Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 08:01 Stuðningsmaður Þýskalands hljóp inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána á meðan þjóðsöngur Ungverjalands var í gangi. getty/Matthias Hangst Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær. Dieter Reiter, borgarstjóri München, vildi regnbogalýsa Allianz leikvanginn til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning og gagnrýna lög sem voru nýlega samþykkt í Ungverjalandi og þrengja að réttindum hinsegin fólks. Stuðningsmenn Þýskalands voru margir hverjir skreyttir regnbogalitunum í gær og Manuel Neuer, fyrirliði þýska liðsins, var með regnbogabandið sitt sem UEFA íhugaði að rannsaka og sekta Þjóðverja fyrir. Þegar þjóðsöngur Ungverja ómaði hljóp einn stuðningsmaður Þýskalands svo inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána. Hann stillti sér upp fyrir framan ungversku leikmennina og hélt fánanum á lofti áður en öryggisverðir færðu hann í burtu. Klippa: Hljóp inn á með regnbogafána Uppátækið vakti mikla gleði hjá áhorfendum á vellinum sem klöppuðu stuðningsmanninum lof í lófa. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Þjóðverjar lentu tvisvar sinnum undir en komu til baka og jöfnunarmark Leons Goretzka tryggði liðinu 2. sæti F-riðils. Í sextán liða úrslitunum mætir Þýskaland Englandi á Wembley. Ungverjaland er hins vegar úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn stórþjóðunum í dauðariðlinum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hinsegin Þýskaland Ungverjaland Tengdar fréttir Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53 Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31 UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Dieter Reiter, borgarstjóri München, vildi regnbogalýsa Allianz leikvanginn til að sýna hinsegin samfélaginu stuðning og gagnrýna lög sem voru nýlega samþykkt í Ungverjalandi og þrengja að réttindum hinsegin fólks. Stuðningsmenn Þýskalands voru margir hverjir skreyttir regnbogalitunum í gær og Manuel Neuer, fyrirliði þýska liðsins, var með regnbogabandið sitt sem UEFA íhugaði að rannsaka og sekta Þjóðverja fyrir. Þegar þjóðsöngur Ungverja ómaði hljóp einn stuðningsmaður Þýskalands svo inn á Allianz leikvanginn með regnbogafána. Hann stillti sér upp fyrir framan ungversku leikmennina og hélt fánanum á lofti áður en öryggisverðir færðu hann í burtu. Klippa: Hljóp inn á með regnbogafána Uppátækið vakti mikla gleði hjá áhorfendum á vellinum sem klöppuðu stuðningsmanninum lof í lófa. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Þjóðverjar lentu tvisvar sinnum undir en komu til baka og jöfnunarmark Leons Goretzka tryggði liðinu 2. sæti F-riðils. Í sextán liða úrslitunum mætir Þýskaland Englandi á Wembley. Ungverjaland er hins vegar úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn stórþjóðunum í dauðariðlinum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hinsegin Þýskaland Ungverjaland Tengdar fréttir Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53 Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31 UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Þjóðverjar áfram eftir tvær endurkomur Þýskaland er komið áfram í sextán liða úrslitin eftir 2-2 jafntefli gegn Ungverjalandi á heimavelli í Þýskalandi í kvöld. 23. júní 2021 20:53
Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. 23. júní 2021 09:31
UEFA meinar München að regnbogalýsa Allianz leikvanginn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni borgarstjórans í München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM á morgun. 22. júní 2021 11:31