þátttaka þar. Þetta er svona aðeins óljóst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
„Við þurfum að gæta að okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum þó að við séum að slaka allverulega á öllum takmörkunum, því það eru enn hópar og einstaklingar sem geta smitast og veikst,“ sagði Þórólfur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir fólk enn vera að greinast með veiruna á landamærum Íslands og hægt sé að búast við því að fólk komi með veiruna inn í landið erlendis frá. Þá verði að leggja traust á að gott hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu og ekkert verði úr slíkum tilfellum. Þegar þetta er skrifað hafa 83,6 prósent Íslendinga 16 ára og eldri fengið minnst einn skammt af bóluefni eða sýkst áður af kórónuveirunni. Það er að segja, þetta er það hlutfall sem telja má líklegra en ekki að hafi myndað vörn við kórónuveirunni. Litlar líkur á stórri sýkingu Þórólfur segir stöðu faraldursins hér á landi heilt yfir mjög góða. Búið sé að bólusetja margt fólk og yngri hópar séu allir að koma til í þeim efnum. „Það sem maður hefur kannski mestar áhyggjur af er að við förum að fá eitthvað meira af veirunni hér inn og fólk innanlands er ekki að passa sig, og við erum ekki með okkar einstaklingsbundnu sýkingavarnir í lagi. Þá getur fólk veikst sem einstaklingar, það má ekki gleyma því að það getur gerst og það getur orðið alvarlegt fyrir einhverja,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja ólíklegt að smit sem komast í gegnum landamærin verði þess valdandi að upp komi stór hópsýking eða jafnvel bylgja faraldursins, líkt og dæmi síðustu 15 mánaða sanna að getur gerst. Færumst nær allsherjarafléttingu Stjórnvöld hafa gefið það út að þegar 75 prósent fólks hafa fengið minnst eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni eigi að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum. Sem stendur eru 300 manna samkomutakmarkanir auk annarra ráðstafana á borð við fjarlægðartakmörk enn í gildi. Þórólfur segir samfélagið þó vera að fikra sig nær því að aflétta öllum hömlum. „Þetta gerist hægt og bítandi, jafnhliða því sem við erum að fá gott tak á faraldrinum hér innanlands með aðgerðum innanlands og á landamærunum, og að auka þátttökuna í bólusetningum, þá getum við farið að slaka á.“ Hann segist sjálfur telja að senn líði að því að hægt verði að slaka meira á takmörkunum innanlands, sem og á landamærunum, eftir því sem bólusetningum vindur fram. Bóluefnin gefið góða raun Hvað varðar bóluefnin sem notuð hafa verið hér á landi segir Þórólfur að þau hafi gefið góða raun. Hér á landi hafa verið notuð fjögur bóluefni, frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. „Þessi bóluefni eru bara mjög góð og eru að uppfylla væntingar. Það er að segja, vörnin sem þau veita er mjög góð og jafnvel eftir einn skammt er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi mjög mikil. Þó fólk geti smitast eftir eina sprautu þá er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómum mjög góð og svo er hún enn þá betri eftir tvær sprautur,“ segir Þórólfur. Þrjú af fjórum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi eru gefin í tveimur skömmtum, með minnst þriggja vikna bili á milli. Aðeins bóluefni Janssen er gefið í einum skammti. Þórólfur segir að lögð hafi verið áhersla á að fullbólusetja sem flesta, sem komið hafi á daginn að hafi verið góð ákvörðun. Dræm mæting ekki stórt áhyggjuefni Í gær var mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen heldur dræm og ekki tókst að koma öllu bóluefninu út. Þórólfur segir það engin stórkostleg vonbrigði. „Þetta eru þessir yngri aldurshópar sem eru ekki alveg að mæta. Hvort það er út af bólusetningu almennt eða hvort það er út af Janssen bóluefninu,“ segir Þórólfur. Hann segir stóran hluta þeirra sem ekki mæta vera með erlend nöfn og því leiki vafi á því hvort viðkomandi séu á landinu yfir höfuð. „Það er ýmislegt sem er á bak við þetta sem við vitum ekki nákvæmlega. Nú á líka að fara að bjóða fólki Pfizer, þannig að við sjáum hvort það verði einhver meiri þátttaka þar. Þetta er svona aðeins óljóst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira