Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 19:57 John McAfee var þekktastur fyrir veiruvarnarforrit sem er kennt við hann. AP/Ng Han Guan John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. Reuters-fréttastofan hefur eftir dómsmálaráðuneyti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu að allt bendi til þess að McAfee hafi stytt sér aldur í fangelsinu í Barcelona. Hann átt yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um skattsvik. McAfee, sem var 75 ára gamall, var frumkvöðull í veiruvarnarforritum en þeim geira hefur síðan vaxið fiskur um hrygg. Hann hefur átt skrautlegan feril og er sakaður um fjölda afbrota í nokkrum löndum. Bandarísk yfirvöld sökuðu McAfee um að skila ekki skattskýrslum í fjögur ár þrátt fyrir að hann hefði þénað milljónir dollara vegna ráðgjafarstarfa, ræðuhalda, fjárfestinga í rafmyntum og sölu á réttindum á ævisögu sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Árið 2019 gaf McAfee í skyn að hann hefði falið sig á Dalvík um hríð. Þá hafði hann verið á flótta eftir að hann var bendlaður við morð á nágranna sínum í Mið-Ameríkulandinu Belís árið 2012. Hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu fyrr um árið 2019 vegna vopnalagabrota og sagðist hann í kjölfarið ætla að fara huldu höfði. Eigandi húss á Dalvík þar sem McAfee átti að hafa dvalið efaðist um frásögn McAfee og taldi líklegt að hann gæti hafa reynt að afvegaleiða yfirvöld um hvar hann héldi til. Spænsk yfirvöld handtóku McAfee í október. Hann hafði þá einnig verið kærður fyrir svik með rafmyntir í Bandaríkjunum. Fréttin verður uppfærð. Dalvíkurbyggð Spánn Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07 McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55 John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir dómsmálaráðuneyti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu að allt bendi til þess að McAfee hafi stytt sér aldur í fangelsinu í Barcelona. Hann átt yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um skattsvik. McAfee, sem var 75 ára gamall, var frumkvöðull í veiruvarnarforritum en þeim geira hefur síðan vaxið fiskur um hrygg. Hann hefur átt skrautlegan feril og er sakaður um fjölda afbrota í nokkrum löndum. Bandarísk yfirvöld sökuðu McAfee um að skila ekki skattskýrslum í fjögur ár þrátt fyrir að hann hefði þénað milljónir dollara vegna ráðgjafarstarfa, ræðuhalda, fjárfestinga í rafmyntum og sölu á réttindum á ævisögu sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Árið 2019 gaf McAfee í skyn að hann hefði falið sig á Dalvík um hríð. Þá hafði hann verið á flótta eftir að hann var bendlaður við morð á nágranna sínum í Mið-Ameríkulandinu Belís árið 2012. Hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu fyrr um árið 2019 vegna vopnalagabrota og sagðist hann í kjölfarið ætla að fara huldu höfði. Eigandi húss á Dalvík þar sem McAfee átti að hafa dvalið efaðist um frásögn McAfee og taldi líklegt að hann gæti hafa reynt að afvegaleiða yfirvöld um hvar hann héldi til. Spænsk yfirvöld handtóku McAfee í október. Hann hafði þá einnig verið kærður fyrir svik með rafmyntir í Bandaríkjunum. Fréttin verður uppfærð.
Dalvíkurbyggð Spánn Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07 McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55 John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07
McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46
Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05
Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55
John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48