Kría ekki áfram á Seltjarnarnesi: „Við erum heimilislausir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2021 20:31 Kría vann sér inn sæti í Olís-deildinni nýverið. Nú er ljóst að liðið þarf að finna sér heimili áður en tímabilið fer af stað. Eyjólfur Garðarsson Kría, nýliðar í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð, eru án heimilis eftir að félagið fékk þær fréttir að liðið gæti ekki lengur æft né spilað heimaleiki sína á Seltjarnarnesi. Frá þessu var greint á Twitter-síðu félagsins. Þá var rætt við Daða Laxdal Gautason, leikmann félagsins í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Kríu vantar heimili! Eftir 2 góð ár fengum við þær fréttir í hádeginu frá @Grottahandbolti að ekki væri pláss fyrir okkur á Nesinu. Við þökkum Gróttu fyrir samstarfið og góðar minningar. Við hefjum nýtt upphaf annarsstaðar.Hvaða lið/bæjarfélag vill lið í Olís deildinni? pic.twitter.com/VKz9HGdBX9— Kría - Handbolti (@KHandbolti) June 24, 2021 „Það var alltaf vilji leikmanna að vera áfram. Þetta ´konsept´ hefur gengið eins og í sögu. Það var okkar vilji að halda því áfram en nú er sú leiðinlega staða komin upp að við erum orðnir heimilislausir svo ég get ekki sagt að það sé gott,“ sagði Daði. „Kjarni liðsins er byggður upp á Gróttumönnum og Seltirningum. Þetta lið var upphaflega í góðu samstarfi með Gróttu en hægt og rólega urðum við sjálfstæðari eins og gengur og gerist. Eftir að við komumst í Olís-deildina tjáði Grótta okkur að það væri ekki pláss fyrir okkur lengur og það væri ekki vilji fyrir því að koma okkur fyrir á okkar forsendum.“ Kría beið með að taka ákvörðun hvort liðið myndi taka þátt í Olís-deildinni þar sem liðið vildi vera með allt svona á hreinu. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun fær þær fregnir að það fái ekki að spila á Seltjarnarnesi. „Það voru svona atriði sem þurftu að vera komin á hreint og nú er fyrsti skellurinn kominn. Við erum heimilislausir, svolítið eins og íslenskum leigumarkaði. Við þurfum að finna okkur hús til að búa í, æfa og spila.“ „Við þurfum húsnæði. Það sem við höfum fram að færa er stemmningu og lið sem seldi upp á fjölda leikja í vetur. Við leggjum mikið upp úr markaðsstarfi, að fá fólkið með okkur og við töldum að við hefðum fengið bæjarfélagið með okkur en greinilega fengum við ekki Gróttu með okkur.“ Klippa: Krían er heimilislaus Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Kría Seltjarnarnes Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Frá þessu var greint á Twitter-síðu félagsins. Þá var rætt við Daða Laxdal Gautason, leikmann félagsins í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Kríu vantar heimili! Eftir 2 góð ár fengum við þær fréttir í hádeginu frá @Grottahandbolti að ekki væri pláss fyrir okkur á Nesinu. Við þökkum Gróttu fyrir samstarfið og góðar minningar. Við hefjum nýtt upphaf annarsstaðar.Hvaða lið/bæjarfélag vill lið í Olís deildinni? pic.twitter.com/VKz9HGdBX9— Kría - Handbolti (@KHandbolti) June 24, 2021 „Það var alltaf vilji leikmanna að vera áfram. Þetta ´konsept´ hefur gengið eins og í sögu. Það var okkar vilji að halda því áfram en nú er sú leiðinlega staða komin upp að við erum orðnir heimilislausir svo ég get ekki sagt að það sé gott,“ sagði Daði. „Kjarni liðsins er byggður upp á Gróttumönnum og Seltirningum. Þetta lið var upphaflega í góðu samstarfi með Gróttu en hægt og rólega urðum við sjálfstæðari eins og gengur og gerist. Eftir að við komumst í Olís-deildina tjáði Grótta okkur að það væri ekki pláss fyrir okkur lengur og það væri ekki vilji fyrir því að koma okkur fyrir á okkar forsendum.“ Kría beið með að taka ákvörðun hvort liðið myndi taka þátt í Olís-deildinni þar sem liðið vildi vera með allt svona á hreinu. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun fær þær fregnir að það fái ekki að spila á Seltjarnarnesi. „Það voru svona atriði sem þurftu að vera komin á hreint og nú er fyrsti skellurinn kominn. Við erum heimilislausir, svolítið eins og íslenskum leigumarkaði. Við þurfum að finna okkur hús til að búa í, æfa og spila.“ „Við þurfum húsnæði. Það sem við höfum fram að færa er stemmningu og lið sem seldi upp á fjölda leikja í vetur. Við leggjum mikið upp úr markaðsstarfi, að fá fólkið með okkur og við töldum að við hefðum fengið bæjarfélagið með okkur en greinilega fengum við ekki Gróttu með okkur.“ Klippa: Krían er heimilislaus Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Kría Seltjarnarnes Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira