Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2021 11:35 Að sögn Gunnars Smára er salan á Íslandsbanka grímulaus tilfærsla á eignum almennings til þeirra sem betur mega sín. vísir/vilhelm Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þetta kemur fram í afar harðorðum pistli sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi. Hann segir að líklega sé salan á Íslandsbanka stærsta útsala Íslandssögunnar. „Allir sem áttu milljón eða gátu slegið lán upp á milljón eða meira mættu í röðina þegar Bjarni Benediktsson seldi hluti í Íslandsbanka á hálfvirði. Þegar Bjarni deildi út eignum sem við áttum öll sameiginlega til hinna efnameiri, gaf hinum fáu eignir fjöldans.“ Gunnar Smári reiknar það svo út að Bjarni hafi haft í höndum eign sem nemur 85 milljörðum. Hann borgaði „bröskurum 2 milljarða til að ráðleggja sér að selja hana á útsölu fyrir 55 milljarða og fékk því á endanum um 53 milljarða fyrir eignina; gaf efnafólki, lífeyrissjóðum og bröskurum um 32 milljarða af almannafé.“ Gunnar Smári tekur það saman hverjir fengu en Vísir tók það saman fyrr í dag. Fjórðungur rann til lífeyrissjóða: „Sem fengu því um 7500 m.kr. að gjöf og annað eins fór til útlendra brasksjóða, sem munu á næstu vikum selja sína hluti til einstaklinga og annarra fjárfestingarsjóða og kassa inn, eins og sagt er, 7500 m.kr. gjöf frá íslenskum almenningi með kveðju frá ríkisstjórninni.“ Gunnar Smári segir að reikna megi með að megnið af bréfunum endi hjá íslenskum fjármagnseigendum, en sú hafi verið raunin þegar sambærilegir sjóðir seldu hluti sína í Arion. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni gefur ríku fólki 30 milljarða Það var níu sinnum meiri eftirspurn eftir hlutabréfum í Íslandsbanka en í boði var. Ástæðan var auðvitað að hlutabréfin voru seld á fráleitu verði. 23. júní 2021 11:16 Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þetta kemur fram í afar harðorðum pistli sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi. Hann segir að líklega sé salan á Íslandsbanka stærsta útsala Íslandssögunnar. „Allir sem áttu milljón eða gátu slegið lán upp á milljón eða meira mættu í röðina þegar Bjarni Benediktsson seldi hluti í Íslandsbanka á hálfvirði. Þegar Bjarni deildi út eignum sem við áttum öll sameiginlega til hinna efnameiri, gaf hinum fáu eignir fjöldans.“ Gunnar Smári reiknar það svo út að Bjarni hafi haft í höndum eign sem nemur 85 milljörðum. Hann borgaði „bröskurum 2 milljarða til að ráðleggja sér að selja hana á útsölu fyrir 55 milljarða og fékk því á endanum um 53 milljarða fyrir eignina; gaf efnafólki, lífeyrissjóðum og bröskurum um 32 milljarða af almannafé.“ Gunnar Smári tekur það saman hverjir fengu en Vísir tók það saman fyrr í dag. Fjórðungur rann til lífeyrissjóða: „Sem fengu því um 7500 m.kr. að gjöf og annað eins fór til útlendra brasksjóða, sem munu á næstu vikum selja sína hluti til einstaklinga og annarra fjárfestingarsjóða og kassa inn, eins og sagt er, 7500 m.kr. gjöf frá íslenskum almenningi með kveðju frá ríkisstjórninni.“ Gunnar Smári segir að reikna megi með að megnið af bréfunum endi hjá íslenskum fjármagnseigendum, en sú hafi verið raunin þegar sambærilegir sjóðir seldu hluti sína í Arion.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni gefur ríku fólki 30 milljarða Það var níu sinnum meiri eftirspurn eftir hlutabréfum í Íslandsbanka en í boði var. Ástæðan var auðvitað að hlutabréfin voru seld á fráleitu verði. 23. júní 2021 11:16 Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bjarni gefur ríku fólki 30 milljarða Það var níu sinnum meiri eftirspurn eftir hlutabréfum í Íslandsbanka en í boði var. Ástæðan var auðvitað að hlutabréfin voru seld á fráleitu verði. 23. júní 2021 11:16
Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56
Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50