Gallað veiðigjald Daði Már Kristófersson skrifar 24. júní 2021 15:26 Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið á að veita eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, hlutdeild í arði af útgerð. Upphæð veiðigjalds hefur verið stöðug uppspretta deilna síðan það var lagt á. Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu. Frá 2012 til 2018 var starfrækt sérstök nefnd sem ákvarðaði veiðigjald á hverjum tíma, nefnd sem ég átti sæti í. Ég hef því kynnt mér vandlega útreikninga á afkomu í sjávarútvegi. Ég varð á þessum tíma mjög efins um þessa nálgun. Ástæðan er einföld. Afar erfitt er að meta hver raunveruleg afkoma í fiskveiðum er. Aðgengi að hráefni, fiskinum, er takmarkandi þátturinn í sjávarútvegi. Fiskverð ætti að endurspegla það. Lang stærstur hluti viðskipta með fisk á Íslandi fer hins vegar fram innan fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna. Á þessu eru undantekningar. Verðlagning afla á fiskmörkuðum er raunveruleg. En minnihluti afla fer um fiskmarkaðina, mest er selt beint. Ef verðið á fiski endurspeglar ekki verðmæti þá er lítið að marka mælikvarða á afkomu eins og t.d. hagnað. Ef við vitum ekki afkomuna hvernig eigum við þá að leggja á sanngjarnt gjald? Ef fiskverð væri rétt ætti afkoma í fiskvinnslu að vera svipuð og í atvinnulífinu á Íslandi almennt. Hagnaður, umfram eðlilega ávöxtun á bundnu fjármagni, ætti þannig einungis að vera til staðar í veiðum. Nú vill svo til að til er nýlegt mat á umframhagnaði í sjávarútvegi á Íslandi í greininni Resource Rent and its Distribution in Iceland's Fisheries sem birtist í fyrra í Marine Resource Economics. Hvert ætti fiskverð að vera ef fiskurinn væri verðlagður sem sú takmarkaða auðlind sem hann er? Samkvæmt fyrrnefndum niðurstöðum er opinbert verð á fiski, það sem notað er við útreikning veiðigjalds og uppgjöri við sjómenn, 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Þetta virðist kannski sakleysislegur munur en áhrifin á stofn veiðigjalds eru tvöföldun. Veiðigjald er því um helmingur af því sem væri ef fiskverð endurspeglaði verðmæti fisks. Sjómenn og útgerðin hafa lengi deilt um fiskverð, af fyrrnefndri ástæðu. Hverju mundi muna ef við notum verðmæti fisks í að reikna laun sjómanna? Niðurstaðan er að aflahlutir sjómanna hefðu verið tæpum 10 milljörðum hærri á ári að meðaltali undanfarin áratug. Deilur sjómanna og útgerða verða leystar við samningaborðið. Hér er því um reikniæfingu að ræða – en hún undirstrikar mikilvægi fiskverðs. Hvað er til ráða? Má leiðrétta fyrir þessu? Um það er ég efins. Ég tel ekki að bæta ætti þessari leiðréttingu við þegar stagbætta aðferð við útreikning veiðigjalds. Til er mun betri og áreiðanlegri aðferð. Setja hluta kvótans á markað á hverju ári og láta markaðinn svara þeirri spurningu hvert virðið er. Þannig er verðmæti flestra annarra eigna metið, frá fasteignum til kartaflna. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda um fiskveiðikvóta? Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið á að veita eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, hlutdeild í arði af útgerð. Upphæð veiðigjalds hefur verið stöðug uppspretta deilna síðan það var lagt á. Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu. Frá 2012 til 2018 var starfrækt sérstök nefnd sem ákvarðaði veiðigjald á hverjum tíma, nefnd sem ég átti sæti í. Ég hef því kynnt mér vandlega útreikninga á afkomu í sjávarútvegi. Ég varð á þessum tíma mjög efins um þessa nálgun. Ástæðan er einföld. Afar erfitt er að meta hver raunveruleg afkoma í fiskveiðum er. Aðgengi að hráefni, fiskinum, er takmarkandi þátturinn í sjávarútvegi. Fiskverð ætti að endurspegla það. Lang stærstur hluti viðskipta með fisk á Íslandi fer hins vegar fram innan fyrirtækja sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna. Á þessu eru undantekningar. Verðlagning afla á fiskmörkuðum er raunveruleg. En minnihluti afla fer um fiskmarkaðina, mest er selt beint. Ef verðið á fiski endurspeglar ekki verðmæti þá er lítið að marka mælikvarða á afkomu eins og t.d. hagnað. Ef við vitum ekki afkomuna hvernig eigum við þá að leggja á sanngjarnt gjald? Ef fiskverð væri rétt ætti afkoma í fiskvinnslu að vera svipuð og í atvinnulífinu á Íslandi almennt. Hagnaður, umfram eðlilega ávöxtun á bundnu fjármagni, ætti þannig einungis að vera til staðar í veiðum. Nú vill svo til að til er nýlegt mat á umframhagnaði í sjávarútvegi á Íslandi í greininni Resource Rent and its Distribution in Iceland's Fisheries sem birtist í fyrra í Marine Resource Economics. Hvert ætti fiskverð að vera ef fiskurinn væri verðlagður sem sú takmarkaða auðlind sem hann er? Samkvæmt fyrrnefndum niðurstöðum er opinbert verð á fiski, það sem notað er við útreikning veiðigjalds og uppgjöri við sjómenn, 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Þetta virðist kannski sakleysislegur munur en áhrifin á stofn veiðigjalds eru tvöföldun. Veiðigjald er því um helmingur af því sem væri ef fiskverð endurspeglaði verðmæti fisks. Sjómenn og útgerðin hafa lengi deilt um fiskverð, af fyrrnefndri ástæðu. Hverju mundi muna ef við notum verðmæti fisks í að reikna laun sjómanna? Niðurstaðan er að aflahlutir sjómanna hefðu verið tæpum 10 milljörðum hærri á ári að meðaltali undanfarin áratug. Deilur sjómanna og útgerða verða leystar við samningaborðið. Hér er því um reikniæfingu að ræða – en hún undirstrikar mikilvægi fiskverðs. Hvað er til ráða? Má leiðrétta fyrir þessu? Um það er ég efins. Ég tel ekki að bæta ætti þessari leiðréttingu við þegar stagbætta aðferð við útreikning veiðigjalds. Til er mun betri og áreiðanlegri aðferð. Setja hluta kvótans á markað á hverju ári og láta markaðinn svara þeirri spurningu hvert virðið er. Þannig er verðmæti flestra annarra eigna metið, frá fasteignum til kartaflna. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda um fiskveiðikvóta? Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun